Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Árni Sæberg skrifar 4. september 2025 10:54 Öll spjót hafa staðið á Snorra Mássyni síðan á mánudag. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra höfðu eftirlit með heimili Snorra Mássonar alþingismanns í nótt, í kjölfar þess að heimilisfang hans var birt á samfélagsmiðlum. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um síðustu daga hefur Snorri sætt harði gagnrýni síðan hann mætti Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum '78, í Kastljósi á Rúv á mánudag, þar sem umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks. Heimildir Vísis herma að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra hafi viðhaft sérstakt eftirlit með heimili Snorra í nótt í tengslum við umræðuna sem spunnist hefur um hann. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Snorri segist í samtali við Vísi ekki ætla að tjá sig um málið. „Frábært, hópferð!!“ Notandi samfélagsmiðilsins Tiktok birti myndskeið á þriðjudag þar sem kallað var eftir upplýsingum um heimilisfang Snorra, þar sem hann býr með eiginkonu og þremur börnum. „Smá pæling eftir Kastljós gærkvöldins, hvar býr Snorri Másson? Veit það einhver? Ég er bara að pæla, mig langar bara að tala við hann, ég er bara að pæla,“ sagði viðkomandi. Aðrir notendur svöruðu og sögðust myndu koma með í „smá heimsókn“ ef einhver gæti upplýst um heimilisfangið. Þegar heimilisfangið var birt sagði notandinn sem birti myndskeiðið „Frábært, hópferð!!“ Ekki liggur fyrir hvort eftirlit lögreglu hafi verið að hennar frumkvæði eða hvort óskað hafi verið eftir því. Þá liggur ekki heldur fyrir hvort nokkur hafi hlýtt ákalli um hópferð. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Ríkislögreglustjóra tjáir embættið sig ekki um öryggisráðstafanir einstaklinga. Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um síðustu daga hefur Snorri sætt harði gagnrýni síðan hann mætti Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, verkefnastýru hjá Samtökunum '78, í Kastljósi á Rúv á mánudag, þar sem umræðuefnið var bakslag í málefnum hinsegin fólks. Heimildir Vísis herma að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra hafi viðhaft sérstakt eftirlit með heimili Snorra í nótt í tengslum við umræðuna sem spunnist hefur um hann. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Snorri segist í samtali við Vísi ekki ætla að tjá sig um málið. „Frábært, hópferð!!“ Notandi samfélagsmiðilsins Tiktok birti myndskeið á þriðjudag þar sem kallað var eftir upplýsingum um heimilisfang Snorra, þar sem hann býr með eiginkonu og þremur börnum. „Smá pæling eftir Kastljós gærkvöldins, hvar býr Snorri Másson? Veit það einhver? Ég er bara að pæla, mig langar bara að tala við hann, ég er bara að pæla,“ sagði viðkomandi. Aðrir notendur svöruðu og sögðust myndu koma með í „smá heimsókn“ ef einhver gæti upplýst um heimilisfangið. Þegar heimilisfangið var birt sagði notandinn sem birti myndskeiðið „Frábært, hópferð!!“ Ekki liggur fyrir hvort eftirlit lögreglu hafi verið að hennar frumkvæði eða hvort óskað hafi verið eftir því. Þá liggur ekki heldur fyrir hvort nokkur hafi hlýtt ákalli um hópferð. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Ríkislögreglustjóra tjáir embættið sig ekki um öryggisráðstafanir einstaklinga.
Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira