Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Árni Sæberg skrifar 8. september 2025 15:15 Logi Einarsson, menningarráðherra. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi geti orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillöguna kæmi hún til framkvæmda á næsta ári. Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að kveðið sé á um hámark skrásetningargjalda í lögum um opinbera háskóla. Gjaldinu sé ætlað að standa straum af útgjöldum háskóla vegna nemendaskráningar og þjónustu við nemendur, að frátöldum kennslukostnaði og rannsóknum. Hámarki skrásetningargjalda hafi síðast verið breytt haustið 2013 og þá verið hækkað úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Hámarkið hafi því ekki sætt neinum breytingum í tólf ár, en ef gjaldið hefði þróast í takt við verðlag frá þeim tíma ætti hámark skrásetningargjaldsins að vera um 118 þúsund krónur. Lengi kallað eftir breytingum Rektorar opinberra háskóla hafi lengi kallað eftir því að hámarkið verði hækkað. Það hafi þeir síðast gert með erindi til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins í maí síðastliðnum, þar sem fram hafi komið að skrásetningargjaldið í Háskóla Íslands hefði þurft að vera um 180 þúsund krónur til að nægja fyrir útgjöldum sem gjaldinu er ætlað að standa undir. Til að hlífa nemendum við svo skarpri hækkun sé lagt til, í hinum svokallaða bandormi sem kynntur var samhliða fjárlögum í dag, að hámark skrásetningargjalda hækki um 25 þúsund krónur, fari úr 75 þúsund krónum í 100 þúsund krónur. Áætlaðar viðbótartekjur opinberra háskóla af þeirri hækkun ef þeir fullnýta allir gjaldtökuheimildina séu metnar allt að 617 milljónir króna. Opinberu háskólarnir séu fjórir: Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Hólum. Þá hafi Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst fellt niður skólagjöld og innheimti aðeins skrásetningargjöld. „Með þessari tillögu minni tel ég vera farið bil beggja. Það er langtímaverkefni okkar að bæta rekstrargrunn háskólanna og hér er að hluta komið til móts við kröfu þeirra, á sama tíma og við gætum meðalhófs fyrir námsmenn. Í framhaldinu tel ég rétt að við komum þessum málum í farsælla horf þannig að gjaldtakan uppfylli markmið sitt og þróist með eðlilegri hætti,“ er haft eftir Loga Einarssyni ráðherra. Gjöldin úrskurðuð ólögmæt Í tilkynningu segir að rétt sé að geta þess að rekið hafi verið prófmál fyrir Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema þar sem reynt hafi á lögmæti gjaldtöku skrásetningargjalds í Háskóla Íslands. Í úrskurði sem áfrýjunarnefndin kvað upp 5. október 2023 hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að innheimta skrásetningargjalda við Háskóla Íslands væri ólögmæt, af því að skólanum hafði ekki tekist að sýna með skýrum hætti hvernig skrásetningargjaldinu væri varið. Háskóli Íslands hafi óskað eftir endurupptöku á úrskurðinum og háskólinn hafi lagt fram ítarlegri gögn til stuðnings kröfu sinni um staðfestingu á lögmæti skrásetningargjaldsins. Málið hafi verið til meðferðar hjá áfrýjunarnefndinni um alllanga hríð en vonir standi til að hún kveði upp úrskurð sinn á næstu vikum. Háskólar Rekstur hins opinbera Fjárlagafrumvarp 2026 Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Alþingi Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að kveðið sé á um hámark skrásetningargjalda í lögum um opinbera háskóla. Gjaldinu sé ætlað að standa straum af útgjöldum háskóla vegna nemendaskráningar og þjónustu við nemendur, að frátöldum kennslukostnaði og rannsóknum. Hámarki skrásetningargjalda hafi síðast verið breytt haustið 2013 og þá verið hækkað úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur. Hámarkið hafi því ekki sætt neinum breytingum í tólf ár, en ef gjaldið hefði þróast í takt við verðlag frá þeim tíma ætti hámark skrásetningargjaldsins að vera um 118 þúsund krónur. Lengi kallað eftir breytingum Rektorar opinberra háskóla hafi lengi kallað eftir því að hámarkið verði hækkað. Það hafi þeir síðast gert með erindi til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins í maí síðastliðnum, þar sem fram hafi komið að skrásetningargjaldið í Háskóla Íslands hefði þurft að vera um 180 þúsund krónur til að nægja fyrir útgjöldum sem gjaldinu er ætlað að standa undir. Til að hlífa nemendum við svo skarpri hækkun sé lagt til, í hinum svokallaða bandormi sem kynntur var samhliða fjárlögum í dag, að hámark skrásetningargjalda hækki um 25 þúsund krónur, fari úr 75 þúsund krónum í 100 þúsund krónur. Áætlaðar viðbótartekjur opinberra háskóla af þeirri hækkun ef þeir fullnýta allir gjaldtökuheimildina séu metnar allt að 617 milljónir króna. Opinberu háskólarnir séu fjórir: Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Hólum. Þá hafi Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst fellt niður skólagjöld og innheimti aðeins skrásetningargjöld. „Með þessari tillögu minni tel ég vera farið bil beggja. Það er langtímaverkefni okkar að bæta rekstrargrunn háskólanna og hér er að hluta komið til móts við kröfu þeirra, á sama tíma og við gætum meðalhófs fyrir námsmenn. Í framhaldinu tel ég rétt að við komum þessum málum í farsælla horf þannig að gjaldtakan uppfylli markmið sitt og þróist með eðlilegri hætti,“ er haft eftir Loga Einarssyni ráðherra. Gjöldin úrskurðuð ólögmæt Í tilkynningu segir að rétt sé að geta þess að rekið hafi verið prófmál fyrir Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema þar sem reynt hafi á lögmæti gjaldtöku skrásetningargjalds í Háskóla Íslands. Í úrskurði sem áfrýjunarnefndin kvað upp 5. október 2023 hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að innheimta skrásetningargjalda við Háskóla Íslands væri ólögmæt, af því að skólanum hafði ekki tekist að sýna með skýrum hætti hvernig skrásetningargjaldinu væri varið. Háskóli Íslands hafi óskað eftir endurupptöku á úrskurðinum og háskólinn hafi lagt fram ítarlegri gögn til stuðnings kröfu sinni um staðfestingu á lögmæti skrásetningargjaldsins. Málið hafi verið til meðferðar hjá áfrýjunarnefndinni um alllanga hríð en vonir standi til að hún kveði upp úrskurð sinn á næstu vikum.
Háskólar Rekstur hins opinbera Fjárlagafrumvarp 2026 Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Alþingi Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira