Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 26. ágúst 2025 19:08 Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða manninn sem hér er hægra megin í bílnum. Ekki hefur enn verið gefin út ákæra í Hamraborgarmálinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Maður sem er bæði grunaður um stuld á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku og í Hamraborgarmálinu svokallaða er meðal þeirra sem áætlað er að gefi skýrslu við aðalmeðferð Gufunesmálsins í Héraðsdómi Suðurlands á næstu dögum. Maðurinn sást á myndskeiði sem sýnt var við aðalmeðferð málsins í gær. Þar var hann ásamt Stefáni Blackburn, sem er grunaður um manndráp, frelsissviptingu og rán. Myndbandið sýndi þá tvo ganga inn á krá, fara afsíðis þar inni, áður en Stefán gengur aftur út. Nokkru síðar fór Stefán til Þorlákshafnar ásamt Lúkasi Geir Ingvarssyni, sem einnig er ákærður fyrir manndráp í málinu. Matthías Björn Erlingsson er einnig ákærður fyrir manndráp. Játaði aðild að Hamraborgarmálinu Hraðbankanum var stolið aðfaranótt þriðjudagsins 19. ágúst, en gröfu var stolið frá iðnaðarsvæði nokkrum kílómetrum frá og hún notuð til verknaðarins. Á þriðjudeginum var svo farið í húsleit á heimili Stefáns í Mosfellsbæ vegna þjófnaðarins, en lögregla gaf út að ekki væri talið að þjófnaðurinn tengdist Gufunesmálinu. Maðurinn sem nú er í haldi, og á vitnalista í Gufunesmálinu, gaf sig sjálfur fram við lögreglu á miðvikudag. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum. Héraðsdómari hafnaði kröfunni, en Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms við og maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til morgundagsins. Þá var maðurinn einnig grunaður um að hafa átt þátt í svokölluðu Hamraborgarmáli, þegar tveir karlmenn stálu peningatöskum úr bifreið Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan veitingastaðinn Catalínu í Kópavogi í mars í fyrra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað að vera annar mannanna tveggja sem sjást á mynd sem lögregla dreifði við rannsókn málsins á sínum tíma. Leita að hentugum tíma Óljóst er hvort eða hvenær maðurinn mun geta gefið skýrslu fyrir dómi. Upphaflega stóð til að maðurinn myndi gefa skýrslu fyrir dómi í dag, en það gekk ekki eftir. Hann sætir einn gæsluvarðhaldi og einangrun sem stendur í hraðbankamálinu en greint var frá því í dag að hraðbankinn hefði fundist í gær og allar 22 milljónirnar sem í honum voru við þjófnaðinn. Samkvæmt heimldum fréttastofu fannst hraðbankinn við hitaveitutanka á Hólmsheiði. Að óbreyttu losnar hann úr gæsluvarðhaldi á morgun en koma verður í ljós hvort lögregla fari fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Nokkrar umræður spunnust milli dómara, lögmanna í málinu og annarra sem að réttarhöldunum koma um hvenær hægt væri að kalla manninn fyrir dóm, en ekkert hafði verið ákveðið um það þegar dómari sleit þinghaldi um klukkan tvö síðdegis. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri og á nokkurn sakaferil að baki. Manndráp í Gufunesi Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Dómsmál Mosfellsbær Tengdar fréttir Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna. 26. ágúst 2025 19:03 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Maðurinn sást á myndskeiði sem sýnt var við aðalmeðferð málsins í gær. Þar var hann ásamt Stefáni Blackburn, sem er grunaður um manndráp, frelsissviptingu og rán. Myndbandið sýndi þá tvo ganga inn á krá, fara afsíðis þar inni, áður en Stefán gengur aftur út. Nokkru síðar fór Stefán til Þorlákshafnar ásamt Lúkasi Geir Ingvarssyni, sem einnig er ákærður fyrir manndráp í málinu. Matthías Björn Erlingsson er einnig ákærður fyrir manndráp. Játaði aðild að Hamraborgarmálinu Hraðbankanum var stolið aðfaranótt þriðjudagsins 19. ágúst, en gröfu var stolið frá iðnaðarsvæði nokkrum kílómetrum frá og hún notuð til verknaðarins. Á þriðjudeginum var svo farið í húsleit á heimili Stefáns í Mosfellsbæ vegna þjófnaðarins, en lögregla gaf út að ekki væri talið að þjófnaðurinn tengdist Gufunesmálinu. Maðurinn sem nú er í haldi, og á vitnalista í Gufunesmálinu, gaf sig sjálfur fram við lögreglu á miðvikudag. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum. Héraðsdómari hafnaði kröfunni, en Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms við og maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til morgundagsins. Þá var maðurinn einnig grunaður um að hafa átt þátt í svokölluðu Hamraborgarmáli, þegar tveir karlmenn stálu peningatöskum úr bifreið Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan veitingastaðinn Catalínu í Kópavogi í mars í fyrra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað að vera annar mannanna tveggja sem sjást á mynd sem lögregla dreifði við rannsókn málsins á sínum tíma. Leita að hentugum tíma Óljóst er hvort eða hvenær maðurinn mun geta gefið skýrslu fyrir dómi. Upphaflega stóð til að maðurinn myndi gefa skýrslu fyrir dómi í dag, en það gekk ekki eftir. Hann sætir einn gæsluvarðhaldi og einangrun sem stendur í hraðbankamálinu en greint var frá því í dag að hraðbankinn hefði fundist í gær og allar 22 milljónirnar sem í honum voru við þjófnaðinn. Samkvæmt heimldum fréttastofu fannst hraðbankinn við hitaveitutanka á Hólmsheiði. Að óbreyttu losnar hann úr gæsluvarðhaldi á morgun en koma verður í ljós hvort lögregla fari fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Nokkrar umræður spunnust milli dómara, lögmanna í málinu og annarra sem að réttarhöldunum koma um hvenær hægt væri að kalla manninn fyrir dóm, en ekkert hafði verið ákveðið um það þegar dómari sleit þinghaldi um klukkan tvö síðdegis. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri og á nokkurn sakaferil að baki.
Manndráp í Gufunesi Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Dómsmál Mosfellsbær Tengdar fréttir Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna. 26. ágúst 2025 19:03 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna. 26. ágúst 2025 19:03