Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2025 20:01 Um fjörutíu mótmælendur voru handteknir í Ísrael í dag fyrir að mótmæla stríðsrekstrinum á Gasa. AP Photo/Ohad Zwigenberg Hátt í fjörutíu Ísraelsmenn voru handteknir í dag fyrir að mótmæla áframhaldandi stríðsrekstri á Gasa. Mörg þúsund mótmæltu áformum yfirvalda um að leggja Gasaströnd undir sig og fjölmargir lögðu niður störf. Mótmælendur komu saman í stærstu borgum Ísrael í gærkvöldi. Enn eru um fimmtíu gíslar, sem voru handsamaðir 7. október 2023, í haldi Hamas-samtakanna. Ættingjar þeirra hafa staðið að vikulegum mótmælum í lengri tíma, vegna þess sem þeir kalla aðgerðaleysi stjórnvalda í að koma gíslunum heim. Margir telja jafnframt að áframhaldandi hernaður og fyrirhuguð yfirtaka Gasastrandar stefni lífi gíslanna í enn frekari og óþarfa hættu. Mótmælin héldu áfram í dag og lögðu margir niður störf. „Í dag stöðvum við allt til að bjarga gíslunum og koma þeim og hermönnunum heim. Í dag stöðvum við allt til að minna á friðhelgi lífsins. Í dag stöðvum við allt svo við getum lifað hér saman næstu hundruð ára. Í dag stöðvum við allt til að takst í hendur til hægri og vinstri, á miðjunni og alls staðar þar á milli,“ segir Anat Angrest, móðir eins gíslanna. Gagnrýnir mótmælendur Ísraelski herinn hefur síðustu daga sótt mjög að íbúum Gasa-borgar en til stendur að rýma borgina og flytja íbúa til suðurhluta strandarinnar. Heilbrigðisyfirvöld á svæðinu segja fjörutíu hafa verið drepna yfir helgina, þar á meðal á svæðum sem áttu að heita örugg. Forsætisráðherra Ísrael var í dag harðorður í garð mótmælenda og ítrekaði að ekki yrði fallið frá fyrirætlunum um að taka yfir Gasaströnd. Þá sagði hann alla þá, sem kölluðu eftir því að stríðið yrði stöðvað án þess að ráða niðurlögum Hamas, styðja við málstað samtakanna. „Þeir sem kalla eftir stríðslokum án sigurs á Hamas herða ekki aðeins afstöðu Hamas og tefja lausn gíslanna, þeir eru líka að tryggja að hryllingurinn 7. október verði endurtekinn aftur og aftur og að synir okkar og dætur verði að berjast aftur og aftur í endalausu stríði,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra í dag. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02 Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09 Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. 13. ágúst 2025 11:53 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Mótmælendur komu saman í stærstu borgum Ísrael í gærkvöldi. Enn eru um fimmtíu gíslar, sem voru handsamaðir 7. október 2023, í haldi Hamas-samtakanna. Ættingjar þeirra hafa staðið að vikulegum mótmælum í lengri tíma, vegna þess sem þeir kalla aðgerðaleysi stjórnvalda í að koma gíslunum heim. Margir telja jafnframt að áframhaldandi hernaður og fyrirhuguð yfirtaka Gasastrandar stefni lífi gíslanna í enn frekari og óþarfa hættu. Mótmælin héldu áfram í dag og lögðu margir niður störf. „Í dag stöðvum við allt til að bjarga gíslunum og koma þeim og hermönnunum heim. Í dag stöðvum við allt til að minna á friðhelgi lífsins. Í dag stöðvum við allt svo við getum lifað hér saman næstu hundruð ára. Í dag stöðvum við allt til að takst í hendur til hægri og vinstri, á miðjunni og alls staðar þar á milli,“ segir Anat Angrest, móðir eins gíslanna. Gagnrýnir mótmælendur Ísraelski herinn hefur síðustu daga sótt mjög að íbúum Gasa-borgar en til stendur að rýma borgina og flytja íbúa til suðurhluta strandarinnar. Heilbrigðisyfirvöld á svæðinu segja fjörutíu hafa verið drepna yfir helgina, þar á meðal á svæðum sem áttu að heita örugg. Forsætisráðherra Ísrael var í dag harðorður í garð mótmælenda og ítrekaði að ekki yrði fallið frá fyrirætlunum um að taka yfir Gasaströnd. Þá sagði hann alla þá, sem kölluðu eftir því að stríðið yrði stöðvað án þess að ráða niðurlögum Hamas, styðja við málstað samtakanna. „Þeir sem kalla eftir stríðslokum án sigurs á Hamas herða ekki aðeins afstöðu Hamas og tefja lausn gíslanna, þeir eru líka að tryggja að hryllingurinn 7. október verði endurtekinn aftur og aftur og að synir okkar og dætur verði að berjast aftur og aftur í endalausu stríði,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra í dag.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02 Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09 Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. 13. ágúst 2025 11:53 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02
Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09
Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. 13. ágúst 2025 11:53