Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. ágúst 2025 09:28 Will Smith kemur næst fram í Lundúnum og Wolverhampton áður en hann heldur til Parísar. Hann hefur verið sakaður um að eiga við myndefni af tónleikum sínum. Youtube/EPA Will Smith hefur verið sakaður um að nota gervigreind til að fjölga aðdáendum sínum í nýju myndbandi af yfirstandandi tónleikaferðalagi hans. Rapparinn og leikarinn er um þessar mundir staddur á tónleikaferðalagi um heiminn vegna nýútkominna plötu hans Based On A True Story, hans fyrstu í tuttugu ár, sem kom út í mars. Fyrir Bretlandshluta ferðalagsins birti Smith myndband á Instagram, Facebook og Youtube af hápunktum túrsins til þessa. Þar má sjá pakkaðar hallir á tónleikum hans og aðdáendur að fagna rapparanum með skiltum eða köllum þegar hann birtist á sviðinu. „Uppáhalds hluti tónleikaferðalagsins fyrir mig er að sjá ykkur svona nálægt. Takk fyrir að koma að sjá mig líka,“ skrifaði hann við færsluna. Hins vegar hefur Smith verið gagnrýndur af netverjum vegna þess að myndbandið virðist innihalda gervigreind. Í nokkrum skotum má sjá tónleikagesti, sem eru margir hverjir grátandi, með óskýr eða afmynduð andlit meðan aðrir virðast vera með undarlegar hendur og aukafingur. Annað skot sýnir mann með skilti sem á stendur „,You Can Make It' hjálpaði mér að sigrast á krabbameini. TKK Will“ en hann heldur bæði utan um skiltið og hönd konunnar fyrir framan sig. Armband þeirrar konu er síðan líka hárband annarrar konu sem stendur fyrir aftan hana. Þá má sjá fjölda afmyndaðra andlita í víðskotum af áhorfendaskaranum sem minna á fyrstu mánuði gervigreindarmyndefnis. Gervigreindarslor smýgur inn í hvern krók og kima Það getur þó verið að Smith beri ekki sjálfur ábyrgð á gervigreindarfiktinu. Tímaritið The Atlantic birti frétt í síðustu viku þar sem Youtube-arinn Rhett Shull sagðist telja Youtube nota gervigreindar-uppskölun á myndböndunum hans, þ.e.a.s. nota gervigreind til að auka upplausn þeirra. „Ég held það muni leiða til þess að fólk haldi að ég sé að nota gervigreind. Eða þau hafi verið djúpfölsuð. Eða ég sé að stytta mér leið einhvern veginn,“ sagði Shull við miðilinn. Hugsanlega hefur Youtube gert það sama við myndband Smith. Eða þá Smith og félagar hafa viljað láta áhorfendaskarann líta aðeins betur út. Það er erfitt að segja þangað til annað hvort Smith eða Youtube tjá sig um málið. Hvorugur aðilinn hefur gert það. Í öllu falli verða mörk raunveruleika og blekkingar sífellt óskýrari eftir því sem gervigreindar-slorið heldur áfram að flæða um netið. Nýlega birti Rod Stewart myndefni af tónleikum sínum þar sem mátti sjá gervigreindarsmíðaðan Ozzy Osbourne í himnaríki með öðrum tónlistarmönnum. Þá fékk gervigreindarhljómsveitin The Velvet Sundown mikla umfjöllun eftir að hún birtist skyndilega á Spotify-spilunarlistum. Margir lesendur Vogue supu sömuleiðis hveljur þegar gervigreindarfyrirsæta birtist í auglýsingu blaðsins í síðasta mánuði. Gervigreind Tónlist Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Gervigreindin teygir anga sína sífellt víðar og nú síðast inn í heim hátískunnar. Lesendur Vogue ráku nýverið upp stór augu þegar ein opna tímaritsins innihélt fagra ljóshærða fyrirsætu sem reyndist eintómt gervigreindarfals. 26. júlí 2025 15:17 Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Stofnendur gervigreindartólsins Interlink segja körfuboltastjörnuna LeBron James hafa sigað lögfræðiteymi sínu á fyrirtæki þeirra vegna gervigreindarmyndbanda af James þar sem má sjá hann bæði óléttan og í hafmeyjulíki. 25. júlí 2025 10:58 Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Sjá meira
Rapparinn og leikarinn er um þessar mundir staddur á tónleikaferðalagi um heiminn vegna nýútkominna plötu hans Based On A True Story, hans fyrstu í tuttugu ár, sem kom út í mars. Fyrir Bretlandshluta ferðalagsins birti Smith myndband á Instagram, Facebook og Youtube af hápunktum túrsins til þessa. Þar má sjá pakkaðar hallir á tónleikum hans og aðdáendur að fagna rapparanum með skiltum eða köllum þegar hann birtist á sviðinu. „Uppáhalds hluti tónleikaferðalagsins fyrir mig er að sjá ykkur svona nálægt. Takk fyrir að koma að sjá mig líka,“ skrifaði hann við færsluna. Hins vegar hefur Smith verið gagnrýndur af netverjum vegna þess að myndbandið virðist innihalda gervigreind. Í nokkrum skotum má sjá tónleikagesti, sem eru margir hverjir grátandi, með óskýr eða afmynduð andlit meðan aðrir virðast vera með undarlegar hendur og aukafingur. Annað skot sýnir mann með skilti sem á stendur „,You Can Make It' hjálpaði mér að sigrast á krabbameini. TKK Will“ en hann heldur bæði utan um skiltið og hönd konunnar fyrir framan sig. Armband þeirrar konu er síðan líka hárband annarrar konu sem stendur fyrir aftan hana. Þá má sjá fjölda afmyndaðra andlita í víðskotum af áhorfendaskaranum sem minna á fyrstu mánuði gervigreindarmyndefnis. Gervigreindarslor smýgur inn í hvern krók og kima Það getur þó verið að Smith beri ekki sjálfur ábyrgð á gervigreindarfiktinu. Tímaritið The Atlantic birti frétt í síðustu viku þar sem Youtube-arinn Rhett Shull sagðist telja Youtube nota gervigreindar-uppskölun á myndböndunum hans, þ.e.a.s. nota gervigreind til að auka upplausn þeirra. „Ég held það muni leiða til þess að fólk haldi að ég sé að nota gervigreind. Eða þau hafi verið djúpfölsuð. Eða ég sé að stytta mér leið einhvern veginn,“ sagði Shull við miðilinn. Hugsanlega hefur Youtube gert það sama við myndband Smith. Eða þá Smith og félagar hafa viljað láta áhorfendaskarann líta aðeins betur út. Það er erfitt að segja þangað til annað hvort Smith eða Youtube tjá sig um málið. Hvorugur aðilinn hefur gert það. Í öllu falli verða mörk raunveruleika og blekkingar sífellt óskýrari eftir því sem gervigreindar-slorið heldur áfram að flæða um netið. Nýlega birti Rod Stewart myndefni af tónleikum sínum þar sem mátti sjá gervigreindarsmíðaðan Ozzy Osbourne í himnaríki með öðrum tónlistarmönnum. Þá fékk gervigreindarhljómsveitin The Velvet Sundown mikla umfjöllun eftir að hún birtist skyndilega á Spotify-spilunarlistum. Margir lesendur Vogue supu sömuleiðis hveljur þegar gervigreindarfyrirsæta birtist í auglýsingu blaðsins í síðasta mánuði.
Gervigreind Tónlist Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Gervigreindin teygir anga sína sífellt víðar og nú síðast inn í heim hátískunnar. Lesendur Vogue ráku nýverið upp stór augu þegar ein opna tímaritsins innihélt fagra ljóshærða fyrirsætu sem reyndist eintómt gervigreindarfals. 26. júlí 2025 15:17 Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Stofnendur gervigreindartólsins Interlink segja körfuboltastjörnuna LeBron James hafa sigað lögfræðiteymi sínu á fyrirtæki þeirra vegna gervigreindarmyndbanda af James þar sem má sjá hann bæði óléttan og í hafmeyjulíki. 25. júlí 2025 10:58 Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Sjá meira
Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Gervigreindin teygir anga sína sífellt víðar og nú síðast inn í heim hátískunnar. Lesendur Vogue ráku nýverið upp stór augu þegar ein opna tímaritsins innihélt fagra ljóshærða fyrirsætu sem reyndist eintómt gervigreindarfals. 26. júlí 2025 15:17
Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Stofnendur gervigreindartólsins Interlink segja körfuboltastjörnuna LeBron James hafa sigað lögfræðiteymi sínu á fyrirtæki þeirra vegna gervigreindarmyndbanda af James þar sem má sjá hann bæði óléttan og í hafmeyjulíki. 25. júlí 2025 10:58