Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2025 12:00 Tryggvi Snær Hlinason hefur verið einn besti leikmaður Evrópumótsins í körfubolta. vísir/hulda margrét Stóru orðin voru ekki spöruð um stóra manninn úr Svartárkoti þegar leikur Íslands og Póllands á EM var gerður upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. Ísland tapaði fyrir heimaliði Póllands í gær, 84-75. Mikið hefur verið rætt og ritað um frammistöðu dómara leiksins en frammistaða Tryggva fór heldur ekki fram hjá neinum, þó á ólíkt jákvæðari hátt. Tryggvi skoraði 21 stig, tók tíu fráköst og varði þrjú skot í leiknum í gær. Hann hefur borið af í íslenska liðinu á EM og verið einn besti leikmaður mótsins. Aðeins fimm leikmenn eru með hærra framlag að meðaltali í leik á EM en Tryggvi og það engin smá nöfn heldur NBA-stjörnurnar Luka Doncic, Lauri Markkanen, Nikola Jokic, Giannis Antetokounmpo og Alperen Sengun. „Hann er algjörlega frábær. Það kemur manni á óvart í hvert skipti sem maður sér hann hversu mikið hann bætir sig. Maður trúir því ekki hversu langt hann er kominn. Hann er að spila á móti alls konar körlum og hann er bara í heimsklassa. Hann er gjörsamlega magnaður,“ sagði Halldór Örn Halldórsson í Besta sætinu. Benedikt Guðmundsson þekkir Tryggva vel enda þjálfaði hann miðherjann þegar hann lék með Þór á Akureyri. Ennþá að verða betri „Hann var búinn að æfa í einhverja 5-6 mánuði þegar ég kom þarna norður og tók við Þórsurunum. Þeir þarna fyrir norðan voru búnir að finna hann inni í Bárðardal og hann kom á snjósleða á æfingar og svona. Það var eiginlega alltaf ófært,“ sagði Benedikt. „Tryggvi er bara búinn að vera afburða góður. Hann er svo mikilvægur. Eins og ég hef alltaf sagt: Hann er búinn að breyta landslaginu hjá karlalandsliðinu eftir að hann kom inn og hann er ennþá að verða betri. Hann byrjaði seint svo það er enn svigrúm til bætinga og hann verður enn að bæta sig 35 ára.“ Gæti farið í EuroLeague Stefán Árni Pálsson spurði Benedikt hversu langt hann teldi að Tryggvi gæti náð. „Ég er kannski ekki að sjá EuroLeague-lið í næsta stökki en það hlýtur að vera endatakmarkið. Til að taka skrefið í EuroLeague þarf hann hugsanlega betri vítanýtingu. Hann þarf kannski að geta skotið aðeins af millifærinu en eftir svona 3-4 ár get ég séð hann í EuroLeague,“ sagði Benedikt. Hann segir að Tryggvi eigi gott með að tileinka sér nýja hluti. „Framfarirnar sem maður sá hjá honum svona snemma á ferlinum, hvað hann er ofboðslega fljótur að læra, er ekkert sem allir hafa. Fyrstu árin var samhæfing líkamans og allt það að trufla hann en þetta vinnueðli; hann var stundum að sækja mig korter í sjö á morgnana og við vorum að fara upp í höll á Akureyri ásamt Júlíusi Orra [Ágústssyni] og einhverjum krökkum. Hann var bara að æfa með 5-10 árum yngri krökkum í grunnæfingum og fannst ekkert að því,“ sagði Benedikt. „Hugarfarið, vinnusemin og þessi eiginleiki að geta lært hluti og meðtekið þá og skilið þá. Hann vissi hvað íþróttir voru fyrir nokkrum árum. Hann hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef. Það voru engar íþróttir í sjónvarpinu heima hjá honum í Dalnum. En svo er hann með meðfædda tilfinningu fyrir leiknum, þar sem hann skilur leikinn, sem hann vissi ekki einu sinni sjálfur að hann hefði.“ Tryggvi, sem er 27 ára, leikur með Bilbao Basket á Spáni. Hann vann Europe Cup með liðinu á síðasta tímabili. Í fyrstu þremur leikjunum á EM er Tryggvi með 18,0 stig, 11,3 fráköst, 1,3 stoðsendingar, 1,0 stolinn bolta og 2,7 varin skot að meðaltali. Fjórði leikur Íslands á EM er gegn Slóveníu á morgun. Leikurinn hefst klukkan 15:00. Hægt er að hlusta á Besta sætið í heild á tal.is eða í öðrum hlaðvarpsveitum, eða í spilaranum hér ofar í greininni. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Besta sætið Tengdar fréttir „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ „Það er alltaf ömurlegt þegar leikir ráðast á einhverju svona bulli,“ sagði körfuboltaþjálfarinn Benedikt Guðmundsson þegar dómararnir fengu að finna fyrir því í umræðum eftir tap Íslands gegn Póllandi á EM í körfubolta í gær. 1. september 2025 08:00 Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Alþjóðadómari til margra ára segir frammistöðu dómaratríósins í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta í gær til skammar. Allar stórar ákvarðanir féllu með heimamönnum undir lok leiks, og hver einasta hafi verið röng. 1. september 2025 09:24 Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola súrt tap er liðið mætti Pólverjum í þriðja leik liðsins á Evrópumótinu í körfubolta í gær. 1. september 2025 07:01 Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15 „Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37 „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Elvar Már Friðriksson var vonsvikinn í leikslok eftir svekkjandi tap gegn Póllandi í kvöld en að sama skapi stoltur af sínum mönnum. Hann er sannfærður um að Ísland hafi átt meira á tanknum en Pólland, en þar sem leikurinn kláraðist á vítalínunni fékk Ísland ekki tækifæri til að sýna það í verki. 31. ágúst 2025 22:10 „Þetta er bara gullfallegt“ Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Pólverjum á Evrópumótinu í kvöld. 31. ágúst 2025 21:20 „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður Íslands frá upphafi, hvetur hvern einasta íþróttamann hér á landi til að nota frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í körfubolta sem innblástur til að leggja meira á sig. 31. ágúst 2025 22:04 „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55 Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Dómararnir í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta tóku ekki í hendur leikmanna eftir hann. Þeir flúðu hreinlega strákana okkar eftir vægast sagt umdeilda dóma í lok leiks. 31. ágúst 2025 21:43 Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Formúla 1 Endurkomusigur United á Selhurst Park Enski boltinn Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Ísland tapaði fyrir heimaliði Póllands í gær, 84-75. Mikið hefur verið rætt og ritað um frammistöðu dómara leiksins en frammistaða Tryggva fór heldur ekki fram hjá neinum, þó á ólíkt jákvæðari hátt. Tryggvi skoraði 21 stig, tók tíu fráköst og varði þrjú skot í leiknum í gær. Hann hefur borið af í íslenska liðinu á EM og verið einn besti leikmaður mótsins. Aðeins fimm leikmenn eru með hærra framlag að meðaltali í leik á EM en Tryggvi og það engin smá nöfn heldur NBA-stjörnurnar Luka Doncic, Lauri Markkanen, Nikola Jokic, Giannis Antetokounmpo og Alperen Sengun. „Hann er algjörlega frábær. Það kemur manni á óvart í hvert skipti sem maður sér hann hversu mikið hann bætir sig. Maður trúir því ekki hversu langt hann er kominn. Hann er að spila á móti alls konar körlum og hann er bara í heimsklassa. Hann er gjörsamlega magnaður,“ sagði Halldór Örn Halldórsson í Besta sætinu. Benedikt Guðmundsson þekkir Tryggva vel enda þjálfaði hann miðherjann þegar hann lék með Þór á Akureyri. Ennþá að verða betri „Hann var búinn að æfa í einhverja 5-6 mánuði þegar ég kom þarna norður og tók við Þórsurunum. Þeir þarna fyrir norðan voru búnir að finna hann inni í Bárðardal og hann kom á snjósleða á æfingar og svona. Það var eiginlega alltaf ófært,“ sagði Benedikt. „Tryggvi er bara búinn að vera afburða góður. Hann er svo mikilvægur. Eins og ég hef alltaf sagt: Hann er búinn að breyta landslaginu hjá karlalandsliðinu eftir að hann kom inn og hann er ennþá að verða betri. Hann byrjaði seint svo það er enn svigrúm til bætinga og hann verður enn að bæta sig 35 ára.“ Gæti farið í EuroLeague Stefán Árni Pálsson spurði Benedikt hversu langt hann teldi að Tryggvi gæti náð. „Ég er kannski ekki að sjá EuroLeague-lið í næsta stökki en það hlýtur að vera endatakmarkið. Til að taka skrefið í EuroLeague þarf hann hugsanlega betri vítanýtingu. Hann þarf kannski að geta skotið aðeins af millifærinu en eftir svona 3-4 ár get ég séð hann í EuroLeague,“ sagði Benedikt. Hann segir að Tryggvi eigi gott með að tileinka sér nýja hluti. „Framfarirnar sem maður sá hjá honum svona snemma á ferlinum, hvað hann er ofboðslega fljótur að læra, er ekkert sem allir hafa. Fyrstu árin var samhæfing líkamans og allt það að trufla hann en þetta vinnueðli; hann var stundum að sækja mig korter í sjö á morgnana og við vorum að fara upp í höll á Akureyri ásamt Júlíusi Orra [Ágústssyni] og einhverjum krökkum. Hann var bara að æfa með 5-10 árum yngri krökkum í grunnæfingum og fannst ekkert að því,“ sagði Benedikt. „Hugarfarið, vinnusemin og þessi eiginleiki að geta lært hluti og meðtekið þá og skilið þá. Hann vissi hvað íþróttir voru fyrir nokkrum árum. Hann hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef. Það voru engar íþróttir í sjónvarpinu heima hjá honum í Dalnum. En svo er hann með meðfædda tilfinningu fyrir leiknum, þar sem hann skilur leikinn, sem hann vissi ekki einu sinni sjálfur að hann hefði.“ Tryggvi, sem er 27 ára, leikur með Bilbao Basket á Spáni. Hann vann Europe Cup með liðinu á síðasta tímabili. Í fyrstu þremur leikjunum á EM er Tryggvi með 18,0 stig, 11,3 fráköst, 1,3 stoðsendingar, 1,0 stolinn bolta og 2,7 varin skot að meðaltali. Fjórði leikur Íslands á EM er gegn Slóveníu á morgun. Leikurinn hefst klukkan 15:00. Hægt er að hlusta á Besta sætið í heild á tal.is eða í öðrum hlaðvarpsveitum, eða í spilaranum hér ofar í greininni.