Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Agnar Már Másson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. ágúst 2025 16:59 Málið er enn ekki komið á ákærusvið og enn virðist fullt eftir af rannsókninni. Vísir/Fastinn/Já.is/Getty Þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleit sést enn ekki fyrir endann á fíkniefnamálinu umfangsmikla á Raufarhöfn. Einn útlendingur er í varðhaldi og verður honum að öllum líkindum vísað til Albaníu. Aftur á móti er málið enn ekki komið til ákærusviðs. Rannsókn málsins snýr að fíkniefnaframleiðslu, þá helst kannabis, en önnur brot hafa einnig verið til rannsóknar. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur haft umsjón með rannsókninni en átt í samstarfi við önnur lögregluembætti enda teygir meint fíkniefnaframleiðsla anga sína þvert alla leið til Reykjavíkur. Í svörum Skarphéðins Aðalsteinssonar rannsóknarlögreglumanns við fyrirspurn Vísis segir að þremur sakborningum í stórfelldu fíkniefnamáli á Raufarhöfn og víðar hafi verið vísað úr landi til Albaníu. Einum þeirra var vísað úr landi um miðjan júlí, eins og greint var frá á sínum tíma. Þannig að enn situr einn í gæsluvarðhaldi en til stendur að vísa honum einnig til Albaníu. Útlendingastofnun tekur þá ákvörðun. Bæði Íslendingar og útlendingar hafa verið handteknir í tengslum við málið en væntanlega er sá íslenski ekki lengur í varðhaldi. Eyþór Þorbergsson, sem starfar á ákærusviði lögreglunnar, sagði við fréttastofu á þriðjudag að málið væri enn ekki komið á sitt borð. Ekki sæist fyrir endann á rannsókninni, sem varðar umfangsmikla framleiðslu marijúana víða um landið. Málið vakti fyrst athygli 18. júní þegar lögregla réðst í húsleit á Raufarhöfn og í Borgarnesi og lagði þar hald á fíkniefni og búnað til framleiðslu. Íbúar lýstu dularfullri umferð við húsið í Raufarhöfn, bíll hafi af og til sést við húsið á næturnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Nokkrum vikum síðar, í byrjun júlí, réðst lögregla í húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í götu í Kópavogi hins vegar. Þá tilkynnti lögreglan að hún hefði alls framkvæmt sex húsleitir víðs vegar á landinu. Í flestum þessara tilfella húsleitaraðgerðanna hafa nágrannar sagst við fréttastofu hafa verið furðu lostnir þegar lögreglan réðst í aðgerðir. En þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleitinni sést enn ekki fyrir endann á rannsókninni. „Rannsóknin gengur vel en er langt frá því að vera lokið,“ skrifar Skarphéðinn í svari sínu til fréttastofu. Norðurþing Kannabis Fíkniefnabrot Kópavogur Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Rannsókn málsins snýr að fíkniefnaframleiðslu, þá helst kannabis, en önnur brot hafa einnig verið til rannsóknar. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur haft umsjón með rannsókninni en átt í samstarfi við önnur lögregluembætti enda teygir meint fíkniefnaframleiðsla anga sína þvert alla leið til Reykjavíkur. Í svörum Skarphéðins Aðalsteinssonar rannsóknarlögreglumanns við fyrirspurn Vísis segir að þremur sakborningum í stórfelldu fíkniefnamáli á Raufarhöfn og víðar hafi verið vísað úr landi til Albaníu. Einum þeirra var vísað úr landi um miðjan júlí, eins og greint var frá á sínum tíma. Þannig að enn situr einn í gæsluvarðhaldi en til stendur að vísa honum einnig til Albaníu. Útlendingastofnun tekur þá ákvörðun. Bæði Íslendingar og útlendingar hafa verið handteknir í tengslum við málið en væntanlega er sá íslenski ekki lengur í varðhaldi. Eyþór Þorbergsson, sem starfar á ákærusviði lögreglunnar, sagði við fréttastofu á þriðjudag að málið væri enn ekki komið á sitt borð. Ekki sæist fyrir endann á rannsókninni, sem varðar umfangsmikla framleiðslu marijúana víða um landið. Málið vakti fyrst athygli 18. júní þegar lögregla réðst í húsleit á Raufarhöfn og í Borgarnesi og lagði þar hald á fíkniefni og búnað til framleiðslu. Íbúar lýstu dularfullri umferð við húsið í Raufarhöfn, bíll hafi af og til sést við húsið á næturnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Nokkrum vikum síðar, í byrjun júlí, réðst lögregla í húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í götu í Kópavogi hins vegar. Þá tilkynnti lögreglan að hún hefði alls framkvæmt sex húsleitir víðs vegar á landinu. Í flestum þessara tilfella húsleitaraðgerðanna hafa nágrannar sagst við fréttastofu hafa verið furðu lostnir þegar lögreglan réðst í aðgerðir. En þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleitinni sést enn ekki fyrir endann á rannsókninni. „Rannsóknin gengur vel en er langt frá því að vera lokið,“ skrifar Skarphéðinn í svari sínu til fréttastofu.
Norðurþing Kannabis Fíkniefnabrot Kópavogur Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent