Lífið

Seldi í­búðina og setti allt í Bitcoin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bergþór Másson segir að það sé ekki góð fjárfesting að kaupa sér íbúð.
Bergþór Másson segir að það sé ekki góð fjárfesting að kaupa sér íbúð.

Í júlí birtist frétt af því að Bergþór Másson, viðskipta- og umboðsmaður, hefði selt íbúð sína á Hverfisgötu.

 Hér var þó ekki um að ræða venjulegan fréttamola um að þekkt persóna hefði selt íbúð sína og keypt aðra, þar sem Bergþór ákvað að segja skilið við fasteignamarkaðinn og leigja sér íbúð. Fjármununum sem hann fékk við sölu á íbúðinni varði Bergþór svo í að kaupa rafmyntina Bitcoin. Vésteinn Örn Pétursson hitti Bergþór í Íslandi í dag á skrifstofu hans í miðborginni, til að komast að því hvað fékk hann til að komast að þeirri niðurstöðu að þetta væri góð hugmynd.

„Þetta byrjaði um jólin, fær vitrun, verður að vera ríkur, hafði verið í bissness en ekki pælt í peningum. Síðan lagði ég af stað í þetta ferðalag þar sem ég fattaði að ég vissi ekkert um peninga,“ segir Bergþór og hann ákvað því að sökkva sér í rannsóknarvinnu.

„Ég er með þannig taugakerfi að ég fær mikil gleiðhormón að læra eitthvað nýtt sérstaklega þegar þetta er eitthvað róttækt á skjöni við hugmyndir samfélagsins. Ég fer af stað í þetta peningaferðlag og fatta hvernig þetta virkar og alls staðar kom fram Bitcoin. Ég er með svona kvenlegt innsæi og ég les orku hjá fólk og tek upplýsingarnar þaðan. Allir sem komu nálægt Bitcoin leið vel og ég sogaðist að því.“

Peningakerfið byggt á lygum

Bergþór segist í upphafi hafa haldið að Bitcoin væri of flókið fyrir sig. Hann hafi þó látið slag standa og kynnt sér málið betur og í upphafi hafi Bergþór keypt Bitcoin í smáum skömmtum.

„Hægt og rólega fór ég að sjá hvað peningakerfið okkar er byggt á mikilli lygi. Núna með tilkomu gervigreindar get ég reiknað hvað sem er. Ég komst að þeirri niðurstöðu var ekki góð fjárfesting að eiga íbúð.“

Bergþór tók því stökkið út af fasteignamarkaði og inn á leigumarkað, öfugt við það sem flestir myndu vilja gera.

„Ég setti allt í Bitcoin,“ segir Bergþór en hér að neðan má innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.