Skýrsla Vals: Illt í sálinni Valur Páll Eiríksson skrifar 30. ágúst 2025 16:31 Jón Axel Guðmundsson fær knús eftir erfitt tap í dag. Vísir/Hulda Margrét Það er sárt að skrifa hvert einasta orð í þessari umfjöllun. Mann verkjar í sálina eftir þetta tap Íslands fyrir Belgíu. Þetta er skrifað skömmu eftir að lokaflautið gall í Katowice á EM í körfubolta. Pólsk samstarfskona við hlið mér í blaðamannastúkunni var að ljúka við að rífa upp öll sín skrif um fyrsta sigur í sögu Íslands á EM. Stuðningsmenn sem voru svo glaðir, spenntir og öskrandi liðið áfram fyrir örskotsstundu, eru niðurlútir, einhverjir með tár á kvarmi. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst strákunum okkar ekki að ná í þennan fyrsta sigur. Það er hreint makalaust. En svona gerist þegar mönnum tekst ekki að hamra járnið meðan það er heitt. Þessi leikur hefði átt að vera búinn löngu fyrr. Frá upphafi reyndist erfitt að tengja saman góða vörn og sókn og aldrei tókst að slíta Belga almennilega frá sér. Það voru sannarlega tækifæri. Sérstaklega þegar stúkan komst í fimmta gír í lok þriðja leikhluta og byrjun þess fjórða. Belgar voru bognir og alveg við að brotna á þessum augnablikum en tækifærinu kastað á glæ, ítrekað. Belgía hafði leitt leikinn í 75 sekúndur alls fyrir lokahluta leiksins. Í heildina voru þeir með forystuna í 141 sekúndu í þessum leik. Og þeir unnu hann! Strákarnir reyndu hvað þeir gátu en misstu hreinlega hausinn undir lokin. 23. ágúst 1967 tapaði karlalandsliðið í fótbolta 14-2 fyrir Dönum. Þann 30. ágúst 2025 tapaði landsliðið í körfubolta síðustu fimm mínútum leiksins 16-2 fyrir þessu bogna belgíska liði. Ég skil ekki alveg hvernig. Það virðist sem þessi hjalli – að vinna loksins leik á stórmóti – vegi þyngra á öxlum landsliðsmannana en maður gerði sér grein fyrir. Þrátt fyrir að munurinn hafi aldrei orðið eins mikill og maður vonaðist eftir virtist samt aldrei líklegt, af hálfu Belga, að þeir myndu snúa þessu við. Trylltur Tryggvi Snær var langbesti maður Íslands í dag en ljóst er að of mikið liggur á herðum örfárra leikmanna. Tryggvi, Martin, Elvar og Kristinn með 32 af 36 stigum í fyrri hálfleik. Fátt kom af bekknum og þá er nýtingin fyrir utan þriggja stiga línuna aum 14 prósent. Strákarnir lögðu allt í þetta og verður ekki sakast við vinnuframlagið og orkustigið. En þetta svíður alveg hrikalega og maður finnur hvað helst til með stuðningsmönnum Íslands sem voru töluvert fleiri í dag en á fimmtudaginn var. Þeir rifu liðið áfram. Allir stóðu frá upphafi til enda í fjórða leikhlutanum, en þeir sitja eftir, líkt og maður sjálfur, hálf flökurt, með ævintýralegan sting í maganum eftir þetta þunga högg. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Tryggvi Snær Hlinason var líkt og í leiknum á móti Ísrael atkvæðamestur hjá íslenska liðinu þegar liðið tapaði á svekkjandi hátt á móti Belgíu í annarri umferð D-riðils á EuroBasket 2025 í Spodek-höllinni í Katowice í Póllandi í dag. 30. ágúst 2025 15:12 „Fannst við eiga meira skilið“ „Við spiluðum virkilega góðan leik og mér fannst við eiga meira skilið en svona eru íþróttirnar,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen, sár og svekktur, eftir tap Íslands gegn Belgíu á EM í körfubolta í dag. 30. ágúst 2025 14:47 „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Elvar Már Friðriksson var vitanlega afar svekktur eftir tapið gegn Belgíu í dag, á EM í körfubolta, eftir að Ísland hafði verið yfir lengst af í leiknum. Í blálokin komust Belgar yfir og unnu að lokum 71-64. 30. ágúst 2025 14:31 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
Þetta er skrifað skömmu eftir að lokaflautið gall í Katowice á EM í körfubolta. Pólsk samstarfskona við hlið mér í blaðamannastúkunni var að ljúka við að rífa upp öll sín skrif um fyrsta sigur í sögu Íslands á EM. Stuðningsmenn sem voru svo glaðir, spenntir og öskrandi liðið áfram fyrir örskotsstundu, eru niðurlútir, einhverjir með tár á kvarmi. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst strákunum okkar ekki að ná í þennan fyrsta sigur. Það er hreint makalaust. En svona gerist þegar mönnum tekst ekki að hamra járnið meðan það er heitt. Þessi leikur hefði átt að vera búinn löngu fyrr. Frá upphafi reyndist erfitt að tengja saman góða vörn og sókn og aldrei tókst að slíta Belga almennilega frá sér. Það voru sannarlega tækifæri. Sérstaklega þegar stúkan komst í fimmta gír í lok þriðja leikhluta og byrjun þess fjórða. Belgar voru bognir og alveg við að brotna á þessum augnablikum en tækifærinu kastað á glæ, ítrekað. Belgía hafði leitt leikinn í 75 sekúndur alls fyrir lokahluta leiksins. Í heildina voru þeir með forystuna í 141 sekúndu í þessum leik. Og þeir unnu hann! Strákarnir reyndu hvað þeir gátu en misstu hreinlega hausinn undir lokin. 23. ágúst 1967 tapaði karlalandsliðið í fótbolta 14-2 fyrir Dönum. Þann 30. ágúst 2025 tapaði landsliðið í körfubolta síðustu fimm mínútum leiksins 16-2 fyrir þessu bogna belgíska liði. Ég skil ekki alveg hvernig. Það virðist sem þessi hjalli – að vinna loksins leik á stórmóti – vegi þyngra á öxlum landsliðsmannana en maður gerði sér grein fyrir. Þrátt fyrir að munurinn hafi aldrei orðið eins mikill og maður vonaðist eftir virtist samt aldrei líklegt, af hálfu Belga, að þeir myndu snúa þessu við. Trylltur Tryggvi Snær var langbesti maður Íslands í dag en ljóst er að of mikið liggur á herðum örfárra leikmanna. Tryggvi, Martin, Elvar og Kristinn með 32 af 36 stigum í fyrri hálfleik. Fátt kom af bekknum og þá er nýtingin fyrir utan þriggja stiga línuna aum 14 prósent. Strákarnir lögðu allt í þetta og verður ekki sakast við vinnuframlagið og orkustigið. En þetta svíður alveg hrikalega og maður finnur hvað helst til með stuðningsmönnum Íslands sem voru töluvert fleiri í dag en á fimmtudaginn var. Þeir rifu liðið áfram. Allir stóðu frá upphafi til enda í fjórða leikhlutanum, en þeir sitja eftir, líkt og maður sjálfur, hálf flökurt, með ævintýralegan sting í maganum eftir þetta þunga högg.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Tryggvi Snær Hlinason var líkt og í leiknum á móti Ísrael atkvæðamestur hjá íslenska liðinu þegar liðið tapaði á svekkjandi hátt á móti Belgíu í annarri umferð D-riðils á EuroBasket 2025 í Spodek-höllinni í Katowice í Póllandi í dag. 30. ágúst 2025 15:12 „Fannst við eiga meira skilið“ „Við spiluðum virkilega góðan leik og mér fannst við eiga meira skilið en svona eru íþróttirnar,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen, sár og svekktur, eftir tap Íslands gegn Belgíu á EM í körfubolta í dag. 30. ágúst 2025 14:47 „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Elvar Már Friðriksson var vitanlega afar svekktur eftir tapið gegn Belgíu í dag, á EM í körfubolta, eftir að Ísland hafði verið yfir lengst af í leiknum. Í blálokin komust Belgar yfir og unnu að lokum 71-64. 30. ágúst 2025 14:31 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
„Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Tryggvi Snær Hlinason var líkt og í leiknum á móti Ísrael atkvæðamestur hjá íslenska liðinu þegar liðið tapaði á svekkjandi hátt á móti Belgíu í annarri umferð D-riðils á EuroBasket 2025 í Spodek-höllinni í Katowice í Póllandi í dag. 30. ágúst 2025 15:12
„Fannst við eiga meira skilið“ „Við spiluðum virkilega góðan leik og mér fannst við eiga meira skilið en svona eru íþróttirnar,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen, sár og svekktur, eftir tap Íslands gegn Belgíu á EM í körfubolta í dag. 30. ágúst 2025 14:47
„Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Elvar Már Friðriksson var vitanlega afar svekktur eftir tapið gegn Belgíu í dag, á EM í körfubolta, eftir að Ísland hafði verið yfir lengst af í leiknum. Í blálokin komust Belgar yfir og unnu að lokum 71-64. 30. ágúst 2025 14:31