Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. september 2025 23:33 Erlingur segir að tillagan hugsuð út frá forsendum barna. Vísir/Sigurjón Viðreisn vill skoða að stytta sumarfrí grunnskólabarna í Reykjavík til að sporna gegn félagslegri einangrun barna. Flutningsmaður tillögunnar kveðst hafa áhyggjur af börnum sem hafi allt of mikinn tíma til að einangra sig yfir sumarmánuðina. Borgarstjórn samþykkti í gær að vísa tillögu um styttingu sumarfrís áfram til Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Tillagan gengur út á færa skipulag skólaárs nær því sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Erlingur Sigvaldason, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og frístundafulltrúi var flutningsmaður tillögunnar. Sumarfrí grunnskólanema í Reykjavík nema 76 dögum. Það er tíu dögum meira en í Noregi og tuttugu dögum meira en í Danmörku. „Þegar eg fór að bera saman og rýna í rannsóknir á sumarfríi barna þá sá ég það svart og hvítu í breskum rannsóknum, þar sem sumarfríið eru 42 dagar, samanborið við okkar 76 þá var að sjá að þessir 42 dagar hafa veruleg áhrif því 15% barna á grunnskólaaldri þar upplifa reglulega einmanaleika þessa 42 daga. Ef við myndum framkvæma slíka rannsókn á Íslandi efast ég um að við kæmum eitthvað mikið betur út.“ Erlingur segist ekki vilja ganga á rétt kennara til orlofs því hann vill styttra sumarfrí en lengra vetrarfrí á móti. Hann er sjálfur kennaranemi og svo vinnur hann sem frístundaráðgjafi hjá frístundamiðstöð í Breiðholti. „Ég vinn markvisst með félagslega einangruðum ungmennum og ég veit í samtali við kennara sem starfa með þessum hóp að áhyggjurnar eru miklar yfir sumartímann af því þessi börn eru mjög líkleg til þess að einangra sig því þetta er frekar langur tími til þess.“ Sumardagana mætti nýta til útináms og fræðslu um náttúru. Það sé líka til bóta að draga úr álagi á börn og kennara í svartasta skammdeginu. „Það er bærilegra fyrir ungmenni sem einangra sig félagslega að taka styttri skorpur því inni í skólastarfinu er markviss vinna með þessi börn að eiga sér stað og hún er sett á pásu í langan tíma yfir sumarmánuðina og þetta myndi hafa góð áhrif á þessa markvissu vinnu með þessum félagslega einangruðu ungmennum því það er faraldur einmanaleika á íslandi og við sjáum það á rannsóknum og greiningum að vanlíðan er að aukast.“ Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í gær að vísa tillögu um styttingu sumarfrís áfram til Sambands Íslenskra sveitarfélaga. Tillagan gengur út á færa skipulag skólaárs nær því sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Erlingur Sigvaldason, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og frístundafulltrúi var flutningsmaður tillögunnar. Sumarfrí grunnskólanema í Reykjavík nema 76 dögum. Það er tíu dögum meira en í Noregi og tuttugu dögum meira en í Danmörku. „Þegar eg fór að bera saman og rýna í rannsóknir á sumarfríi barna þá sá ég það svart og hvítu í breskum rannsóknum, þar sem sumarfríið eru 42 dagar, samanborið við okkar 76 þá var að sjá að þessir 42 dagar hafa veruleg áhrif því 15% barna á grunnskólaaldri þar upplifa reglulega einmanaleika þessa 42 daga. Ef við myndum framkvæma slíka rannsókn á Íslandi efast ég um að við kæmum eitthvað mikið betur út.“ Erlingur segist ekki vilja ganga á rétt kennara til orlofs því hann vill styttra sumarfrí en lengra vetrarfrí á móti. Hann er sjálfur kennaranemi og svo vinnur hann sem frístundaráðgjafi hjá frístundamiðstöð í Breiðholti. „Ég vinn markvisst með félagslega einangruðum ungmennum og ég veit í samtali við kennara sem starfa með þessum hóp að áhyggjurnar eru miklar yfir sumartímann af því þessi börn eru mjög líkleg til þess að einangra sig því þetta er frekar langur tími til þess.“ Sumardagana mætti nýta til útináms og fræðslu um náttúru. Það sé líka til bóta að draga úr álagi á börn og kennara í svartasta skammdeginu. „Það er bærilegra fyrir ungmenni sem einangra sig félagslega að taka styttri skorpur því inni í skólastarfinu er markviss vinna með þessi börn að eiga sér stað og hún er sett á pásu í langan tíma yfir sumarmánuðina og þetta myndi hafa góð áhrif á þessa markvissu vinnu með þessum félagslega einangruðu ungmennum því það er faraldur einmanaleika á íslandi og við sjáum það á rannsóknum og greiningum að vanlíðan er að aukast.“
Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira