Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Árni Sæberg og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 21. ágúst 2025 10:32 Hér má sjá vettvang hraðbankaþjófnaðarins. Vísir/Anton Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um aðild að þjófnaði á hraðbanka í Mosfellsbæ á dögunum. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Hann sagði í gærkvöldi að hann teldi handtöku umbjóðanda síns eingöngu hafa byggt á sögusögnum. Hann hefði því átt erfitt með að sjá fyrir sér hvernig dómari gæti fallist á gæsluvarðhald. Nú liggur niðurstaða dómsins fyrir og Sveinn Andri segir hana mjög skýra. Rökstuddur grunur um refsivert athæfi hafi ekki legið fyrir í málinu. Því væri skilyrðum gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna ekki uppfyllt. Býst ekki við viðsnúningi í Landsrétti Sveinn Andri segir að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar, sem muni sennilega kveða upp úrskurð síðdegis á morgun. Hann segist ekki búast við því að niðurstaða Landsréttar verði önnur en héraðsdóms, ekki nema lögreglan reiði fram frekari gögn í málinu. Innhringingar ekki nóg Sveinn Andri segir erfitt að svara því hvers vegna lögregla hafi farið fram á gæsluvarðhald án þess að rökstuddur grunur lægi fyrir í málinu. „Það er auðvitað þannig að oft grunar lögregla einhverja menn og einstaklinga um brot, það er bara eins og gengur. Menn fá innhringirnar líka, einhverjar óformlegar upplýsingar og nafnlausar. Það er gangur lögreglustarfsins og ekkert að því en það er ekki hægt að nota innihringiupplýsingar og það sem má kalla slúður, sem grundvöll gæsluvarðhalds.“ Meira þurfti að koma til, til dæmis framburðir og önnur sönnunargögn sem hald er í, sem rennt geti stoðum undir hinn rökstudda grun. „Það var mat dómarans að svo var ekki. Það ber auðvitað að taka fram að dómarinn hefur hjá sér öll gögn málsins, þannig að hann nær að skoða þau. Verjandinn hefur þau ekki, verjandinn hefur bara kröfugerðina sjálfa.“ Játaði hlutdeild í Hamraborgarmálinu Sveinn Andri segir það rétt sem komið hefur fram í fréttum Ríkisútvarpsins, um að umbjóðandi hans hafi játað aðild að þjófnaði á tugum milljónum króna í Hamraborg í Kópavogi í mars í fyrra. Hann hafi játað hlutdeild í því broti en engin ákæra hafi verið gefin út í málinu. „Það er orðið dálítið langt síðan. Þetta mál var orðið þokkalega vel upplýst svo ég skil ekki alveg hvað tefur.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Lögreglumál Dómsmál Mosfellsbær Tengdar fréttir Telur handtökuna byggja á slúðri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds á hendur karlmanni sem er grunaður um hraðbankastuld í Mosfellsbæ í gærnótt. Dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur gefið sér umhugsunarfrest til morguns um hvort hann fallist á kröfu lögreglu. 20. ágúst 2025 21:33 Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um að stela hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ í fyrrnótt. Hann er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra. 20. ágúst 2025 18:49 Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19. ágúst 2025 19:25 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi mannsins, í samtali við fréttastofu. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Hann sagði í gærkvöldi að hann teldi handtöku umbjóðanda síns eingöngu hafa byggt á sögusögnum. Hann hefði því átt erfitt með að sjá fyrir sér hvernig dómari gæti fallist á gæsluvarðhald. Nú liggur niðurstaða dómsins fyrir og Sveinn Andri segir hana mjög skýra. Rökstuddur grunur um refsivert athæfi hafi ekki legið fyrir í málinu. Því væri skilyrðum gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna ekki uppfyllt. Býst ekki við viðsnúningi í Landsrétti Sveinn Andri segir að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar, sem muni sennilega kveða upp úrskurð síðdegis á morgun. Hann segist ekki búast við því að niðurstaða Landsréttar verði önnur en héraðsdóms, ekki nema lögreglan reiði fram frekari gögn í málinu. Innhringingar ekki nóg Sveinn Andri segir erfitt að svara því hvers vegna lögregla hafi farið fram á gæsluvarðhald án þess að rökstuddur grunur lægi fyrir í málinu. „Það er auðvitað þannig að oft grunar lögregla einhverja menn og einstaklinga um brot, það er bara eins og gengur. Menn fá innhringirnar líka, einhverjar óformlegar upplýsingar og nafnlausar. Það er gangur lögreglustarfsins og ekkert að því en það er ekki hægt að nota innihringiupplýsingar og það sem má kalla slúður, sem grundvöll gæsluvarðhalds.“ Meira þurfti að koma til, til dæmis framburðir og önnur sönnunargögn sem hald er í, sem rennt geti stoðum undir hinn rökstudda grun. „Það var mat dómarans að svo var ekki. Það ber auðvitað að taka fram að dómarinn hefur hjá sér öll gögn málsins, þannig að hann nær að skoða þau. Verjandinn hefur þau ekki, verjandinn hefur bara kröfugerðina sjálfa.“ Játaði hlutdeild í Hamraborgarmálinu Sveinn Andri segir það rétt sem komið hefur fram í fréttum Ríkisútvarpsins, um að umbjóðandi hans hafi játað aðild að þjófnaði á tugum milljónum króna í Hamraborg í Kópavogi í mars í fyrra. Hann hafi játað hlutdeild í því broti en engin ákæra hafi verið gefin út í málinu. „Það er orðið dálítið langt síðan. Þetta mál var orðið þokkalega vel upplýst svo ég skil ekki alveg hvað tefur.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Lögreglumál Dómsmál Mosfellsbær Tengdar fréttir Telur handtökuna byggja á slúðri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds á hendur karlmanni sem er grunaður um hraðbankastuld í Mosfellsbæ í gærnótt. Dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur gefið sér umhugsunarfrest til morguns um hvort hann fallist á kröfu lögreglu. 20. ágúst 2025 21:33 Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um að stela hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ í fyrrnótt. Hann er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra. 20. ágúst 2025 18:49 Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19. ágúst 2025 19:25 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Telur handtökuna byggja á slúðri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist gæsluvarðhalds á hendur karlmanni sem er grunaður um hraðbankastuld í Mosfellsbæ í gærnótt. Dómari hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hefur gefið sér umhugsunarfrest til morguns um hvort hann fallist á kröfu lögreglu. 20. ágúst 2025 21:33
Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um að stela hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ í fyrrnótt. Hann er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra. 20. ágúst 2025 18:49
Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 19. ágúst 2025 19:25