Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Agnar Már Másson skrifar 20. ágúst 2025 00:01 Ísraelskir mótmælendur heimta að gíslunum sé sleppt. AP Ísraelsmenn krefjast þess í vopnahlésviðræðum á Gasa að öllum fimmtíu gíslum sem eftir eru í haldi Hamas verði hleypt úr haldi hryðjuverkasamtakanna, samkvæmt því sem ísraelskir ráðamenn segja við breska ríkisútvarpið. Forsvarsmenn Hamas sögðust í dag hafa gengið að tillögum um vopnahlé á Gasa, sem fela meðal annars í sér 60 daga hlé á hernaðaraðgerðum Ísraels og lausn um tíu lifandi gísla. Fulltrúar Hamas hafa fundað með sáttamiðlurum frá Egyptalandi og Katar síðustu daga. Egyptar eru sagðir hafa tekið forystu í viðræðunum, enda eiga þeir mikið undir. Þeir hafa alfarið neitað að taka á móti íbúum Gasa, sem ísraelskir stjórnmálamenn hafa hótað að reka í burtu af svæðinu. Ísrael hefur ekki beinlínis hafnað tillögunni en David Mencer, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar, sagði við breska ríkisútvarpið í dag að þeir hefðu ekki áhuga á samningum sem ekki væru algjörir. „Aðstæður hafa breyst núna. Forsætisráðherrann hefur lagt fram áætlun um framtíð Gasa,“ sagði Mencer en Ísraelsher vill leggja undir sig gervalla Gasaborg. Þá hafa hátt í sextíu þúsund varaliðsmenn í Ísraelsher fengið herkvaðningu í dag vegna aðgerðanna, að því er Haaretz greinir frá. Stjórnvöld í Ísrael sæta nú auknum þrýstingi en efnt var til fjölsóttra mótmæla í Tel Aviv og víðar síðustu helgi og boðað hefur verið til annarra mótmæla næsta sunnudag. Snúast þau aðallega að gagnrýni á áherslur ríkisstjórnarinnar og ekki síst að þeim hafi enn ekki tekist að endurheimta þá 20 lifandi gísla sem enn eru í haldi Hamas. Heimildir BBC úr röðum palestínskra ráðamanna segja að tillagan sem Ísraelar eru nú að tyggja á fæli í sér að 10 lifandi og 18 látnum gíslum yrði skilað á meðan aðilar semdu um varanlegt vopnahlé og skil á hinum gíslunum. Ólíklegt þykir að Ísraelsmenn samþykki tillöguna eins og hún leggur sig. Fyrir tveimur dögum sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels að landið myndi ekki samþykkja neinn samning sem fæli ekki í sér að allir gíslar yrðu sendir heim. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Forsvarsmenn Hamas sögðust í dag hafa gengið að tillögum um vopnahlé á Gasa, sem fela meðal annars í sér 60 daga hlé á hernaðaraðgerðum Ísraels og lausn um tíu lifandi gísla. Fulltrúar Hamas hafa fundað með sáttamiðlurum frá Egyptalandi og Katar síðustu daga. Egyptar eru sagðir hafa tekið forystu í viðræðunum, enda eiga þeir mikið undir. Þeir hafa alfarið neitað að taka á móti íbúum Gasa, sem ísraelskir stjórnmálamenn hafa hótað að reka í burtu af svæðinu. Ísrael hefur ekki beinlínis hafnað tillögunni en David Mencer, talsmaður ísraelsku ríkisstjórnarinnar, sagði við breska ríkisútvarpið í dag að þeir hefðu ekki áhuga á samningum sem ekki væru algjörir. „Aðstæður hafa breyst núna. Forsætisráðherrann hefur lagt fram áætlun um framtíð Gasa,“ sagði Mencer en Ísraelsher vill leggja undir sig gervalla Gasaborg. Þá hafa hátt í sextíu þúsund varaliðsmenn í Ísraelsher fengið herkvaðningu í dag vegna aðgerðanna, að því er Haaretz greinir frá. Stjórnvöld í Ísrael sæta nú auknum þrýstingi en efnt var til fjölsóttra mótmæla í Tel Aviv og víðar síðustu helgi og boðað hefur verið til annarra mótmæla næsta sunnudag. Snúast þau aðallega að gagnrýni á áherslur ríkisstjórnarinnar og ekki síst að þeim hafi enn ekki tekist að endurheimta þá 20 lifandi gísla sem enn eru í haldi Hamas. Heimildir BBC úr röðum palestínskra ráðamanna segja að tillagan sem Ísraelar eru nú að tyggja á fæli í sér að 10 lifandi og 18 látnum gíslum yrði skilað á meðan aðilar semdu um varanlegt vopnahlé og skil á hinum gíslunum. Ólíklegt þykir að Ísraelsmenn samþykki tillöguna eins og hún leggur sig. Fyrir tveimur dögum sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels að landið myndi ekki samþykkja neinn samning sem fæli ekki í sér að allir gíslar yrðu sendir heim.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira