„Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. ágúst 2025 07:39 Það var mikið um að vera í miðborginni í gær vegna Menningarnætur. Vísir/Viktor Freyr Menningarnótt gekk „heilt yfir“ friðsamlega fyrir sig en samt sinnti lögregla þónokkrum málum og hafði afskipti af nokkrum mönnum í annarlegu ástandi sem veittust ýmist að vegfarendum eða lögreglu. Þá var maður tilkynntur „til ama“ við félagslegt úrræði sem reyndist vera góðkunningi lögreglu og var með tvo hnífa í fórum sínum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukka 17 í gær til 5 í morgun. Sjö gistu í fangaklefa í nótt og alls voru 140 mal skráð í kerfið. Stærsta mál gærdagsins var auðvitað Menningarnótt en lögregla var mjög sýnileg í miðbænum og með mikinn mannafla. „Heilt yfir gekk menningarnótt friðsamlega og vel fyrir sig. Að flugeldasýningu lokinni voru leiðir greiðar frá miðbænum er fólk hélt heim á leið. Mikið mannlíf í miðbæ Reykjavíkur í kringum dagskrá menningarnætur og sýnileg löggæsla víðsvegar um miðbæinn í takt við það,“ segir um Menningarnótt í dagbókinni. Þjófnaður, hnífaburður og menn í annarlegu ástandi Fyrir utan það þurfti lögreglan að sinna ýmsum tilkynningum í miðborginni. Þar á meðal barst tilkynning um þjófnað á veitingastað í miðborginni en málið er í rannsókn. Lögregla hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi sem veittist að vegfarendum með höggum fyrir utan skemmtistað. Viðkomandi var handtekinn, fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa þar til rynni af honum. Lögregla hafði afskipti af öðrum manni sem var í annarlegu ástandi „að angra vegfarendur með köllum og öskrum“. Þegar lögregla hafði afskipti af manninum brást hann illa við og var með ógnandi tilburði í garð lögreglu. Hann var því handtekinn, fluttur á lögreglustöð sökum ástands og vistaður í fangaklefa. Gestir Tónaflóðs á Arnarhóli.Vísir/Viktor Freyr Einnig þurfti lögregla að hafa afskipti af ungmenni í annarlegu ástandi í strætóskýli sem brást illa við afskiptum lögreglu og veittist að lögregluþjónum „með höggum og hrákum“. Viðkomandi var fluttur á lögreglustöð þar sem málið var afgreitt með aðkomu forráðamanna. Þá barst lögreglu tilkynning um mann sem var til ama við félagslegt úrræði og reyndist góðkunningi lögreglu þegar hana bara að garði. Við öryggisleit á manninum fundust tveir hnífar í fórum hans svo hann var fluttur á lögreglustöð og tekin skýrsla af honum vegna vopnalagabrots. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að járnröri hefði verið fleygt inn um rúðu Þjóðleikhússins með tilheyrandi glerbrotsregni. Samkvæmt dagbókinni er málið í rannsókn. Maður sem var sofandi í framsæti bifreiðar reyndist hafa mikið magn af meintum vímuefnum og fjármunum í fórum sínum svo hann var vistaður í fangaklefa fyrir rannsókn málsins. Umferðarslys, rásandi bíll og dularfull eldstilkynning Lögreglu barst tilkynning um umferðarslys þar sem bíll endaði utan vegar. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild vegna minniháttar eymsla en dráttarbíll kallaður til sem flutti bílinn. Þá barst lögreglu tilkynning um rásandi bíl. Lögregla stöðvaði bílinn og reyndist ökumaðurinn vera ölvað ungmenni akandi án réttinda. Málið var leyst með aðkomu forráðamanna og viðkomandi var laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni . Í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, var tilkynnt um líkamsárás en reyndist ekki ljóst hverjir væru gerendur í máli. Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka og er málið í rannsókn. Loks var tilkynnt um eld í bíl við matvöruverslun en þegar lögregla kom á vettvang var engan bíl að sjá sem passaði við lýsinguna. Menningarnótt Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukka 17 í gær til 5 í morgun. Sjö gistu í fangaklefa í nótt og alls voru 140 mal skráð í kerfið. Stærsta mál gærdagsins var auðvitað Menningarnótt en lögregla var mjög sýnileg í miðbænum og með mikinn mannafla. „Heilt yfir gekk menningarnótt friðsamlega og vel fyrir sig. Að flugeldasýningu lokinni voru leiðir greiðar frá miðbænum er fólk hélt heim á leið. Mikið mannlíf í miðbæ Reykjavíkur í kringum dagskrá menningarnætur og sýnileg löggæsla víðsvegar um miðbæinn í takt við það,“ segir um Menningarnótt í dagbókinni. Þjófnaður, hnífaburður og menn í annarlegu ástandi Fyrir utan það þurfti lögreglan að sinna ýmsum tilkynningum í miðborginni. Þar á meðal barst tilkynning um þjófnað á veitingastað í miðborginni en málið er í rannsókn. Lögregla hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi sem veittist að vegfarendum með höggum fyrir utan skemmtistað. Viðkomandi var handtekinn, fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa þar til rynni af honum. Lögregla hafði afskipti af öðrum manni sem var í annarlegu ástandi „að angra vegfarendur með köllum og öskrum“. Þegar lögregla hafði afskipti af manninum brást hann illa við og var með ógnandi tilburði í garð lögreglu. Hann var því handtekinn, fluttur á lögreglustöð sökum ástands og vistaður í fangaklefa. Gestir Tónaflóðs á Arnarhóli.Vísir/Viktor Freyr Einnig þurfti lögregla að hafa afskipti af ungmenni í annarlegu ástandi í strætóskýli sem brást illa við afskiptum lögreglu og veittist að lögregluþjónum „með höggum og hrákum“. Viðkomandi var fluttur á lögreglustöð þar sem málið var afgreitt með aðkomu forráðamanna. Þá barst lögreglu tilkynning um mann sem var til ama við félagslegt úrræði og reyndist góðkunningi lögreglu þegar hana bara að garði. Við öryggisleit á manninum fundust tveir hnífar í fórum hans svo hann var fluttur á lögreglustöð og tekin skýrsla af honum vegna vopnalagabrots. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að járnröri hefði verið fleygt inn um rúðu Þjóðleikhússins með tilheyrandi glerbrotsregni. Samkvæmt dagbókinni er málið í rannsókn. Maður sem var sofandi í framsæti bifreiðar reyndist hafa mikið magn af meintum vímuefnum og fjármunum í fórum sínum svo hann var vistaður í fangaklefa fyrir rannsókn málsins. Umferðarslys, rásandi bíll og dularfull eldstilkynning Lögreglu barst tilkynning um umferðarslys þar sem bíll endaði utan vegar. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild vegna minniháttar eymsla en dráttarbíll kallaður til sem flutti bílinn. Þá barst lögreglu tilkynning um rásandi bíl. Lögregla stöðvaði bílinn og reyndist ökumaðurinn vera ölvað ungmenni akandi án réttinda. Málið var leyst með aðkomu forráðamanna og viðkomandi var laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni . Í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, var tilkynnt um líkamsárás en reyndist ekki ljóst hverjir væru gerendur í máli. Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka og er málið í rannsókn. Loks var tilkynnt um eld í bíl við matvöruverslun en þegar lögregla kom á vettvang var engan bíl að sjá sem passaði við lýsinguna.
Menningarnótt Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira