Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Árni Sæberg skrifar 8. september 2025 15:15 Logi Einarsson, menningarráðherra. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi geti orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillöguna kæmi hún til framkvæmda á næsta ári. Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að kveðið sé á um hámark skrásetningargjalda í lögum um opinbera háskóla. Gjaldinu sé ætlað að standa straum af útgjöldum háskóla vegna nemendaskráningar og þjónustu við nemendur, að frátöldum kennslukostnaði og rannsóknum. Hámarki skrásetningargjalda hafi síðast verið breytt haustið 2013 og þá verið hækkað úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Hámarkið hafi því ekki sætt neinum breytingum í tólf ár, en ef gjaldið hefði þróast í takt við verðlag frá þeim tíma ætti hámark skrásetningargjaldsins að vera um 118 þúsund krónur. Lengi kallað eftir breytingum Rektorar opinberra háskóla hafi lengi kallað eftir því að hámarkið verði hækkað. Það hafi þeir síðast gert með erindi til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins í maí síðastliðnum, þar sem fram hafi komið að skrásetningargjaldið í Háskóla Íslands hefði þurft að vera um 180 þúsund krónur til að nægja fyrir útgjöldum sem gjaldinu er ætlað að standa undir. Til að hlífa nemendum við svo skarpri hækkun sé lagt til, í hinum svokallaða bandormi sem kynntur var samhliða fjárlögum í dag, að hámark skrásetningargjalda hækki um 25 þúsund krónur, fari úr 75 þúsund krónum í 100 þúsund krónur. Áætlaðar viðbótartekjur opinberra háskóla af þeirri hækkun ef þeir fullnýta allir gjaldtökuheimildina séu metnar allt að 617 milljónir króna. Opinberu háskólarnir séu fjórir: Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Hólum. Þá hafi Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst fellt niður skólagjöld og innheimti aðeins skrásetningargjöld. „Með þessari tillögu minni tel ég vera farið bil beggja. Það er langtímaverkefni okkar að bæta rekstrargrunn háskólanna og hér er að hluta komið til móts við kröfu þeirra, á sama tíma og við gætum meðalhófs fyrir námsmenn. Í framhaldinu tel ég rétt að við komum þessum málum í farsælla horf þannig að gjaldtakan uppfylli markmið sitt og þróist með eðlilegri hætti,“ er haft eftir Loga Einarssyni ráðherra. Gjöldin úrskurðuð ólögmæt Í tilkynningu segir að rétt sé að geta þess að rekið hafi verið prófmál fyrir Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema þar sem reynt hafi á lögmæti gjaldtöku skrásetningargjalds í Háskóla Íslands. Í úrskurði sem áfrýjunarnefndin kvað upp 5. október 2023 hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að innheimta skrásetningargjalda við Háskóla Íslands væri ólögmæt, af því að skólanum hafði ekki tekist að sýna með skýrum hætti hvernig skrásetningargjaldinu væri varið. Háskóli Íslands hafi óskað eftir endurupptöku á úrskurðinum og háskólinn hafi lagt fram ítarlegri gögn til stuðnings kröfu sinni um staðfestingu á lögmæti skrásetningargjaldsins. Málið hafi verið til meðferðar hjá áfrýjunarnefndinni um alllanga hríð en vonir standi til að hún kveði upp úrskurð sinn á næstu vikum. Háskólar Rekstur hins opinbera Fjárlagafrumvarp 2026 Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Alþingi Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að kveðið sé á um hámark skrásetningargjalda í lögum um opinbera háskóla. Gjaldinu sé ætlað að standa straum af útgjöldum háskóla vegna nemendaskráningar og þjónustu við nemendur, að frátöldum kennslukostnaði og rannsóknum. Hámarki skrásetningargjalda hafi síðast verið breytt haustið 2013 og þá verið hækkað úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Hámarkið hafi því ekki sætt neinum breytingum í tólf ár, en ef gjaldið hefði þróast í takt við verðlag frá þeim tíma ætti hámark skrásetningargjaldsins að vera um 118 þúsund krónur. Lengi kallað eftir breytingum Rektorar opinberra háskóla hafi lengi kallað eftir því að hámarkið verði hækkað. Það hafi þeir síðast gert með erindi til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins í maí síðastliðnum, þar sem fram hafi komið að skrásetningargjaldið í Háskóla Íslands hefði þurft að vera um 180 þúsund krónur til að nægja fyrir útgjöldum sem gjaldinu er ætlað að standa undir. Til að hlífa nemendum við svo skarpri hækkun sé lagt til, í hinum svokallaða bandormi sem kynntur var samhliða fjárlögum í dag, að hámark skrásetningargjalda hækki um 25 þúsund krónur, fari úr 75 þúsund krónum í 100 þúsund krónur. Áætlaðar viðbótartekjur opinberra háskóla af þeirri hækkun ef þeir fullnýta allir gjaldtökuheimildina séu metnar allt að 617 milljónir króna. Opinberu háskólarnir séu fjórir: Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Hólum. Þá hafi Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst fellt niður skólagjöld og innheimti aðeins skrásetningargjöld. „Með þessari tillögu minni tel ég vera farið bil beggja. Það er langtímaverkefni okkar að bæta rekstrargrunn háskólanna og hér er að hluta komið til móts við kröfu þeirra, á sama tíma og við gætum meðalhófs fyrir námsmenn. Í framhaldinu tel ég rétt að við komum þessum málum í farsælla horf þannig að gjaldtakan uppfylli markmið sitt og þróist með eðlilegri hætti,“ er haft eftir Loga Einarssyni ráðherra. Gjöldin úrskurðuð ólögmæt Í tilkynningu segir að rétt sé að geta þess að rekið hafi verið prófmál fyrir Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema þar sem reynt hafi á lögmæti gjaldtöku skrásetningargjalds í Háskóla Íslands. Í úrskurði sem áfrýjunarnefndin kvað upp 5. október 2023 hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að innheimta skrásetningargjalda við Háskóla Íslands væri ólögmæt, af því að skólanum hafði ekki tekist að sýna með skýrum hætti hvernig skrásetningargjaldinu væri varið. Háskóli Íslands hafi óskað eftir endurupptöku á úrskurðinum og háskólinn hafi lagt fram ítarlegri gögn til stuðnings kröfu sinni um staðfestingu á lögmæti skrásetningargjaldsins. Málið hafi verið til meðferðar hjá áfrýjunarnefndinni um alllanga hríð en vonir standi til að hún kveði upp úrskurð sinn á næstu vikum.
Háskólar Rekstur hins opinbera Fjárlagafrumvarp 2026 Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Alþingi Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira