Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar 17. september 2025 14:31 Það er merkilegt að fylgjast með þeirri spennu sem myndast hefur í kringum fyrirhugaða sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Ég sat vinnustofu fyrir hönd nemenda þar sem þessi mál voru rædd af alvöru og einlægni. Það sem kom mér mest á óvart var ekki endilega andstaðan sjálf – heldur röksemdirnar (eða skortur á þeim) sem lágu að baki. Í umræðunni heyrðust setningar eins og „ég er stoltur Akureyringur“ og „ég er stoltur HA-ingur“ – sem eru vissulega fallegar yfirlýsingar – en þegar þær eru notaðar sem skjöldur gegn breytingum, án þess að greina hvað raunverulega er í húfi, þá verður samtalið fljótt tilfinningadrifið og íhaldssamt. Það sem virtist valda mestu reiði var ekki sameiningin sjálf, heldur innviðaskortur: skortur á bílastæðum, húsnæði og aðstöðu. Þetta eru raunveruleg vandamál – en þau tengjast ekki beint þeirri hugmynd að sameina tvær menntastofnanir. Við verðum að spyrja: Fyrir hverja er verið að sameina? Og af hverju? Sameining getur skapað tækifæri til að byggja upp öflugri og samkeppnishæfari háskóla – stofnun sem getur boðið fjölbreyttara nám, aukið fjarnám, styrkt rannsóknir og nýsköpun og orðið leiðandi afl í menntamálum á landsbyggðinni. Ef höfuðstöðvar yrðu áfram á Akureyri, væri það ekki niðurlæging heldur uppbygging. En umræðan virðist snúast um nafn og sjálfsmynd – ekki um framtíðarsýn. Það er eðlilegt að óttast breytingar. Þegar heimsmynd okkar er ógnað, grípum við oft til gamalla gilda og siða. En í stað þess að spyrja „hvað missum við?“ ættum við að spyrja „hvað getum við unnið?“ Við þurfum að leiða með fordæmi – ekki fordómum. Við verðum að horfa fram á við. Ekki aftur til fortíðar í leit að svörum. Við byggjum ekki framtíðarmenntakerfi á gömlum gildum fyrir kynslóðir sem eiga að leiða þróun mankyns. Í orðum menntamannsins J. Morris: „Ég geri, þú gerir, við gerum.“ Í heimi sundrungar og ótta þurfum við meira á hvort öðru að halda. Svo ég spyr aftur: Við hvað erum við svona hrædd? Höfundur er stúdent og kennari við Stapaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Borgarbyggð Akureyri Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er merkilegt að fylgjast með þeirri spennu sem myndast hefur í kringum fyrirhugaða sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Ég sat vinnustofu fyrir hönd nemenda þar sem þessi mál voru rædd af alvöru og einlægni. Það sem kom mér mest á óvart var ekki endilega andstaðan sjálf – heldur röksemdirnar (eða skortur á þeim) sem lágu að baki. Í umræðunni heyrðust setningar eins og „ég er stoltur Akureyringur“ og „ég er stoltur HA-ingur“ – sem eru vissulega fallegar yfirlýsingar – en þegar þær eru notaðar sem skjöldur gegn breytingum, án þess að greina hvað raunverulega er í húfi, þá verður samtalið fljótt tilfinningadrifið og íhaldssamt. Það sem virtist valda mestu reiði var ekki sameiningin sjálf, heldur innviðaskortur: skortur á bílastæðum, húsnæði og aðstöðu. Þetta eru raunveruleg vandamál – en þau tengjast ekki beint þeirri hugmynd að sameina tvær menntastofnanir. Við verðum að spyrja: Fyrir hverja er verið að sameina? Og af hverju? Sameining getur skapað tækifæri til að byggja upp öflugri og samkeppnishæfari háskóla – stofnun sem getur boðið fjölbreyttara nám, aukið fjarnám, styrkt rannsóknir og nýsköpun og orðið leiðandi afl í menntamálum á landsbyggðinni. Ef höfuðstöðvar yrðu áfram á Akureyri, væri það ekki niðurlæging heldur uppbygging. En umræðan virðist snúast um nafn og sjálfsmynd – ekki um framtíðarsýn. Það er eðlilegt að óttast breytingar. Þegar heimsmynd okkar er ógnað, grípum við oft til gamalla gilda og siða. En í stað þess að spyrja „hvað missum við?“ ættum við að spyrja „hvað getum við unnið?“ Við þurfum að leiða með fordæmi – ekki fordómum. Við verðum að horfa fram á við. Ekki aftur til fortíðar í leit að svörum. Við byggjum ekki framtíðarmenntakerfi á gömlum gildum fyrir kynslóðir sem eiga að leiða þróun mankyns. Í orðum menntamannsins J. Morris: „Ég geri, þú gerir, við gerum.“ Í heimi sundrungar og ótta þurfum við meira á hvort öðru að halda. Svo ég spyr aftur: Við hvað erum við svona hrædd? Höfundur er stúdent og kennari við Stapaskóla.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar