Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. september 2025 23:33 Erlingur segir að tillagan hugsuð út frá forsendum barna. Vísir/Sigurjón Viðreisn vill skoða að stytta sumarfrí grunnskólabarna í Reykjavík til að sporna gegn félagslegri einangrun barna. Flutningsmaður tillögunnar kveðst hafa áhyggjur af börnum sem hafi allt of mikinn tíma til að einangra sig yfir sumarmánuðina. Borgarstjórn samþykkti í gær að vísa tillögu um styttingu sumarfrís áfram til Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Tillagan gengur út á færa skipulag skólaárs nær því sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Erlingur Sigvaldason, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og frístundafulltrúi var flutningsmaður tillögunnar. Sumarfrí grunnskólanema í Reykjavík nema 76 dögum. Það er tíu dögum meira en í Noregi og tuttugu dögum meira en í Danmörku. „Þegar eg fór að bera saman og rýna í rannsóknir á sumarfríi barna þá sá ég það svart og hvítu í breskum rannsóknum, þar sem sumarfríið eru 42 dagar, samanborið við okkar 76 þá var að sjá að þessir 42 dagar hafa veruleg áhrif því 15% barna á grunnskólaaldri þar upplifa reglulega einmanaleika þessa 42 daga. Ef við myndum framkvæma slíka rannsókn á Íslandi efast ég um að við kæmum eitthvað mikið betur út.“ Erlingur segist ekki vilja ganga á rétt kennara til orlofs því hann vill styttra sumarfrí en lengra vetrarfrí á móti. Hann er sjálfur kennaranemi og svo vinnur hann sem frístundaráðgjafi hjá frístundamiðstöð í Breiðholti. „Ég vinn markvisst með félagslega einangruðum ungmennum og ég veit í samtali við kennara sem starfa með þessum hóp að áhyggjurnar eru miklar yfir sumartímann af því þessi börn eru mjög líkleg til þess að einangra sig því þetta er frekar langur tími til þess.“ Sumardagana mætti nýta til útináms og fræðslu um náttúru. Það sé líka til bóta að draga úr álagi á börn og kennara í svartasta skammdeginu. „Það er bærilegra fyrir ungmenni sem einangra sig félagslega að taka styttri skorpur því inni í skólastarfinu er markviss vinna með þessi börn að eiga sér stað og hún er sett á pásu í langan tíma yfir sumarmánuðina og þetta myndi hafa góð áhrif á þessa markvissu vinnu með þessum félagslega einangruðu ungmennum því það er faraldur einmanaleika á íslandi og við sjáum það á rannsóknum og greiningum að vanlíðan er að aukast.“ Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í gær að vísa tillögu um styttingu sumarfrís áfram til Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Tillagan gengur út á færa skipulag skólaárs nær því sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Erlingur Sigvaldason, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og frístundafulltrúi var flutningsmaður tillögunnar. Sumarfrí grunnskólanema í Reykjavík nema 76 dögum. Það er tíu dögum meira en í Noregi og tuttugu dögum meira en í Danmörku. „Þegar eg fór að bera saman og rýna í rannsóknir á sumarfríi barna þá sá ég það svart og hvítu í breskum rannsóknum, þar sem sumarfríið eru 42 dagar, samanborið við okkar 76 þá var að sjá að þessir 42 dagar hafa veruleg áhrif því 15% barna á grunnskólaaldri þar upplifa reglulega einmanaleika þessa 42 daga. Ef við myndum framkvæma slíka rannsókn á Íslandi efast ég um að við kæmum eitthvað mikið betur út.“ Erlingur segist ekki vilja ganga á rétt kennara til orlofs því hann vill styttra sumarfrí en lengra vetrarfrí á móti. Hann er sjálfur kennaranemi og svo vinnur hann sem frístundaráðgjafi hjá frístundamiðstöð í Breiðholti. „Ég vinn markvisst með félagslega einangruðum ungmennum og ég veit í samtali við kennara sem starfa með þessum hóp að áhyggjurnar eru miklar yfir sumartímann af því þessi börn eru mjög líkleg til þess að einangra sig því þetta er frekar langur tími til þess.“ Sumardagana mætti nýta til útináms og fræðslu um náttúru. Það sé líka til bóta að draga úr álagi á börn og kennara í svartasta skammdeginu. „Það er bærilegra fyrir ungmenni sem einangra sig félagslega að taka styttri skorpur því inni í skólastarfinu er markviss vinna með þessi börn að eiga sér stað og hún er sett á pásu í langan tíma yfir sumarmánuðina og þetta myndi hafa góð áhrif á þessa markvissu vinnu með þessum félagslega einangruðu ungmennum því það er faraldur einmanaleika á íslandi og við sjáum það á rannsóknum og greiningum að vanlíðan er að aukast.“
Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira