Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 9. september 2025 08:32 Í dag kemur Alþingi saman þegar 157. löggjafarþing verður sett. Verkefnin verða víst ærin fyrir okkur þingmenn, svo mikið er víst af lestri fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar sem boðar m.a. miklar skattahækkanir. Á Alþingi sitja 63 kjörnir fulltrúar almennings sem fara með löggjafarvaldið ásamt forseta Íslands. Alþingi fer einnig með fjárveitingavaldið og ríkisstjórnin, ráðherrarnir, sitja í skjóli meirihluta Alþingis. Auk þess gegna alþingismenn mikilvægu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdarvaldinu, m.a. ráðherrum. Hvert er hlutverk stjórnarandstæðinga? Einhverjir virðast standa í þeirri trú að þingmenn sem hafa ekki aðkomu að ríkisstjórn, og eru í stjórnarandstöðu, hafi litlu hlutverki að gegna á Alþingi. Þeir eigi einna helst að láta lítið fyrir sér fara og þvælast ekki fyrir þingmálum meirihlutans. Þegar kjósendur velja sér flokka í alþingiskosningum, og þar með fulltrúa á Alþingi, geta þeir ekki vitað hvort atkvæðið þeirra endar hjá stjórnarliðum eða stjórnarandstæðingum (eða jafnvel flokkum utan þings). Alþingismenn eru samkvæmt stjórnarskrá aðeins bundnir við eigin sannfæringu, en þeir þurfa sannarlega að standa skil á gjörðum sínum þegar kosið er á ný. Vert er að hafa í huga að í síðustu kosningum hlaut: - Samfylkingin sem fer fyrir ríkisstjórninni 20,8% stuðning - Sjálfstæðisflokkur19,4% stuðning - Flokkarnir þrír sem mynda ríkisstjórn 50,4% stuðning 49,6% þjóðarinnar kaus ekki ríkisstjórnarflokkana Með öðrum orðum kaus 49,6% þjóðarinnar annað en stjórnarflokkana til gæta hagsmuna og sjónarmiða sinna á Alþingi. Mikilvægt er að þingmenn ræki framangreint hlutverk sitt, hvort sem er í stjórn eða stjórnarandstöðu. Til þess hafa þeir verið kjörnir – þannig virkar lýðræðið. Við höfum dæmi frá svokölluðum lýðræðisríkjum um allan heim þar sem stjórnarandstaðan „þvælist ekki fyrir“. Við berum okkur alla jafna ekki saman við þau ríki og lítum ekki til þeirra um okkar hagi. Nærtækasta dæmið er e.t.v. nýleg þróun í Ungverjalandi þar sem stjórnarandstaðan hefur kerfisbundið verið veikt af valdhöfum. Alþingi er ekki lagasetningarverksmiðja Alþingi er vettvangur frjálsrar umræðu þar sem kjörnir fulltrúar gæta hagsmuna kjósenda sinna, vonandi af ástríðu og heilindum. Alþingi er ekki lagasetningarverksmiðja þar sem afköstin eru mæld í hraða og fjölda, og þingmenn eru ekki stimpilpúðar. Umræðan getur vissulega verið óþægileg og tímafrek fyrir valdhafa, en hún er nauðsynleg í lýðræðissamfélagi. Og það er sannarlega ástæða til að setja spurningamerki við ásetning valdhafa sem afskrifa hlutverk stjórnarandstöðu. Ég hlakka til þingstarfanna og bendi lesendum enn á ný að hafa samband við mig með ábendingar á dilja.mist@althingi.is. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í dag kemur Alþingi saman þegar 157. löggjafarþing verður sett. Verkefnin verða víst ærin fyrir okkur þingmenn, svo mikið er víst af lestri fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar sem boðar m.a. miklar skattahækkanir. Á Alþingi sitja 63 kjörnir fulltrúar almennings sem fara með löggjafarvaldið ásamt forseta Íslands. Alþingi fer einnig með fjárveitingavaldið og ríkisstjórnin, ráðherrarnir, sitja í skjóli meirihluta Alþingis. Auk þess gegna alþingismenn mikilvægu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdarvaldinu, m.a. ráðherrum. Hvert er hlutverk stjórnarandstæðinga? Einhverjir virðast standa í þeirri trú að þingmenn sem hafa ekki aðkomu að ríkisstjórn, og eru í stjórnarandstöðu, hafi litlu hlutverki að gegna á Alþingi. Þeir eigi einna helst að láta lítið fyrir sér fara og þvælast ekki fyrir þingmálum meirihlutans. Þegar kjósendur velja sér flokka í alþingiskosningum, og þar með fulltrúa á Alþingi, geta þeir ekki vitað hvort atkvæðið þeirra endar hjá stjórnarliðum eða stjórnarandstæðingum (eða jafnvel flokkum utan þings). Alþingismenn eru samkvæmt stjórnarskrá aðeins bundnir við eigin sannfæringu, en þeir þurfa sannarlega að standa skil á gjörðum sínum þegar kosið er á ný. Vert er að hafa í huga að í síðustu kosningum hlaut: - Samfylkingin sem fer fyrir ríkisstjórninni 20,8% stuðning - Sjálfstæðisflokkur19,4% stuðning - Flokkarnir þrír sem mynda ríkisstjórn 50,4% stuðning 49,6% þjóðarinnar kaus ekki ríkisstjórnarflokkana Með öðrum orðum kaus 49,6% þjóðarinnar annað en stjórnarflokkana til gæta hagsmuna og sjónarmiða sinna á Alþingi. Mikilvægt er að þingmenn ræki framangreint hlutverk sitt, hvort sem er í stjórn eða stjórnarandstöðu. Til þess hafa þeir verið kjörnir – þannig virkar lýðræðið. Við höfum dæmi frá svokölluðum lýðræðisríkjum um allan heim þar sem stjórnarandstaðan „þvælist ekki fyrir“. Við berum okkur alla jafna ekki saman við þau ríki og lítum ekki til þeirra um okkar hagi. Nærtækasta dæmið er e.t.v. nýleg þróun í Ungverjalandi þar sem stjórnarandstaðan hefur kerfisbundið verið veikt af valdhöfum. Alþingi er ekki lagasetningarverksmiðja Alþingi er vettvangur frjálsrar umræðu þar sem kjörnir fulltrúar gæta hagsmuna kjósenda sinna, vonandi af ástríðu og heilindum. Alþingi er ekki lagasetningarverksmiðja þar sem afköstin eru mæld í hraða og fjölda, og þingmenn eru ekki stimpilpúðar. Umræðan getur vissulega verið óþægileg og tímafrek fyrir valdhafa, en hún er nauðsynleg í lýðræðissamfélagi. Og það er sannarlega ástæða til að setja spurningamerki við ásetning valdhafa sem afskrifa hlutverk stjórnarandstöðu. Ég hlakka til þingstarfanna og bendi lesendum enn á ný að hafa samband við mig með ábendingar á dilja.mist@althingi.is. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar