Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2025 15:48 Kári Jónsson átti erfitt með svefn eins og flestir í íslenska liðinu. Mikill samgangur var á milli herbergja til að menn væru ekki einir með erfiðum hugsunum eftir ruglið sem gekk á í gærkvöld. Vísir/Hulda Margrét Kári Jónsson átti erfitt með svefn líkt og flestir í íslenska landsliðinu eftir gríðarsvekkjandi tap fyrir Póllandi á EM karla í körfubolta í gær. Menn vildu síst vera einir með eigin hugsunum. „Maður var svolítið lengi niður. Það var erfitt að ná ró. Við sátum inni á herbergjum aðeins að vera í félagsskap svo maður sé ekki með eigin pælingum í erfiðleikum. Maður loksins nær smá hvíld en maður þarf að ná meiri í dag svo,“ segir Kári og má gera ráð fyrir að drengirnir leggi sig eftir æfingu dagsins hér í Katowice í Póllandi. Klippa: Svefnleysi eftir sturlunina Dómarakonsert í fjórða leikhluta leiks gærkvöldsins eftir að Ísland hafði komist yfir á sér vart annan líka. Hjálparleysi greip um sig hjá drengjunum sem gátu ekki annað en fylgt vafasömum fyrirmælum dómarateymisins. „Nei. Þetta er sérstök tilfinning. Maður veit ekki hvernig maður á að bregðast við. Partur af manni leið vel með leikinn. Maður var stoltur og við spilum það vel og komum til baka til að setja okkur í þá stöðu sem við vorum í. En á sama tíma töpum við því og maður er leiður og fúll. Þetta er blanda af tilfinningum sem er erfitt að útskýra,“ segir Kári. Menn hafa nú sofið á þessu og reyna að huga að leik morgundagsins, við Slóveníu. „Það er alveg eðlilegt að það svíði en ég held samt að við séum þéttir og góðir. Við förum á æfingu á eftir og þá verður fullur fókus á Slóveníu. Við fáum fleiri tækifæri til að gera betur og bæta upp fyrir þetta. Þetta mun ekki sitja í okkur þannig séð, það er áfram gakk,“ segir Kári. Í liði Slóveníu er Luka Doncic, leikmaður Los Angeles Lakers, og einn besti körfuboltamaður heims. Slóvenum hefur ekki gengið frábærlega á mótinu til þessa en Doncic sýnt mátt sinn og megin. Eðlilega hlakkar menn til að takast á við einn þann allra besta. „Það verður helvíti skemmtilegt. Það verður mjög gaman að fá að kljást við hann og finna leiðir til að hægja á þessu og gera þetta erfitt fyrir hann. Það verður virkilega skemmtilegt,“ segir Kári. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Doncic og félagar í brasi Slóvenar eru án sigurs á Evrópumótinu í körfubolta eftir 103-95 tap gegn Frökkum í dag. 30. ágúst 2025 17:33 „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ „Það er alltaf ömurlegt þegar leikir ráðast á einhverju svona bulli,“ sagði körfuboltaþjálfarinn Benedikt Guðmundsson þegar dómararnir fengu að finna fyrir því í umræðum eftir tap Íslands gegn Póllandi á EM í körfubolta í gær. 1. september 2025 08:00 „Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37 Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Dómararnir í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta tóku ekki í hendur leikmanna eftir hann. Þeir flúðu hreinlega strákana okkar eftir vægast sagt umdeilda dóma í lok leiks. 31. ágúst 2025 21:43 „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55 „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður Íslands frá upphafi, hvetur hvern einasta íþróttamann hér á landi til að nota frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í körfubolta sem innblástur til að leggja meira á sig. 31. ágúst 2025 22:04 Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Aðeins fimm ofurstjörnur úr NBA-deildinni eru með hærra framlag að meðaltali í leik á Evrópumótinu í körfubolta en Tryggvi Snær Hlinason. 1. september 2025 10:30 Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
