„Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 11. ágúst 2025 22:01 KR-ingurinn Gabríel Hrannar þakkar fyrir sig. Vísir/Anton Brink „Þetta gerist ekki betra,“ sagði Gabríel Hrannar Eyjólfsson, bakvörður KR, eftir sigur á heimavelli gegn Aftureldingu í Bestu deild karla. KR er þar með komið upp úr fallsæti. Eftir að hafa lent undir snemma leiks sneru KR-ingar leiknum við í síðari hálfleik með tveimur mörkum. Átti Gabríel Hrannar stóran þátt í báðum, en hann fiskaði vítaspyrnu sem Aron Sigurðarson skoraði úr sem jafnaði leikinn og lagði hann svo upp sigurmarkið á Eið Gauta Sæbjörnsson. Gabríel Hrannar var í skýjunum með frammistöðu liðsins og tilfinninguna að spila á Meistaravöllum. „Þetta var fyrsti leikurinn minn á Meistaravöllum, því ég spilaði ekki á móti Breiðablik, og þetta var ógeðslega skemmtilegt. Ógeðslega gaman.“ Gabríel hefur ekki spilað síðan 14. júlí, en kom inn í byrjunarliðið í þessum leik. Aðspurður hvernig hann hafi verið stemmdur fyrir leikinn þá hafði Gabríel þetta að segja. „Að standa mig. Burt séð frá því hvort ég hafi spilað leikinn á undan eða hvað, við vorum bara allir staðráðnir í að standa saman og gera okkar besta og við gerðum það bara vel held ég.“ Gabríel Hrannar á boltanum.Vísir/Anton Brink Gengi KR hefur verið þungt fram til þess og er því sigurinn í kvöld nærandi fyrir Vesturbæinga, en hvernig hefur stemningin í hópnum verið í gegnum þennan erfiða tíma? „Hún hefur bara verið nokkuð góð. Auðvitað er þetta ógeðslega erfitt, þetta er áskorun og þetta getur verið stressandi. En við höfum talað þannig að svo lengi sem við látum ekki hræðsluna og stressið stýra okkur og að leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku. Við náðum því nokkuð vel í dag.“ Fimmtán hundruð manns mættu á völlinn í kvöld og var KR-liðið stutt dyggilega. Hvernig var fyrir uppaldan KR-ing að fá loksins að leika á Meistaravöllum eftir langa bið? „Frábær, en auðvitað er það undir okkur komið að sjá til þess að þau haldi áfram að koma og styðja við bakið á okkur. Stuðningurinn var frábær og hefur verið það í allt sumar og vonandi heldur þetta bara svona áfram,“ sagði Gabríel Hrannar að lokum. Gabríel Hrannar var með áætlunarferðir upp vinstri vænginn.Vísir/Anton Brink Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Eftir að hafa lent undir snemma leiks sneru KR-ingar leiknum við í síðari hálfleik með tveimur mörkum. Átti Gabríel Hrannar stóran þátt í báðum, en hann fiskaði vítaspyrnu sem Aron Sigurðarson skoraði úr sem jafnaði leikinn og lagði hann svo upp sigurmarkið á Eið Gauta Sæbjörnsson. Gabríel Hrannar var í skýjunum með frammistöðu liðsins og tilfinninguna að spila á Meistaravöllum. „Þetta var fyrsti leikurinn minn á Meistaravöllum, því ég spilaði ekki á móti Breiðablik, og þetta var ógeðslega skemmtilegt. Ógeðslega gaman.“ Gabríel hefur ekki spilað síðan 14. júlí, en kom inn í byrjunarliðið í þessum leik. Aðspurður hvernig hann hafi verið stemmdur fyrir leikinn þá hafði Gabríel þetta að segja. „Að standa mig. Burt séð frá því hvort ég hafi spilað leikinn á undan eða hvað, við vorum bara allir staðráðnir í að standa saman og gera okkar besta og við gerðum það bara vel held ég.“ Gabríel Hrannar á boltanum.Vísir/Anton Brink Gengi KR hefur verið þungt fram til þess og er því sigurinn í kvöld nærandi fyrir Vesturbæinga, en hvernig hefur stemningin í hópnum verið í gegnum þennan erfiða tíma? „Hún hefur bara verið nokkuð góð. Auðvitað er þetta ógeðslega erfitt, þetta er áskorun og þetta getur verið stressandi. En við höfum talað þannig að svo lengi sem við látum ekki hræðsluna og stressið stýra okkur og að leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku. Við náðum því nokkuð vel í dag.“ Fimmtán hundruð manns mættu á völlinn í kvöld og var KR-liðið stutt dyggilega. Hvernig var fyrir uppaldan KR-ing að fá loksins að leika á Meistaravöllum eftir langa bið? „Frábær, en auðvitað er það undir okkur komið að sjá til þess að þau haldi áfram að koma og styðja við bakið á okkur. Stuðningurinn var frábær og hefur verið það í allt sumar og vonandi heldur þetta bara svona áfram,“ sagði Gabríel Hrannar að lokum. Gabríel Hrannar var með áætlunarferðir upp vinstri vænginn.Vísir/Anton Brink
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira