Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Árni Sæberg skrifar 12. september 2025 10:09 Það er ekki nóg að hafa fengið plássi úthlutað til að teljast hafa hafið leikskólagöngu. Vísir/Anton Brink Til viðbótar við þau 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík hafa 786 börn fengið boð um leikskólapláss en ekki hafið leikskólagöngu. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir meirihlutann beita gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Í byrjun mánaðar var fjallað um að 400 börn 12 mánaða og eldri væru á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík, samanborið við 653 börn á svipuðum tíma og 658 árið 2023. Umfjöllunin var byggð á gögnum sem Skóla- og frístundasvið borgarinnar tók saman um bið barna í borginni eftir plássi í leikskóla. Þar kom einnig fram að 67 börn átján mánaða og eldri væru á biðlista en þau hefðu öll bæst við biðlistann eftir að stóra úthlutuninni lauk. Meirihlutinn margsaga „Fulltrúar meirihluta borgarstjórnar hafa að undanförnu hrósað happi yfir gríðarlegum árangri í leikskólamálum - en eru margsaga um raunstöðu biðlistans - segja hann hafa staðið í ýmist 400, 457 eða 467 börnum 1. september síðastliðinni. Maður spyr sig hvers vegna þessar upplýsingar liggja ekki fyrir í aðgengilegu mælaborði?“ spyr Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, í færslu á Facebook í gærkvöldi. Hún segir að þegar betur sé að gáð beiti meirihlutinn í borgarstjórn gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Þannig sé barn tekið af biðlista um leið og foreldrum hefur borist bréf um úthlutun leikskólapláss, jafnvel þó að leikskólavistin hefjist ekki fyrr en mörgum mánuðum síðar. 314 fengið pláss en gætu alveg eins hafið nám á næsta ári Hún hafi því óskað eftir upplýsingum um raunstöðu biðlistans frá skóla- og frístundasviði. Þar hafi komið fram að til viðbótar þeim biðlistatölum sem borgin gefur út, séu 472 börn sem hafa fengið boð um leikskólavist en höfðu ekki hafið leikskólagönguna 1. september. Aðlögun muni hefjast síðar í mánuðinum eða jafnvel í október. Þar að auki séu 314 börn sem hafa fengið boð um leikskólavist en engar upplýsingar verið veittar um það hvenær leikskólavistin getur hafist. „Það gæti allt eins orðið á næsta ári.“ „Sé tekið tillit til ofanritaðs var raunstaða biðlistans þann 1. september síðastliðinn, 1.243 börn. Á þeirri stundu voru því fjölskyldur 1.243 leikskólabarna í Reykjavík enn að bíða eftir upphafi leikskólagöngu barna sinna. Þau voru enn á biðlista.“ Verk að vinna Þá segir Hildur að í ofanálag við biðlistana séu 580 leikskólapláss í Reykjavík ónýtanleg um þessar mundir vegna framkvæmda og viðhalds, sem sé fullkomlega óviðunandi afleiðing áralangs skorts á viðhaldi. „Betur má ef duga skal við lausn leikskólavandans. Við þurfum að ávarpa staðreyndirnar og opna á fjölbreyttar lausnir. Það er verk að vinna,“ segir Hildur að lokum. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Sjá meira
Í byrjun mánaðar var fjallað um að 400 börn 12 mánaða og eldri væru á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík, samanborið við 653 börn á svipuðum tíma og 658 árið 2023. Umfjöllunin var byggð á gögnum sem Skóla- og frístundasvið borgarinnar tók saman um bið barna í borginni eftir plássi í leikskóla. Þar kom einnig fram að 67 börn átján mánaða og eldri væru á biðlista en þau hefðu öll bæst við biðlistann eftir að stóra úthlutuninni lauk. Meirihlutinn margsaga „Fulltrúar meirihluta borgarstjórnar hafa að undanförnu hrósað happi yfir gríðarlegum árangri í leikskólamálum - en eru margsaga um raunstöðu biðlistans - segja hann hafa staðið í ýmist 400, 457 eða 467 börnum 1. september síðastliðinni. Maður spyr sig hvers vegna þessar upplýsingar liggja ekki fyrir í aðgengilegu mælaborði?“ spyr Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, í færslu á Facebook í gærkvöldi. Hún segir að þegar betur sé að gáð beiti meirihlutinn í borgarstjórn gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Þannig sé barn tekið af biðlista um leið og foreldrum hefur borist bréf um úthlutun leikskólapláss, jafnvel þó að leikskólavistin hefjist ekki fyrr en mörgum mánuðum síðar. 314 fengið pláss en gætu alveg eins hafið nám á næsta ári Hún hafi því óskað eftir upplýsingum um raunstöðu biðlistans frá skóla- og frístundasviði. Þar hafi komið fram að til viðbótar þeim biðlistatölum sem borgin gefur út, séu 472 börn sem hafa fengið boð um leikskólavist en höfðu ekki hafið leikskólagönguna 1. september. Aðlögun muni hefjast síðar í mánuðinum eða jafnvel í október. Þar að auki séu 314 börn sem hafa fengið boð um leikskólavist en engar upplýsingar verið veittar um það hvenær leikskólavistin getur hafist. „Það gæti allt eins orðið á næsta ári.“ „Sé tekið tillit til ofanritaðs var raunstaða biðlistans þann 1. september síðastliðinn, 1.243 börn. Á þeirri stundu voru því fjölskyldur 1.243 leikskólabarna í Reykjavík enn að bíða eftir upphafi leikskólagöngu barna sinna. Þau voru enn á biðlista.“ Verk að vinna Þá segir Hildur að í ofanálag við biðlistana séu 580 leikskólapláss í Reykjavík ónýtanleg um þessar mundir vegna framkvæmda og viðhalds, sem sé fullkomlega óviðunandi afleiðing áralangs skorts á viðhaldi. „Betur má ef duga skal við lausn leikskólavandans. Við þurfum að ávarpa staðreyndirnar og opna á fjölbreyttar lausnir. Það er verk að vinna,“ segir Hildur að lokum.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Sjá meira