„Maður var svolítið lengi niður. Það var erfitt að ná ró. Við sátum inni á herbergjum aðeins að vera í félagsskap svo maður sé ekki með eigin pælingum í erfiðleikum. Maður loksins nær smá hvíld en maður þarf að ná meiri í dag svo,“ segir Kári og má gera ráð fyrir að drengirnir leggi sig eftir æfingu dagsins hér í Katowice í Póllandi. Klippa: Svefnleysi eftir sturlunina Dómarakonsert í fjórða leikhluta leiks gærkvöldsins eftir að Ísland hafði komist yfir á sér vart annan líka. Hjálparleysi greip um sig hjá drengjunum sem gátu ekki annað en fylgt vafasömum fyrirmælum dómarateymisins. „Nei. Þetta er sérstök tilfinning. Maður veit ekki hvernig maður á að bregðast við. Partur af manni leið vel með leikinn. Maður var stoltur og við spilum það vel og komum til baka til að setja okkur í þá stöðu sem við vorum í. En á sama tíma töpum við því og maður er leiður og fúll. Þetta er blanda af tilfinningum sem er erfitt að útskýra,“ segir Kári. Menn hafa nú sofið á þessu og reyna að huga að leik morgundagsins, við Slóveníu. „Það er alveg eðlilegt að það svíði en ég held samt að við séum þéttir og góðir. Við förum á æfingu á eftir og þá verður fullur fókus á Slóveníu. Við fáum fleiri tækifæri til að gera betur og bæta upp fyrir þetta. Þetta mun ekki sitja í okkur þannig séð, það er áfram gakk,“ segir Kári. Í liði Slóveníu er Luka Doncic, leikmaður Los Angeles Lakers, og einn besti körfuboltamaður heims. Slóvenum hefur ekki gengið frábærlega á mótinu til þessa en Doncic sýnt mátt sinn og megin. Eðlilega hlakkar menn til að takast á við einn þann allra besta. „Það verður helvíti skemmtilegt. Það verður mjög gaman að fá að kljást við hann og finna leiðir til að hægja á þessu og gera þetta erfitt fyrir hann. Það verður virkilega skemmtilegt,“ segir Kári. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Doncic og félagar í brasi Slóvenar eru án sigurs á Evrópumótinu í körfubolta eftir 103-95 tap gegn Frökkum í dag. 30. ágúst 2025 17:33 „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ „Það er alltaf ömurlegt þegar leikir ráðast á einhverju svona bulli,“ sagði körfuboltaþjálfarinn Benedikt Guðmundsson þegar dómararnir fengu að finna fyrir því í umræðum eftir tap Íslands gegn Póllandi á EM í körfubolta í gær. 1. september 2025 08:00 „Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37 Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Dómararnir í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta tóku ekki í hendur leikmanna eftir hann. Þeir flúðu hreinlega strákana okkar eftir vægast sagt umdeilda dóma í lok leiks. 31. ágúst 2025 21:43 „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55 „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður Íslands frá upphafi, hvetur hvern einasta íþróttamann hér á landi til að nota frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í körfubolta sem innblástur til að leggja meira á sig. 31. ágúst 2025 22:04 Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Aðeins fimm ofurstjörnur úr NBA-deildinni eru með hærra framlag að meðaltali í leik á Evrópumótinu í körfubolta en Tryggvi Snær Hlinason. 1. september 2025 10:30 Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Doncic og félagar í brasi Slóvenar eru án sigurs á Evrópumótinu í körfubolta eftir 103-95 tap gegn Frökkum í dag. 30. ágúst 2025 17:33
„Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ „Það er alltaf ömurlegt þegar leikir ráðast á einhverju svona bulli,“ sagði körfuboltaþjálfarinn Benedikt Guðmundsson þegar dómararnir fengu að finna fyrir því í umræðum eftir tap Íslands gegn Póllandi á EM í körfubolta í gær. 1. september 2025 08:00
„Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37
Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Dómararnir í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta tóku ekki í hendur leikmanna eftir hann. Þeir flúðu hreinlega strákana okkar eftir vægast sagt umdeilda dóma í lok leiks. 31. ágúst 2025 21:43
„Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55
„Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður Íslands frá upphafi, hvetur hvern einasta íþróttamann hér á landi til að nota frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í körfubolta sem innblástur til að leggja meira á sig. 31. ágúst 2025 22:04
Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Aðeins fimm ofurstjörnur úr NBA-deildinni eru með hærra framlag að meðaltali í leik á Evrópumótinu í körfubolta en Tryggvi Snær Hlinason. 1. september 2025 10:30