Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Agnar Már Másson skrifar 12. ágúst 2025 11:06 Fjölskyldan úr Fáskrúðsfirði hefur rekið KFC í Danmörku síðan það opnaði í Danmörku árið 1986.Á mynd er úrklippa úr tölublaði Frjálsrar verslunar frá 1996 um útrás Íslendinga á erlendum skyndibitamarkaði. Þarna eru feðgarnir. Tímarit.is Fyrirtæki í eigu Íslendings sem hefur rekið veitingahús KFC í Danmörku í tæplega fjóra áratugi hefur lýst yfir gjaldþroti en öllum stöðum keðjunnar var lokað í júní eftir að danskir miðlar greindu frá meriháttar vanrækslu á heilsuháttaverklagi á stöðunum. Það vakti mikla athygli í júní síðastliðnum þegar Íslendingurinn Bjartmar Þrastarson var sviptur leyfinu til að reka KFC í Danmörku eftir að DR ljóstraði upp um meinta vanrækslu starfsmanna á heilsuháttarverklagi. Faðir Bjartmars, Þröstur Júlíusson, stofnaði KFC í Danmörku árið 1986 og hafa þeir feðgarnir rekið félagið saman í áraraðir. Félagið nefnist Isken Aps og rak það alls ellefu veitingastaði en þeir lokuðu allir í júlí þegar danska ríkisútvarpið greindi frá því að starfsfólk hefði reglulega „framlengt“ kjúkling með því að skipta út merkimiðum á ferskum, þíddum kjúkling sem hefði ekki verið eldaður fyrir síðasta notkunardag. Þetta hafi að sögn starfsmann verið í trássi við heilsuháttaverklag KFC. Í kjölfarið lokaði KFC West Europe stöðunum og svipti feðgana leyfinu, að sögn danskra miðla. Hafa Danir verið KFC-lausir síðan en móðurfélagið leitar nú nýrra rekstraraðila fyrir staðina í Danmörku. Ekstra bladet greinir nú frá gjaldþroti Isken ApS og vísar til Statstidende. Fyrirtækið mun hafa óskað eftir gjaldþrotaskiptum hinn 18. júlí og skrifar Ekstra bladet að félagið hafi samkvæmt opinberum gögnum haft alls 191 starfsmann í maí. Í byrjun júlí greindi miðillinn einnig frá því að Isken væri á barmi gjaldþrots og hafi upplýst starfsfólk að það gæti ekki greitt starfsfólki sínu laun. Samkvæmt nýjasta ársreikningi fyrir 2023 var eigið fé félagsins neikvætt um 5,5 milljónir danskra króna sem nemur um 105 milljónum íslenskra króna. Það ár hafði félaginu þó tekist að skila hagnaði í fyrsta sinn frá kórónuveirufaraldri. Feðgarnir fluttust frá Fáskrúðsfirði til Malmö í Svíþjóð 1983, samkvæmt blaðagrein í Frjálsri verslun frá tíunda áratuginum, og Þröstur opnaði fyrsta KFC-staðinn í Kaupmannahöfn 1986. Bjartmar, sem er í dag 52, tók við sem framkvæmdastjóri árið 2008 og hefur verið 51 prósenta eigandi í Isken ApS síðan 2019, þegar umsvifamikill veitingamaður að nafni Mustafa Sahin keypti 49 prósenta hlut í keðjunni. Þröstur, sem er á áttræðisaldri í dag, hefur enn verið viðloðinn reksturinn þó að hann sé ekki í eigendahópnum. Blaðamaður Vísis sló á þráðinn hjá Þresti en hann vildi ekki tjá sig um málið. Kjúklingur Veitingastaðir Danmörk Íslendingar erlendis Heilbrigðiseftirlit Matur Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Það vakti mikla athygli í júní síðastliðnum þegar Íslendingurinn Bjartmar Þrastarson var sviptur leyfinu til að reka KFC í Danmörku eftir að DR ljóstraði upp um meinta vanrækslu starfsmanna á heilsuháttarverklagi. Faðir Bjartmars, Þröstur Júlíusson, stofnaði KFC í Danmörku árið 1986 og hafa þeir feðgarnir rekið félagið saman í áraraðir. Félagið nefnist Isken Aps og rak það alls ellefu veitingastaði en þeir lokuðu allir í júlí þegar danska ríkisútvarpið greindi frá því að starfsfólk hefði reglulega „framlengt“ kjúkling með því að skipta út merkimiðum á ferskum, þíddum kjúkling sem hefði ekki verið eldaður fyrir síðasta notkunardag. Þetta hafi að sögn starfsmann verið í trássi við heilsuháttaverklag KFC. Í kjölfarið lokaði KFC West Europe stöðunum og svipti feðgana leyfinu, að sögn danskra miðla. Hafa Danir verið KFC-lausir síðan en móðurfélagið leitar nú nýrra rekstraraðila fyrir staðina í Danmörku. Ekstra bladet greinir nú frá gjaldþroti Isken ApS og vísar til Statstidende. Fyrirtækið mun hafa óskað eftir gjaldþrotaskiptum hinn 18. júlí og skrifar Ekstra bladet að félagið hafi samkvæmt opinberum gögnum haft alls 191 starfsmann í maí. Í byrjun júlí greindi miðillinn einnig frá því að Isken væri á barmi gjaldþrots og hafi upplýst starfsfólk að það gæti ekki greitt starfsfólki sínu laun. Samkvæmt nýjasta ársreikningi fyrir 2023 var eigið fé félagsins neikvætt um 5,5 milljónir danskra króna sem nemur um 105 milljónum íslenskra króna. Það ár hafði félaginu þó tekist að skila hagnaði í fyrsta sinn frá kórónuveirufaraldri. Feðgarnir fluttust frá Fáskrúðsfirði til Malmö í Svíþjóð 1983, samkvæmt blaðagrein í Frjálsri verslun frá tíunda áratuginum, og Þröstur opnaði fyrsta KFC-staðinn í Kaupmannahöfn 1986. Bjartmar, sem er í dag 52, tók við sem framkvæmdastjóri árið 2008 og hefur verið 51 prósenta eigandi í Isken ApS síðan 2019, þegar umsvifamikill veitingamaður að nafni Mustafa Sahin keypti 49 prósenta hlut í keðjunni. Þröstur, sem er á áttræðisaldri í dag, hefur enn verið viðloðinn reksturinn þó að hann sé ekki í eigendahópnum. Blaðamaður Vísis sló á þráðinn hjá Þresti en hann vildi ekki tjá sig um málið.
Kjúklingur Veitingastaðir Danmörk Íslendingar erlendis Heilbrigðiseftirlit Matur Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira