Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar 2. september 2025 12:02 Hvernig sér tvívíddarvera kúlu? Við getum ímyndað okkur að kúlan líði í gegnum tvívíddina, svo tvívíddarveran sér fyrst punk, sem verður svo að litlum hring, og svo stærri, fer svo minnkandi og endar með punkti. Tvívíddarveran ályktar því sem svo að fyrirbærið sé stundum punktur og stundum misstór hringur. Hún er mjög nákvæm, rökföst og vísindaleg í athugunum sínum og færir fyrir því góð rök – miðað við sínar forsendur. Svona eins og Snorri Másson í Kastljósinu á dögunum. Árið 1949 sagði Simone de Beauvoir „Manneskja fæðist ekki kona, heldur verður hún kona“. Þessi fullyrðing gengur út frá því að við erum fyrst og fremst vitund – jú í líkama, en þessi líkami skilgreinir okkur ekki nema að hluta til. Þar með þarf ég ekki að fara út í líffræðilegar röksemdir um mun fjölbreyttari veruleika sem er til staðar í líffræðilegum skilgreiningum á kyni, sem mætti einnig nota ef sú væri raunin. Skilgreining mín á sjálfum mér er síbreytilegt fyrirbæri frá degi til dags, stundum út frá hlutverkum mínum, eiginleikum, sem geta verið „karllægir“ eða „kvenlægir“ eða eitthvað þar á milli og stundum út frá líkama mínum, en þetta tvennt þarf þó ekki að fara saman. Ég er dálítið hugsi yfir þráhyggju Snorra og félaga í að taka fyrir örsmáa hópa í íslensku samfélagi, sem færa má góð rök fyrir að eigi undir högg að sækja: Transfólk og múslimar. Nálgun hans við þau síðarnefndu er efni í aðra grein. Er þetta liður í pólitískri fléttu eða einlæg óttablandin skoðun? Ég er ekki viss. En í öllu falli; með Snorra höfum við eignast okkar Don Kíkóta í íslenskri pólitík – með Sigmund Davíð sem hans Sansho Pansa í baráttu við þau vindmylluvandamál sem sturtuklefar kvenna og gildi múslima eru í íslensku samfélagi. Hann upplifir sig sem krossfara gegn skoðanakúgun – jú, það má alveg samþykkja að stöku rödd hafi farið yfir strikið, en yfirleitt raddir sem hafa minna vægi en hans eigin. Það að fólk tjái andstæðar skoðanir er ekki skoðanakúgun. Og hann á vissulega nokkurn hljómgrunn hjá hópi fólki sem er hluti af óttabylgju um allan heim. Fólki sem finnst það hafa verið skilið eftir, efnahagslega og menningarlega, og fálmar eftir gildum gamalla tíma, drukknandi í framþróun sem enginn skilur almennilega. Ég kann enga patentlausn á þessu, en veit fyrir víst að lausnin á minni þjáningu er ekki sú að valda minnihlutahópum í samfélaginu aukinni þjáningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Múltikúlti íslensku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Hvernig sér tvívíddarvera kúlu? Við getum ímyndað okkur að kúlan líði í gegnum tvívíddina, svo tvívíddarveran sér fyrst punk, sem verður svo að litlum hring, og svo stærri, fer svo minnkandi og endar með punkti. Tvívíddarveran ályktar því sem svo að fyrirbærið sé stundum punktur og stundum misstór hringur. Hún er mjög nákvæm, rökföst og vísindaleg í athugunum sínum og færir fyrir því góð rök – miðað við sínar forsendur. Svona eins og Snorri Másson í Kastljósinu á dögunum. Árið 1949 sagði Simone de Beauvoir „Manneskja fæðist ekki kona, heldur verður hún kona“. Þessi fullyrðing gengur út frá því að við erum fyrst og fremst vitund – jú í líkama, en þessi líkami skilgreinir okkur ekki nema að hluta til. Þar með þarf ég ekki að fara út í líffræðilegar röksemdir um mun fjölbreyttari veruleika sem er til staðar í líffræðilegum skilgreiningum á kyni, sem mætti einnig nota ef sú væri raunin. Skilgreining mín á sjálfum mér er síbreytilegt fyrirbæri frá degi til dags, stundum út frá hlutverkum mínum, eiginleikum, sem geta verið „karllægir“ eða „kvenlægir“ eða eitthvað þar á milli og stundum út frá líkama mínum, en þetta tvennt þarf þó ekki að fara saman. Ég er dálítið hugsi yfir þráhyggju Snorra og félaga í að taka fyrir örsmáa hópa í íslensku samfélagi, sem færa má góð rök fyrir að eigi undir högg að sækja: Transfólk og múslimar. Nálgun hans við þau síðarnefndu er efni í aðra grein. Er þetta liður í pólitískri fléttu eða einlæg óttablandin skoðun? Ég er ekki viss. En í öllu falli; með Snorra höfum við eignast okkar Don Kíkóta í íslenskri pólitík – með Sigmund Davíð sem hans Sansho Pansa í baráttu við þau vindmylluvandamál sem sturtuklefar kvenna og gildi múslima eru í íslensku samfélagi. Hann upplifir sig sem krossfara gegn skoðanakúgun – jú, það má alveg samþykkja að stöku rödd hafi farið yfir strikið, en yfirleitt raddir sem hafa minna vægi en hans eigin. Það að fólk tjái andstæðar skoðanir er ekki skoðanakúgun. Og hann á vissulega nokkurn hljómgrunn hjá hópi fólki sem er hluti af óttabylgju um allan heim. Fólki sem finnst það hafa verið skilið eftir, efnahagslega og menningarlega, og fálmar eftir gildum gamalla tíma, drukknandi í framþróun sem enginn skilur almennilega. Ég kann enga patentlausn á þessu, en veit fyrir víst að lausnin á minni þjáningu er ekki sú að valda minnihlutahópum í samfélaginu aukinni þjáningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Múltikúlti íslensku.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar