Lífið

2222 dagar sem betri út­gáfa af sjálfum sér

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Emmsjé Gauti hefur verið edrú í rúm sex ár.
Emmsjé Gauti hefur verið edrú í rúm sex ár. Vísir/Vilhelm

Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, jafnan þekktur sem Emmsjé Gauti, fagnaði í gær 2222 dögum án áfengis, sem samsvarar rúmlega sex árum.

Í tilefni tímamótanna birti hann færslu á Instagram-síðu sinni: „Í dag eru tvö þúsund tvöhundruð tuttugu og tveir dagar síðan ég hætti að drekka og ákvað að skoða betri útgáfuna af lífinu. Mæli með,“ skrifar Gauti.

Gauti hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi í yfir tvo áratugi. Hann byrjaði í rappinu aðeins þrettán ára gamall en hefur á undanförnum árum leikið sér með aðra stíla og þá sérstaklega dægurlögin. Sem dæmi má nefna lagið Klisja sem kom út árið 2022. Lagið frumflutti Gauti á brúðkaupsdaginn og söng til Jovönu Schally, eiginkonu hans. Þau hafa verið par síðan árið 2017 og eiga saman þrjú börn.

„Klisja gaf góðan grunn af því hvert mig langaði að taka þessa plötu. Þó lögin séu öll mismunandi þá spruttu þau upp í kringum Klisjuna,“ sagði Gauti í viðtali við Vísi í fyrra í tilefni útgáfu plötunnar Fullkominn dagur til að kveikja í sér í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.