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Besta sætið Tengdar fréttir „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ „Það er alltaf ömurlegt þegar leikir ráðast á einhverju svona bulli,“ sagði körfuboltaþjálfarinn Benedikt Guðmundsson þegar dómararnir fengu að finna fyrir því í umræðum eftir tap Íslands gegn Póllandi á EM í körfubolta í gær. 1. september 2025 08:00 Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Alþjóðadómari til margra ára segir frammistöðu dómaratríósins í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta í gær til skammar. Allar stórar ákvarðanir féllu með heimamönnum undir lok leiks, og hver einasta hafi verið röng. 1. september 2025 09:24 Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola súrt tap er liðið mætti Pólverjum í þriðja leik liðsins á Evrópumótinu í körfubolta í gær. 1. september 2025 07:01 Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15 „Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37 „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Elvar Már Friðriksson var vonsvikinn í leikslok eftir svekkjandi tap gegn Póllandi í kvöld en að sama skapi stoltur af sínum mönnum. Hann er sannfærður um að Ísland hafi átt meira á tanknum en Pólland, en þar sem leikurinn kláraðist á vítalínunni fékk Ísland ekki tækifæri til að sýna það í verki. 31. ágúst 2025 22:10 „Þetta er bara gullfallegt“ Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Pólverjum á Evrópumótinu í kvöld. 31. ágúst 2025 21:20 „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður Íslands frá upphafi, hvetur hvern einasta íþróttamann hér á landi til að nota frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í körfubolta sem innblástur til að leggja meira á sig. 31. ágúst 2025 22:04 „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55 Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Dómararnir í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta tóku ekki í hendur leikmanna eftir hann. Þeir flúðu hreinlega strákana okkar eftir vægast sagt umdeilda dóma í lok leiks. 31. ágúst 2025 21:43 Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Enski boltinn Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Formúla 1 Endurkomusigur United á Selhurst Park Enski boltinn Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
„Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ „Það er alltaf ömurlegt þegar leikir ráðast á einhverju svona bulli,“ sagði körfuboltaþjálfarinn Benedikt Guðmundsson þegar dómararnir fengu að finna fyrir því í umræðum eftir tap Íslands gegn Póllandi á EM í körfubolta í gær. 1. september 2025 08:00
Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Alþjóðadómari til margra ára segir frammistöðu dómaratríósins í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta í gær til skammar. Allar stórar ákvarðanir féllu með heimamönnum undir lok leiks, og hver einasta hafi verið röng. 1. september 2025 09:24
Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mátti þola súrt tap er liðið mætti Pólverjum í þriðja leik liðsins á Evrópumótinu í körfubolta í gær. 1. september 2025 07:01
Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Það er oftast hallærislegt að kenna dómurum um er þú tapar íþróttaleik en það er ekki annað hægt en að setja dómaratríóið í leik Íslands og Póllands undir smásjána. 31. ágúst 2025 23:15
„Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37
„Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Elvar Már Friðriksson var vonsvikinn í leikslok eftir svekkjandi tap gegn Póllandi í kvöld en að sama skapi stoltur af sínum mönnum. Hann er sannfærður um að Ísland hafi átt meira á tanknum en Pólland, en þar sem leikurinn kláraðist á vítalínunni fékk Ísland ekki tækifæri til að sýna það í verki. 31. ágúst 2025 22:10
„Þetta er bara gullfallegt“ Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Pólverjum á Evrópumótinu í kvöld. 31. ágúst 2025 21:20
„Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Ólafur Stefánsson, einn besti handboltamaður Íslands frá upphafi, hvetur hvern einasta íþróttamann hér á landi til að nota frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í körfubolta sem innblástur til að leggja meira á sig. 31. ágúst 2025 22:04
„Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55
Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Dómararnir í leik Íslands við Pólland á EM karla í körfubolta tóku ekki í hendur leikmanna eftir hann. Þeir flúðu hreinlega strákana okkar eftir vægast sagt umdeilda dóma í lok leiks. 31. ágúst 2025 21:43