Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Árni Sæberg skrifar 12. september 2025 10:09 Það er ekki nóg að hafa fengið plássi úthlutað til að teljast hafa hafið leikskólagöngu. Vísir/Anton Brink Til viðbótar við þau 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík hafa 786 börn fengið boð um leikskólapláss en ekki hafið leikskólagöngu. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir meirihlutann beita gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Í byrjun mánaðar var fjallað um að 400 börn 12 mánaða og eldri væru á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík, samanborið við 653 börn á svipuðum tíma og 658 árið 2023. Umfjöllunin var byggð á gögnum sem Skóla- og frístundasvið borgarinnar tók saman um bið barna í borginni eftir plássi í leikskóla. Þar kom einnig fram að 67 börn átján mánaða og eldri væru á biðlista en þau hefðu öll bæst við biðlistann eftir að stóra úthlutuninni lauk. Meirihlutinn margsaga „Fulltrúar meirihluta borgarstjórnar hafa að undanförnu hrósað happi yfir gríðarlegum árangri í leikskólamálum - en eru margsaga um raunstöðu biðlistans - segja hann hafa staðið í ýmist 400, 457 eða 467 börnum 1. september síðastliðinni. Maður spyr sig hvers vegna þessar upplýsingar liggja ekki fyrir í aðgengilegu mælaborði?“ spyr Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, í færslu á Facebook í gærkvöldi. Hún segir að þegar betur sé að gáð beiti meirihlutinn í borgarstjórn gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Þannig sé barn tekið af biðlista um leið og foreldrum hefur borist bréf um úthlutun leikskólapláss, jafnvel þó að leikskólavistin hefjist ekki fyrr en mörgum mánuðum síðar. 314 fengið pláss en gætu alveg eins hafið nám á næsta ári Hún hafi því óskað eftir upplýsingum um raunstöðu biðlistans frá skóla- og frístundasviði. Þar hafi komið fram að til viðbótar þeim biðlistatölum sem borgin gefur út, séu 472 börn sem hafa fengið boð um leikskólavist en höfðu ekki hafið leikskólagönguna 1. september. Aðlögun muni hefjast síðar í mánuðinum eða jafnvel í október. Þar að auki séu 314 börn sem hafa fengið boð um leikskólavist en engar upplýsingar verið veittar um það hvenær leikskólavistin getur hafist. „Það gæti allt eins orðið á næsta ári.“ „Sé tekið tillit til ofanritaðs var raunstaða biðlistans þann 1. september síðastliðinn, 1.243 börn. Á þeirri stundu voru því fjölskyldur 1.243 leikskólabarna í Reykjavík enn að bíða eftir upphafi leikskólagöngu barna sinna. Þau voru enn á biðlista.“ Verk að vinna Þá segir Hildur að í ofanálag við biðlistana séu 580 leikskólapláss í Reykjavík ónýtanleg um þessar mundir vegna framkvæmda og viðhalds, sem sé fullkomlega óviðunandi afleiðing áralangs skorts á viðhaldi. „Betur má ef duga skal við lausn leikskólavandans. Við þurfum að ávarpa staðreyndirnar og opna á fjölbreyttar lausnir. Það er verk að vinna,“ segir Hildur að lokum. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Í byrjun mánaðar var fjallað um að 400 börn 12 mánaða og eldri væru á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík, samanborið við 653 börn á svipuðum tíma og 658 árið 2023. Umfjöllunin var byggð á gögnum sem Skóla- og frístundasvið borgarinnar tók saman um bið barna í borginni eftir plássi í leikskóla. Þar kom einnig fram að 67 börn átján mánaða og eldri væru á biðlista en þau hefðu öll bæst við biðlistann eftir að stóra úthlutuninni lauk. Meirihlutinn margsaga „Fulltrúar meirihluta borgarstjórnar hafa að undanförnu hrósað happi yfir gríðarlegum árangri í leikskólamálum - en eru margsaga um raunstöðu biðlistans - segja hann hafa staðið í ýmist 400, 457 eða 467 börnum 1. september síðastliðinni. Maður spyr sig hvers vegna þessar upplýsingar liggja ekki fyrir í aðgengilegu mælaborði?“ spyr Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, í færslu á Facebook í gærkvöldi. Hún segir að þegar betur sé að gáð beiti meirihlutinn í borgarstjórn gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Þannig sé barn tekið af biðlista um leið og foreldrum hefur borist bréf um úthlutun leikskólapláss, jafnvel þó að leikskólavistin hefjist ekki fyrr en mörgum mánuðum síðar. 314 fengið pláss en gætu alveg eins hafið nám á næsta ári Hún hafi því óskað eftir upplýsingum um raunstöðu biðlistans frá skóla- og frístundasviði. Þar hafi komið fram að til viðbótar þeim biðlistatölum sem borgin gefur út, séu 472 börn sem hafa fengið boð um leikskólavist en höfðu ekki hafið leikskólagönguna 1. september. Aðlögun muni hefjast síðar í mánuðinum eða jafnvel í október. Þar að auki séu 314 börn sem hafa fengið boð um leikskólavist en engar upplýsingar verið veittar um það hvenær leikskólavistin getur hafist. „Það gæti allt eins orðið á næsta ári.“ „Sé tekið tillit til ofanritaðs var raunstaða biðlistans þann 1. september síðastliðinn, 1.243 börn. Á þeirri stundu voru því fjölskyldur 1.243 leikskólabarna í Reykjavík enn að bíða eftir upphafi leikskólagöngu barna sinna. Þau voru enn á biðlista.“ Verk að vinna Þá segir Hildur að í ofanálag við biðlistana séu 580 leikskólapláss í Reykjavík ónýtanleg um þessar mundir vegna framkvæmda og viðhalds, sem sé fullkomlega óviðunandi afleiðing áralangs skorts á viðhaldi. „Betur má ef duga skal við lausn leikskólavandans. Við þurfum að ávarpa staðreyndirnar og opna á fjölbreyttar lausnir. Það er verk að vinna,“ segir Hildur að lokum.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira