Aðlögunar krafist eftir U-beygju Valur Páll Eiríksson skrifar 17. ágúst 2025 09:00 Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnumanna. vísir/Diego Nóg var að gera á skrifstofu Stjörnunnar í vikunni þar sem liðið fékk þrjá nýja leikmenn fyrir seinni hluta tímabilsins í Bestu deild karla. Þrír erlendir leikmenn sömdu við Stjörnuna, tveir frá Síerra Leóne, og einn Hollendingur. Fyrir leiktíðina var ekki einn einasti útlendingur á mála hjá Garðbæingum en nú eru þeir skyndilega orðnir fjórir, eftir að Steven Caulker varð spilandi aðstoðarþjálfari í júlí. Hann hafði einmitt mikið með skiptin að gera, enda tveir leikmannana sem spiluðu með honum fyrir landslið Síerra Leóne. En er þetta U-beygja í leikmannamálum Stjörnunnar? „Ef við skilgreinum hópinn út frá Íslendingum og útlendingum, þá er það klárlega þannig. Auðvitað er þetta aðeins öðruvísi en við höfum gert. En svo höfum við misst rosalegt magn af kreatívum leikmönnum úr hópnum og ekki sótt mikið inn í staðinn,“ segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. „Þetta er auðvitað öðruvísi en spennandi líka. Aðeins út fyrir þægindarammann fyrir okkur alla, og gera öðruvísi hluti. Við þurfum að passa að ýta okkur út úr þægindarammanum, bæði hópurinn, ég og allir,“ bætir hann við. Caulker talaði fallega um félagið Annar tveggja leikmannana frá Sierra Leone er enn ekki kominn til landsins en væntanlegur innan tíðar. Kantmaðurinn Alpha Conteh er aftur á móti kominn á fullt í Garðabæ og eftir veru í Búlgaríu, Ísrael og síðast Aserbaídsjan er hann klár í nýtt ævintýri. Klippa: Síerraleónskur heimshornaflakkari í Garðabæinn Caulker hafi þá haft áhrif á ákvörðun hans að koma hingað. „Ég fékk símtal frá Stjörnunni, svo ég mætti. Fyrrum félagi minn var hérna fyrir, Steve, við spiluðum saman fyrir Síerra Leóne. Hann sagði mér mikið frá félaginu, hversu frábært félag þetta sé. Það fékk mig hingað,“ „Það er fallegt hér, og fallegt veður þó það sé kalt. Ég mun aðlagast þessu, það er eðlilegt. Ég vandist köldum vetrum í Búlgaríu og það mun gerast hér. Það tekur bara smá tíma,“ Hlýrra viðmót en veður Þá er Hollendingurinn Damil Dankerlui einnig nýr leikmaður Stjörnunnar sem er stór prófíll, á að baki yfir 150 leiki í Eredivisie, efstu deild Hollands. „Hvað fær mig hingað? Það er góð spurning sem margir spyrja mig. Af hverju ég komi til Íslands. Stundum þarf að gera hlutina öðruvísi. Fyrir mig er þetta spennandi ævintýri,“ „Ég hlakka til að spila, að sýna mig fyrir fólkinu og stuðningsmönnunum. Ég finn hlýjuna hér. Nema veðrið,“ segir Dankerlui að hlær eftir æfingu á heldur köldum föstudegi. Viðtöl við þá Alpha Conteh og Damil Dankerlui má sjá í heild í spilurunum að ofan. Áhugavert viðtal við Jökul má sjá í heild að neðan. Stjarnan Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Þrír erlendir leikmenn sömdu við Stjörnuna, tveir frá Síerra Leóne, og einn Hollendingur. Fyrir leiktíðina var ekki einn einasti útlendingur á mála hjá Garðbæingum en nú eru þeir skyndilega orðnir fjórir, eftir að Steven Caulker varð spilandi aðstoðarþjálfari í júlí. Hann hafði einmitt mikið með skiptin að gera, enda tveir leikmannana sem spiluðu með honum fyrir landslið Síerra Leóne. En er þetta U-beygja í leikmannamálum Stjörnunnar? „Ef við skilgreinum hópinn út frá Íslendingum og útlendingum, þá er það klárlega þannig. Auðvitað er þetta aðeins öðruvísi en við höfum gert. En svo höfum við misst rosalegt magn af kreatívum leikmönnum úr hópnum og ekki sótt mikið inn í staðinn,“ segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. „Þetta er auðvitað öðruvísi en spennandi líka. Aðeins út fyrir þægindarammann fyrir okkur alla, og gera öðruvísi hluti. Við þurfum að passa að ýta okkur út úr þægindarammanum, bæði hópurinn, ég og allir,“ bætir hann við. Caulker talaði fallega um félagið Annar tveggja leikmannana frá Sierra Leone er enn ekki kominn til landsins en væntanlegur innan tíðar. Kantmaðurinn Alpha Conteh er aftur á móti kominn á fullt í Garðabæ og eftir veru í Búlgaríu, Ísrael og síðast Aserbaídsjan er hann klár í nýtt ævintýri. Klippa: Síerraleónskur heimshornaflakkari í Garðabæinn Caulker hafi þá haft áhrif á ákvörðun hans að koma hingað. „Ég fékk símtal frá Stjörnunni, svo ég mætti. Fyrrum félagi minn var hérna fyrir, Steve, við spiluðum saman fyrir Síerra Leóne. Hann sagði mér mikið frá félaginu, hversu frábært félag þetta sé. Það fékk mig hingað,“ „Það er fallegt hér, og fallegt veður þó það sé kalt. Ég mun aðlagast þessu, það er eðlilegt. Ég vandist köldum vetrum í Búlgaríu og það mun gerast hér. Það tekur bara smá tíma,“ Hlýrra viðmót en veður Þá er Hollendingurinn Damil Dankerlui einnig nýr leikmaður Stjörnunnar sem er stór prófíll, á að baki yfir 150 leiki í Eredivisie, efstu deild Hollands. „Hvað fær mig hingað? Það er góð spurning sem margir spyrja mig. Af hverju ég komi til Íslands. Stundum þarf að gera hlutina öðruvísi. Fyrir mig er þetta spennandi ævintýri,“ „Ég hlakka til að spila, að sýna mig fyrir fólkinu og stuðningsmönnunum. Ég finn hlýjuna hér. Nema veðrið,“ segir Dankerlui að hlær eftir æfingu á heldur köldum föstudegi. Viðtöl við þá Alpha Conteh og Damil Dankerlui má sjá í heild í spilurunum að ofan. Áhugavert viðtal við Jökul má sjá í heild að neðan.
Stjarnan Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira