Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Kristján Már Unnarsson skrifar 8. september 2025 22:24 Inga Dóra Guðmundsdóttir er fyrrverandi formaður Siumut-flokksins í Nuuk. Egill Aðalsteinsson Lykkjumálinu svokallaða er ekki lokið með afsökunarbeiðni forsætisráðherra Danmerkur til grænlenskra kvenna. Hin íslensk-grænlenska Inga Dóra Guðmundsdóttir segir eitthvað rotið innan danska ríkisins og það eigi enn eftir að gera upp fordóma sína í garð Grænlendinga. Í fréttum Sýnar var höfuðstaðurinn Nuuk heimsóttur. Styttan af dansk-norska prestinum Hans Egede gnæfir yfir elsta hluta bæjarins við Nýlenduhöfn. Að mati sumra Grænlendinga er styttan tákn kúgunar og særinda. Þar hittum við stjórnmálamanninn fyrrverandi Ingu Dóru Guðmundsdóttur, sem á íslenskan föður og grænlenska móður. Hún segir sögu lykkjumálsins hafa tekið verulega á grænlensku þjóðina. Inga Dóra ræðir við fréttamann Sýnar í Nýlenduhöfn í Nuuk. Hús Hans Egede til hægri er elsta hús bæjarins, byggt árið 1728.Egill Aðalsteinsson „Hún hefur snert hana algerlega inn í hjarta hjá öllum sem skilja hversu rosalega stórt þetta mál er. Það er eiginlega áfallasaga,“ segir Inga Dóra, sem lét af beinni stjórnmálaþátttöku fyrir tveimur árum þegar hún tók við stjórnunarstöðu í viðskiptalífinu. Hún var í forystu Siumut-flokksins fyrir þremur árum þegar upplýst var að dönsk stjórnvöld höfðu fyrirskipað á sjöunda áratug síðustu aldar að lykkjunni yrði komið fyrir í 4.500 stúlkum á Grænlandi, allt niður í tólf ára aldur, og jafnvel án þeirra vitneskju. Lykkjunni var komið fyrir í fjögur þúsund og fimm hundruð grænlenskum stúlkum á sjöunda áratug síðustu aldar að fyrirskipan danskra stjórnvalda - í sumum tilvikum án vitneskju eða samþykkis stúlknanna og foreldra þeirra.Egill Aðalsteinsson „Það kemur náttúrlega sem algert áfall. En svo tekur við reiðin. En þessar konur, sem verið er að fjalla um, eru konur sem eru enn á lífi og margar af þeim haft miklar afleiðingar, andlega sem líkamlega, hafa ekki getað fengið börn,“ segir Inga Dóra. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, bað grænlensku konurnar afsökunar í síðasta mánuði. Inga Dóra segir Grænlendinga núna bíða eftir því að dönsk stjórnvöld birti rannsóknarskýrslu um málið en henni átti að ljúka fyrir 1. september í ár. „Það vantar þetta uppgjör. Það vantar að fá skýringar á þessu, hvernig þetta fór fram,“ segir Inga Dóra. Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.Egill Aðalsteinsson Inn í umræðuna blandast nýlegar fréttir af því að börn hafi oftar verið tekin af grænlenskum foreldrum í Danmörku vegna ólíkrar menningar. „Þetta finnst manni vera svo kerfisbundið einhvern veginn á einhvern hátt að þetta staðfestir eiginlega bara það sem við Grænlendingar höfum lengi verið að benda á að það er eitthvað „rotten in the state of Denmark“ eins og maður segir,“ og vitnar í leikrit Shakespeares um danska prinsinn Hamlet. Hún segir danska kerfið þurfa að gera upp það sem kalla megi fordóma. „Í garð Inúíta, okkar Grænlendinga, sem fyrrverandi nýlendu. Og kerfið er ekki búið að gera þetta uppgjör við sjálft sig, að þeir ætli að líta á okkur sem jafningja,“ segir Inga Dóra í frétt Sýnar, sem sjá má hér: Grænland Danmörk Heilbrigðismál Kvenheilsa Jafnréttismál Lykkjumálið á Grænlandi Tengdar fréttir Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur fyrir hönd danska ríkisins beðið grænlenskar konur, sem fengu lykkjur settar upp í sig á síðustu öld, opinberlega afsökunar. 27. ágúst 2025 11:37 Grænlenskar konur sem voru settar á getnaðarvarnir gegn þeirra vilja krefjast bóta Hópur grænlenskra kvenna hefur nú farið í mál við danska ríkið vegna herferðar sem ráðist var í á sjöunda áratugi síðustu aldar sem snérist um að setja getnaðarvarnir í grænlenskar konur til að draga úr fæðingartíðni á Grænlandi. 3. október 2023 07:32 Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Í fréttum Sýnar var höfuðstaðurinn Nuuk heimsóttur. Styttan af dansk-norska prestinum Hans Egede gnæfir yfir elsta hluta bæjarins við Nýlenduhöfn. Að mati sumra Grænlendinga er styttan tákn kúgunar og særinda. Þar hittum við stjórnmálamanninn fyrrverandi Ingu Dóru Guðmundsdóttur, sem á íslenskan föður og grænlenska móður. Hún segir sögu lykkjumálsins hafa tekið verulega á grænlensku þjóðina. Inga Dóra ræðir við fréttamann Sýnar í Nýlenduhöfn í Nuuk. Hús Hans Egede til hægri er elsta hús bæjarins, byggt árið 1728.Egill Aðalsteinsson „Hún hefur snert hana algerlega inn í hjarta hjá öllum sem skilja hversu rosalega stórt þetta mál er. Það er eiginlega áfallasaga,“ segir Inga Dóra, sem lét af beinni stjórnmálaþátttöku fyrir tveimur árum þegar hún tók við stjórnunarstöðu í viðskiptalífinu. Hún var í forystu Siumut-flokksins fyrir þremur árum þegar upplýst var að dönsk stjórnvöld höfðu fyrirskipað á sjöunda áratug síðustu aldar að lykkjunni yrði komið fyrir í 4.500 stúlkum á Grænlandi, allt niður í tólf ára aldur, og jafnvel án þeirra vitneskju. Lykkjunni var komið fyrir í fjögur þúsund og fimm hundruð grænlenskum stúlkum á sjöunda áratug síðustu aldar að fyrirskipan danskra stjórnvalda - í sumum tilvikum án vitneskju eða samþykkis stúlknanna og foreldra þeirra.Egill Aðalsteinsson „Það kemur náttúrlega sem algert áfall. En svo tekur við reiðin. En þessar konur, sem verið er að fjalla um, eru konur sem eru enn á lífi og margar af þeim haft miklar afleiðingar, andlega sem líkamlega, hafa ekki getað fengið börn,“ segir Inga Dóra. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, bað grænlensku konurnar afsökunar í síðasta mánuði. Inga Dóra segir Grænlendinga núna bíða eftir því að dönsk stjórnvöld birti rannsóknarskýrslu um málið en henni átti að ljúka fyrir 1. september í ár. „Það vantar þetta uppgjör. Það vantar að fá skýringar á þessu, hvernig þetta fór fram,“ segir Inga Dóra. Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.Egill Aðalsteinsson Inn í umræðuna blandast nýlegar fréttir af því að börn hafi oftar verið tekin af grænlenskum foreldrum í Danmörku vegna ólíkrar menningar. „Þetta finnst manni vera svo kerfisbundið einhvern veginn á einhvern hátt að þetta staðfestir eiginlega bara það sem við Grænlendingar höfum lengi verið að benda á að það er eitthvað „rotten in the state of Denmark“ eins og maður segir,“ og vitnar í leikrit Shakespeares um danska prinsinn Hamlet. Hún segir danska kerfið þurfa að gera upp það sem kalla megi fordóma. „Í garð Inúíta, okkar Grænlendinga, sem fyrrverandi nýlendu. Og kerfið er ekki búið að gera þetta uppgjör við sjálft sig, að þeir ætli að líta á okkur sem jafningja,“ segir Inga Dóra í frétt Sýnar, sem sjá má hér:
Grænland Danmörk Heilbrigðismál Kvenheilsa Jafnréttismál Lykkjumálið á Grænlandi Tengdar fréttir Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur fyrir hönd danska ríkisins beðið grænlenskar konur, sem fengu lykkjur settar upp í sig á síðustu öld, opinberlega afsökunar. 27. ágúst 2025 11:37 Grænlenskar konur sem voru settar á getnaðarvarnir gegn þeirra vilja krefjast bóta Hópur grænlenskra kvenna hefur nú farið í mál við danska ríkið vegna herferðar sem ráðist var í á sjöunda áratugi síðustu aldar sem snérist um að setja getnaðarvarnir í grænlenskar konur til að draga úr fæðingartíðni á Grænlandi. 3. október 2023 07:32 Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur fyrir hönd danska ríkisins beðið grænlenskar konur, sem fengu lykkjur settar upp í sig á síðustu öld, opinberlega afsökunar. 27. ágúst 2025 11:37
Grænlenskar konur sem voru settar á getnaðarvarnir gegn þeirra vilja krefjast bóta Hópur grænlenskra kvenna hefur nú farið í mál við danska ríkið vegna herferðar sem ráðist var í á sjöunda áratugi síðustu aldar sem snérist um að setja getnaðarvarnir í grænlenskar konur til að draga úr fæðingartíðni á Grænlandi. 3. október 2023 07:32
Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. 2. júní 2022 22:00