Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. ágúst 2025 13:50 Fjölmenni vottaði fjölmiðlamönnunum drepnu virðingu sína í útför þeirra sem fór fram í dag. AP Anas al-Sharif, fréttamaður Al Jazeera sem var tekinn af lífi í loftárás Ísraelshers í gær, er sagður hafa framleitt sjónvarpsefni fyrir Hamas áður en yfirstandandi stríð hófst. Ísraelsmenn héldu því fram í gær að hann hefði farið fyrir vígasveit Hamasliða en hafa ekki rökstutt það með nokkrum hætti. Þá hefur al-Sharif jafnframt gagnrýnt Hamas ítrekað í færslum á samfélagsmiðlum. Al-Sharif var á meðal fimm blaðamanna á vegum Al Jazeera sem myrtir voru í markvissri loftárás Ísraelsmanna á sérstakar tjaldbúðir blaðamanna í Gasaborg í gærkvöldi. Ísraelski herinn gekkst við því að hafa vísvitandi drepið mennina og sagði fyrrnefndan Anas al-Sharif hafa verið hryðjuverkamann og útsendara Hamas í dulargervi fréttamanns. Ísraelsmenn staðhæfðu einnig að þeir byggju yfir „óyggjandi gögnum“ þess efnis. Þó hafa þeir ekki sýnt á spilin að miklu leyti og þau óyggjandi gögn sem þeir hafa lagt fram eru ekki sannfærandi að mati Jeremy Bowen, fréttastjóra erlendra frétta hjá breska ríkisútvarpinu. Samkvæmt umfjölluninni er það eina sem ísraelski herinn hefur birt skjáskot af töflureikni sem þeir vilja meina að útlisti útsendara Hamas á norðanverðri Gasaströndinni. Breska ríkisútvarpinu hefur ekki tekist að sannreyna þessi gögn, enda bara um skjáskot að ræða, og það getur hver sem er skrifað nöfn inn í töflureikni. Ísraelar segja að auk skjáskotanna búi þeir yfir lista yfir þátttakendur í „hryðjuverkaþjálfunarnámskeiðum“ og síma- og launaskrár. Fréttamenn breska ríkisútvarpsins setja spurningarmerki við réttmæti drápanna á blaðamönnunum fimm hafi aðild al-Sharif að Hamas ekki verið umfangsmeiri en allt bendir til. Á annað hundrað blaðamanna hafa verið drepnir á Gasaströndinni frá upphafi stríðsins og um hundrað fangelsaðir. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. 11. ágúst 2025 09:12 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Ísraelsmenn héldu því fram í gær að hann hefði farið fyrir vígasveit Hamasliða en hafa ekki rökstutt það með nokkrum hætti. Þá hefur al-Sharif jafnframt gagnrýnt Hamas ítrekað í færslum á samfélagsmiðlum. Al-Sharif var á meðal fimm blaðamanna á vegum Al Jazeera sem myrtir voru í markvissri loftárás Ísraelsmanna á sérstakar tjaldbúðir blaðamanna í Gasaborg í gærkvöldi. Ísraelski herinn gekkst við því að hafa vísvitandi drepið mennina og sagði fyrrnefndan Anas al-Sharif hafa verið hryðjuverkamann og útsendara Hamas í dulargervi fréttamanns. Ísraelsmenn staðhæfðu einnig að þeir byggju yfir „óyggjandi gögnum“ þess efnis. Þó hafa þeir ekki sýnt á spilin að miklu leyti og þau óyggjandi gögn sem þeir hafa lagt fram eru ekki sannfærandi að mati Jeremy Bowen, fréttastjóra erlendra frétta hjá breska ríkisútvarpinu. Samkvæmt umfjölluninni er það eina sem ísraelski herinn hefur birt skjáskot af töflureikni sem þeir vilja meina að útlisti útsendara Hamas á norðanverðri Gasaströndinni. Breska ríkisútvarpinu hefur ekki tekist að sannreyna þessi gögn, enda bara um skjáskot að ræða, og það getur hver sem er skrifað nöfn inn í töflureikni. Ísraelar segja að auk skjáskotanna búi þeir yfir lista yfir þátttakendur í „hryðjuverkaþjálfunarnámskeiðum“ og síma- og launaskrár. Fréttamenn breska ríkisútvarpsins setja spurningarmerki við réttmæti drápanna á blaðamönnunum fimm hafi aðild al-Sharif að Hamas ekki verið umfangsmeiri en allt bendir til. Á annað hundrað blaðamanna hafa verið drepnir á Gasaströndinni frá upphafi stríðsins og um hundrað fangelsaðir.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. 11. ágúst 2025 09:12 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. 11. ágúst 2025 09:12