Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. september 2025 20:05 Stór hópur eldri borgara mætir í leikfimina tvisvar í viku hjá Trausta Rafni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgarar á Selfossi eru duglegir að hreyfa sig því að stór hópur þeirra mætir í leikfimi tvisvar í viku í sérstaka heilsueflingu undir stjórn íþróttakennara. Leikfimin kostar ekki krónu, allt í boði Sveitarfélagsins Árborgar. Hér erum við að tala um heilsueflingu fyrir 60 plús íbúa en kennari í tímunum er Trausti Rafn. Hægt er að velja um mismunandi tímasetningar á þriðjudögum og fimmtudögum en hver tími er klukkustund. Svo eru líka tímar á Stokkseyri og Eyrarbakka. „Þetta er mjög vel sótt í sveitarfélaginu. Eins og í þessum tíma, sem þú ert að heimsækja núna eru um 80 manns og í öllu sveitarfélaginu þá eru að sækja kannski eitthvað í kringum 150 manns þessa þjónustu”, segir Trausti Rafn Björnsson, forstöðumaður 60 plús heilsueflingar í Sveitarfélaginu Árborg. Trausti Rafn Björnsson, sem er forstöðumaður 60 plús heilsueflingar í Sveitarfélaginu ÁrborgMagnús Hlynur Hreiðarsson Hvað ertu svona að láta fólkið aðallega gera? „Við erum að gera allskyns hluti. Við erum að vinna með teygjur, handlóð og eigin líkamsþyngd. Við tökum á mörgum hlutum og mörgum vöðvahópum,” bætir Trausti Rafn við. Ekkert kostar í leikfimina, Sveitarfélagið Árborg býður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þátttakendurnir eru alsælir með tímana og æfingarnar hjá Trausta. „Þetta er líka félagslegt, þetta er ekki bara hreyfing heldur kemur fólk saman og spjallar,” segir Jón Vilhjálmsson. „Þetta er alveg frábært, maður bara hlakkar til hvers dags,” segir Ingibjörg S. Guðmundsdóttir. Og gaman að sjá þessa miklu þátttöku, er það ekki? „Já, það er það, það eru alltaf að koma ný og ný andlit, sem maður hefur ekki séð áður og mikil þátttaka bara,” segir Ingibjörg. Hvað segir þú, ert þetta ekki skemmtilegt? „Bara æðislegt, ég er rosalega ánægð með þetta. Þjálfarinn er alveg frábær og besta leikfimin, sem ég hef komist í, búin að prófa víða,” segir Árný Heiðarsdóttir. „Þetta er alveg frábært maður. Það er stutt síðan að ég flutti á Selfoss og það er allt í gangi hérna, þannig að manni líður bara vel eftir svona leikfimi,” segir Karl Helgi Gíslason. „Þetta er alveg toppurinn,” segir Sigríður Sæland. Og allt í boði sveitarfélagsins? „Allt í boði, þetta er frábært félag og sveitarfélag að gefa okkur þetta tækifæri að vera svona saman og hafa gleðina með okkur,” segir Sigríður alsæl með leikfimina. Karl Helgi Gíslason, þátttakandi í leikfiminni en hann er mjög ánægður með tímana og að fá þetta tækifæri til aukinnar hreyfingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
Hér erum við að tala um heilsueflingu fyrir 60 plús íbúa en kennari í tímunum er Trausti Rafn. Hægt er að velja um mismunandi tímasetningar á þriðjudögum og fimmtudögum en hver tími er klukkustund. Svo eru líka tímar á Stokkseyri og Eyrarbakka. „Þetta er mjög vel sótt í sveitarfélaginu. Eins og í þessum tíma, sem þú ert að heimsækja núna eru um 80 manns og í öllu sveitarfélaginu þá eru að sækja kannski eitthvað í kringum 150 manns þessa þjónustu”, segir Trausti Rafn Björnsson, forstöðumaður 60 plús heilsueflingar í Sveitarfélaginu Árborg. Trausti Rafn Björnsson, sem er forstöðumaður 60 plús heilsueflingar í Sveitarfélaginu ÁrborgMagnús Hlynur Hreiðarsson Hvað ertu svona að láta fólkið aðallega gera? „Við erum að gera allskyns hluti. Við erum að vinna með teygjur, handlóð og eigin líkamsþyngd. Við tökum á mörgum hlutum og mörgum vöðvahópum,” bætir Trausti Rafn við. Ekkert kostar í leikfimina, Sveitarfélagið Árborg býður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þátttakendurnir eru alsælir með tímana og æfingarnar hjá Trausta. „Þetta er líka félagslegt, þetta er ekki bara hreyfing heldur kemur fólk saman og spjallar,” segir Jón Vilhjálmsson. „Þetta er alveg frábært, maður bara hlakkar til hvers dags,” segir Ingibjörg S. Guðmundsdóttir. Og gaman að sjá þessa miklu þátttöku, er það ekki? „Já, það er það, það eru alltaf að koma ný og ný andlit, sem maður hefur ekki séð áður og mikil þátttaka bara,” segir Ingibjörg. Hvað segir þú, ert þetta ekki skemmtilegt? „Bara æðislegt, ég er rosalega ánægð með þetta. Þjálfarinn er alveg frábær og besta leikfimin, sem ég hef komist í, búin að prófa víða,” segir Árný Heiðarsdóttir. „Þetta er alveg frábært maður. Það er stutt síðan að ég flutti á Selfoss og það er allt í gangi hérna, þannig að manni líður bara vel eftir svona leikfimi,” segir Karl Helgi Gíslason. „Þetta er alveg toppurinn,” segir Sigríður Sæland. Og allt í boði sveitarfélagsins? „Allt í boði, þetta er frábært félag og sveitarfélag að gefa okkur þetta tækifæri að vera svona saman og hafa gleðina með okkur,” segir Sigríður alsæl með leikfimina. Karl Helgi Gíslason, þátttakandi í leikfiminni en hann er mjög ánægður með tímana og að fá þetta tækifæri til aukinnar hreyfingar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Heilsa Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira