Íslenski boltinn

Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
María Dögg Jóhannesdóttir fagnar jöfnunarmarki sínu.
María Dögg Jóhannesdóttir fagnar jöfnunarmarki sínu. Sýn Sport

Tindastóll og Þróttur gerðu 1-1 jafntefli í Bestu deild kvenna í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá mörkin og rauða spjaldið í leiknum hér inn á Vísi.

Þetta var lokaleikur þrettándu umferðar en Þrótti mistókst þarna að ná FH að stigum í öðru sætinu. Tindastólsliðið er eftir leikinn fjórum stigum frá fallsæti.

Unnur Dóra Bergsdóttir kom Þrótti í 1-0 á 42. mínútu og þannig var staðan þar til á 90. mínútu þegar María Dögg Jóhannesdóttir jafnaði metin.

Þróttarakonur voru þá orðnar tíu á móti ellefu eftir að Mist Funadóttir fékk sitt annað gula spjald á 84. mínútu. Mist fékk seinna gula spjaldið fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að hún var dæmd rangstæð.

Þetta er annar leikurinn í röð sem Þróttur endar manni færri en í leiknum á undan náðu þær að halda forystunni og tryggja sér sigur. Nú misstu þær aftur á móti tvö stig með því að fá á sig jöfnunarmark á síðustu mínútu leiksins.

Það má sjá mörkin og rauða spjaldið hér fyrir neðan.

Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik Tindastóls og Þróttar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×