„Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Valur Páll Eiríksson og Runólfur Trausti Þórhallsson skrifa 13. september 2025 07:00 Pedersen spilar tölvuspil til að drepa tímann á meðan hann kemst ekki á völlinn. SÝN Alls konar tilfinningar hafa bærst innra með Patrick Pedersen undanfarnar vikur eftir að hann sleit hásin í bikarúrslitaleik Vals við Vestra. „Mér líður vel. Ég reyni að vera jákvæður. Ég var auðvitað alveg niðurbrotinn þegar þetta gerðist. Ég hef aldrei meiðst eins illa áður,“ sagði Pedersen um meiðslin en knattspyrnumenn eru frá í kringum heilt ár eftir að slíta hásin. Ekki nóg með að slíta hásin og tapa bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli heldur skoraði bróðir hans, Jeppe, sigurmark Vestra í leiknum. „Tilfinningarnar voru blendnar. Ég gleðst með bróður mínum að skora þetta ótrúlega mark sem gerði út um leikinn. Ég var svolítið pirraður að við unnum þetta ekki og meiðast svo í kjölfarið. Það var hrikalegt. Þetta hlýtur að hafa verið undarlegur dagur fyrir Pedersen-fjölskylduna. „Ekki spurning. Þau sátu í hópi stuðningsmanna Vals og þegar Jeppe skoraði fagnaði pabbi ógurlega. Hann upplifði blendnar tilfinningar þegar annar sonur hans meiddist illa og þegar hinn sonur hans skoraði sigurmarkið. Já, það var skrítið.“ Patrick er atvinnumaður og hefur sinnt fótboltanum af fullum hug allan sinn tíma hjá Val. Nú þarf hann að vera á hliðarlínunni til lengri tíma og ljóst að daglega rútínan breytist. „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur. Ég er alveg aðgerðalaus. Ég reyni bara að vera jákvæður. Vonandi get ég setið á bekknum í síðustu fimm leikjum mótsins með leikmönnum Vals og stutt liðið.“ Hann hefur hins vegar fundið eitthvað til að drepa tímann. „Ég var að setja upp leikherbergi fyrir sjálfan mig. Ég spila Counter-Strike. Það er áhugamál mitt og ég gæti orðið rosalega góður núna,“ sagði Pedersen og hló. Viðtalið við Patrick má sjá í heild sinni ofar í fréttinni. Valur mætir Stjörnunni á Hlíðarenda í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar karla klukkan 19.15 á sunnudaginn. Eftir það verður deildinni skipt upp. Leikurinn verður sýndur beint á SÝN Sport. Valur er á toppnum með 40 stig og Stjarnan er í 3. sæti með 37 stig. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
„Mér líður vel. Ég reyni að vera jákvæður. Ég var auðvitað alveg niðurbrotinn þegar þetta gerðist. Ég hef aldrei meiðst eins illa áður,“ sagði Pedersen um meiðslin en knattspyrnumenn eru frá í kringum heilt ár eftir að slíta hásin. Ekki nóg með að slíta hásin og tapa bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli heldur skoraði bróðir hans, Jeppe, sigurmark Vestra í leiknum. „Tilfinningarnar voru blendnar. Ég gleðst með bróður mínum að skora þetta ótrúlega mark sem gerði út um leikinn. Ég var svolítið pirraður að við unnum þetta ekki og meiðast svo í kjölfarið. Það var hrikalegt. Þetta hlýtur að hafa verið undarlegur dagur fyrir Pedersen-fjölskylduna. „Ekki spurning. Þau sátu í hópi stuðningsmanna Vals og þegar Jeppe skoraði fagnaði pabbi ógurlega. Hann upplifði blendnar tilfinningar þegar annar sonur hans meiddist illa og þegar hinn sonur hans skoraði sigurmarkið. Já, það var skrítið.“ Patrick er atvinnumaður og hefur sinnt fótboltanum af fullum hug allan sinn tíma hjá Val. Nú þarf hann að vera á hliðarlínunni til lengri tíma og ljóst að daglega rútínan breytist. „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur. Ég er alveg aðgerðalaus. Ég reyni bara að vera jákvæður. Vonandi get ég setið á bekknum í síðustu fimm leikjum mótsins með leikmönnum Vals og stutt liðið.“ Hann hefur hins vegar fundið eitthvað til að drepa tímann. „Ég var að setja upp leikherbergi fyrir sjálfan mig. Ég spila Counter-Strike. Það er áhugamál mitt og ég gæti orðið rosalega góður núna,“ sagði Pedersen og hló. Viðtalið við Patrick má sjá í heild sinni ofar í fréttinni. Valur mætir Stjörnunni á Hlíðarenda í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar karla klukkan 19.15 á sunnudaginn. Eftir það verður deildinni skipt upp. Leikurinn verður sýndur beint á SÝN Sport. Valur er á toppnum með 40 stig og Stjarnan er í 3. sæti með 37 stig.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira