Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. september 2025 12:01 Gugga segir kvöldið með Drake vera toppinn á tilverunni. Það vakti mikla athygli þegar íslenska samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, kastaði brjóstahaldara upp á svið á tónleikum kanadíska rapparans Drake í Berlín um helgina. Rapparinn endurbirti myndband frá henni á Instagram sem leiddi til þess að henni var boðið í eftirpartý með honum. Gugga var gestur í Brennslunni í morgun þar sem hún segir frá þessu örlagaríka kvöldi. Viðtalið í heild þar sem Gugga fer um víðan völl varðandi Berlínarævintýrið með Drake má heyra neðst í fréttinni. „Ég var alltaf Kanye-fan en er það ekki lengur; núna er Drake númer eitt hjá mér,“ sagði Gugga kímin í samtali við útvarpsfólkið Ríkharð Óskar Guðnason og Jóhönnu Helgu Jensdóttur. Í þættinum lýsti Gugga því hvernig hún náði athygli rapparans áður en hún kastaði brjóstahaldaranum upp á svið. Atvikið gerðist snemma á tónleikunum, og Gugga segist hafa þurft smá stund til að ná aftur að einbeita sér og njóta tónleikanna. „Ég valdi mitt móment. Ég hélt honum yfir höfðinu á mér þar til hann kom auga á hann. Hann sagði þá „I need that“. Það var alveg erfitt að hitta, en ég þurfti að eiga alveg sögulegt kast,“ segir Gugga. Á umræddu Instagram-myndbandi sést Drake taka upp brjóstahaldarann glottandi og segja: „Vá, 44 H — guð minn góður, ég tek þennan með mér heim.“ View this post on Instagram A post shared by Gugga í Gúmmíbát (@guggaigummibat) Fór ein í eftirpartý Gugga var í VIP-stúku ásamt vinkonu sinni, Lönu Kristinsdóttur, eiganda Kenzen. Þær stóðu afar nálægt sviðinu, sem gerði kastið mögulegt. Gugga segir að hópurinn þeirra hafi verið fjörugri en aðrir tónleikagestir í kring, sem hafi óneitanlega beint athygli Drake að þeim. Gugga segir kvöldið með Drake vera toppinn á tilverunni. Rikki spurði Guggu hvort hún hefði fengið að hitta Drake eftir tónleikana, og hún svaraði játandi. „Já, ég fékk að fara í eftirpartý með Drake. Ég ætla ekki að segja mikið meira, en ég fékk að hitta hann,“ sagði hún hlæjandi: „Hann er svo yndislegur og einlægur — ég dýrka hann.“ Þarf ekkert meira en þetta Gugga fór ein að hitta Drake og sagði frá samtali sínu við hann, þar sem hún hvatti hann til að koma að halda tónleika á Íslandi. „Hann spurði hvort hér væru nægilega stórar tónleikahallir. Hann er að fara að gefa út plötu sem heitir Iceman og segir að hann ætli að reyna að koma hingað,“ sagði hún. Spurð hvort hún hefði náð að halda ró sinni, sagði hún: „Já, ég náði því. Hann er bara manneskja í grunninn.“ Daginn eftir tónleikana sagðist hún ennþá vera að ná sér niður. „Ég get ekki útskýrt það. Ég er bara að hugsa að ég þurfi ekki að gera neitt meira. Lífið… bara, shoot me now — ég er bara góð, skilurðu? Ég er ennþá að meðtaka þetta. Þetta er stórt.“ Viðtalið í heild má heyra hér að neðan. Tónlist Þýskaland Brennslan FM957 Kanada Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Fleiri fréttir Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Sjá meira
Gugga var gestur í Brennslunni í morgun þar sem hún segir frá þessu örlagaríka kvöldi. Viðtalið í heild þar sem Gugga fer um víðan völl varðandi Berlínarævintýrið með Drake má heyra neðst í fréttinni. „Ég var alltaf Kanye-fan en er það ekki lengur; núna er Drake númer eitt hjá mér,“ sagði Gugga kímin í samtali við útvarpsfólkið Ríkharð Óskar Guðnason og Jóhönnu Helgu Jensdóttur. Í þættinum lýsti Gugga því hvernig hún náði athygli rapparans áður en hún kastaði brjóstahaldaranum upp á svið. Atvikið gerðist snemma á tónleikunum, og Gugga segist hafa þurft smá stund til að ná aftur að einbeita sér og njóta tónleikanna. „Ég valdi mitt móment. Ég hélt honum yfir höfðinu á mér þar til hann kom auga á hann. Hann sagði þá „I need that“. Það var alveg erfitt að hitta, en ég þurfti að eiga alveg sögulegt kast,“ segir Gugga. Á umræddu Instagram-myndbandi sést Drake taka upp brjóstahaldarann glottandi og segja: „Vá, 44 H — guð minn góður, ég tek þennan með mér heim.“ View this post on Instagram A post shared by Gugga í Gúmmíbát (@guggaigummibat) Fór ein í eftirpartý Gugga var í VIP-stúku ásamt vinkonu sinni, Lönu Kristinsdóttur, eiganda Kenzen. Þær stóðu afar nálægt sviðinu, sem gerði kastið mögulegt. Gugga segir að hópurinn þeirra hafi verið fjörugri en aðrir tónleikagestir í kring, sem hafi óneitanlega beint athygli Drake að þeim. Gugga segir kvöldið með Drake vera toppinn á tilverunni. Rikki spurði Guggu hvort hún hefði fengið að hitta Drake eftir tónleikana, og hún svaraði játandi. „Já, ég fékk að fara í eftirpartý með Drake. Ég ætla ekki að segja mikið meira, en ég fékk að hitta hann,“ sagði hún hlæjandi: „Hann er svo yndislegur og einlægur — ég dýrka hann.“ Þarf ekkert meira en þetta Gugga fór ein að hitta Drake og sagði frá samtali sínu við hann, þar sem hún hvatti hann til að koma að halda tónleika á Íslandi. „Hann spurði hvort hér væru nægilega stórar tónleikahallir. Hann er að fara að gefa út plötu sem heitir Iceman og segir að hann ætli að reyna að koma hingað,“ sagði hún. Spurð hvort hún hefði náð að halda ró sinni, sagði hún: „Já, ég náði því. Hann er bara manneskja í grunninn.“ Daginn eftir tónleikana sagðist hún ennþá vera að ná sér niður. „Ég get ekki útskýrt það. Ég er bara að hugsa að ég þurfi ekki að gera neitt meira. Lífið… bara, shoot me now — ég er bara góð, skilurðu? Ég er ennþá að meðtaka þetta. Þetta er stórt.“ Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.
Tónlist Þýskaland Brennslan FM957 Kanada Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Skömminni skilað Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Fleiri fréttir Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp