Lífið

Nafn sonarins inn­blásið af Frakk­landi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Eva Dögg og Stefán Darri gáfu syni sínum nafn.
Eva Dögg og Stefán Darri gáfu syni sínum nafn.

Eva Dögg Rúnarsdóttir, jógagyðja og annar eigandi vellíðurnarfyrirtækisins Rvk Ritual, og unnusti hennar, Stefán Darri Þórsson handboltamaður, gáfu yngsta syni sínum nafn við fallega athöfn í vikunni. Eva deildi gleðitíðindunum á Instagram-síðu sinni.

Drengurinn fékk nafnið Ólíver Húgó. Fyrir eiga þau dótturina Sólgerði Lúnu, sem er tveggja ára, og Eva Dögg á einnig tvö börn úr fyrra sambandi. 

„Fjórða barnið okkar og, að minnsta kosti hingað til, síðasta laufið í fullkomna fjögurra blaða smáranum okkar,“ skrifaði Eva Dögg við færsluna. Þar má sjá fallegar myndir af fjölskyldunni á skírnardaginn.

Í færslunni segir Eva Dögg að nafnið sé innblásið af suður-Frakklandi þar sem fjölskyldan býr, og Ólíver var getinn og fæddur. 

„Ef Sóla er varðeldurinn sem hlýjaði okkur og sameinaði sem fjölskyldu, þá er Ólíver Húgó faðmlagið sem heldur okkur þétt saman. Hann er getinn og fæddur hér í suður-Frakklandi, nafnið Ólíver innblásið af ólífutrjánum sem umlykja okkur og táknar frið. Húgó vísar bæði til Victor Hugo og til þess ómótstæðilega knús sem litli Ólíver okkar er. Takk fyrir að deila þessari stund með okkur, elsku vinir og fjölskylda – við erum svo ólýsanlega rík.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.