Innlent

Barn lést úr malaríu á Land­spítalanum

Jón Þór Stefánsson skrifar
Barnið lést í fyrradag.
Barnið lést í fyrradag.

Barnungur drengur lést úr Malaríu á Landspítalanum fyrir tveimur dögum. Eitt systkini hans og móðir liggja nú á spítalanum með sama sjúkdóm.

Þetta herma heimildir fréttastofu, en Rúv greindi fyrst frá.

Drengurinn, sem mun hafa verið tíu ára, veiktist skyndilega. Hann fór nýlega til Úganda með fjölskyldu sinni.

Malaría er afar sjaldgæf hér á landi. Hún er ekki smitandi á milli manna heldur berst í gegnum moskítóflugur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×