Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar 11. ágúst 2025 07:30 Dómsmálaráðherra heldur áfram herferð sinni í upplýsinga óreiðu og rangfærslum þegar það kemur að málefnum útlendinga. Helsta aðferðin sem er notuð er að hræra öllu saman í eitt og láta eins og það sé stóri sannleikurinn. Nýjasta skoðana grein frá Dómsmálaráðherra á Vísir er uppfull af rangfærslum og blekkingum. Ísland er fámennt land. Þannig að lágar tölur breyta miklu. Það er erfitt að taka í sundur þessa þvælu sem dómsmálaráðherra skrifar en það er alveg ljóst að sú lagabreyting sem er boðuð mun ekki hafa nein áhrif á flutninga fólks til Íslands frá ríkjum ESB, EES og EFTA til Íslands. Þar sem það fólk er með frjálsa för til Íslands. Boðuð hækkun á gjöldum er eingöngu til þess að halda fátæku fólki frá Íslandi. Flestir af þeim sem koma til Íslands frá ríkjum ESB gera það til þess að vinna við ferðaþjónustu á Íslandi, það er eitthvað um önnur störf en það er ekki mikið. Flestir af þessum einstaklingum sem koma til Íslands eru eingöngu til þess að vinna og fara eftir að þeir eru búnir að vinna það sem þeir ætla sér. Mjög fáir einstaklingar eru á Íslandi til frambúðar en það er alltaf eitthvað. Lög um útlendinga á hinum Norðurlöndunum voru sett að undirlagi öfgafullra hægri stjórnmálaflokka sem hafa verið að dreifa útlendingahatri síðustu áratugina til þess að afla sér atkvæða og valda. Enda voru og eru ríkisstjórnir á hinum Norðurlöndum oftast minnihlutastjórnir sem þurfa stuðning stjórnmálaflokka sem eru ekki í ríkisstjórn til að koma málum í gegn. Þessir öfgaflokkar og þeirra stefnur hafa reynst Noregi, Danmörku, Finnlandi og núna Svíþjóð dýr til lengri tíma. Helsta niðurstaðan hefur verið minni hagvöxtur. Liður í grein Dómsmálaráðherra, sem er merktur númer 6 er gjörsamlega án sönnunargagna og alls óvíst að þetta sé raunveruleikinn. Það er oft sem svindlarar stunda þetta til að afla sér peninga og hafa ekki neinar áætlanir um neitt annað. Það má einnig nefna að þetta er nákvæmlega sama aðferð sem Dómsmálaráðherra er að nota núna og var notuð gegn flóttafólki frá Venúsela og með nákvæmlega sömu fullyrðingum. Þegar á reyndi, þá voru þetta bara lygar frá þeim þingmönnum sem settu það fram (heimild 1). Ég sé enga ástæðu til þess að meðhöndla þessa fullyrðingu Dómsmálaráðherra í þessum lið neitt öðruvísi heldur en þær lygar sem voru settar fram um fólk sem er að flýja alræðisstjórnvöld í Venúsela til Íslands. Liður sjö í grein Dómsmálaráðherra er einnig undarlegur. Þar sem þar er verið að hræra saman mörgum óskyldum hlutum og verið að setja það fram sem einn heildar hlut. Staðreyndin er sú að frátöldu fólki frá Úkraínu og Venúsela. Þá er fjöldi flóttamanna sem kemur til Íslands mjög lítill. Gögn frá Eurostat sýna að fjöldi flóttamanna árið 2024 sem eru frá öðrum ríkjum var ekki nema 455 manns í heildina (heimild 2). Eurostat vinnur úr þeim gögnum sem þeir fá frá Íslandi. Það er alveg ljóst að ekki er hægt að senda fólk til baka til ríkja eins og Afganistan, þar sem þeirra bíður ekkert nema dauðinn. Íslensk stjórnvöld hafa síðan verið mjög dugleg við að misnota Dyflinarreglugerðina til þess að senda fólk frá Íslandi til annara ríkja í Evrópu. Oftast er það Ítalía eða Grikkland, þar sem bæði ríkin eru að fást við of marga flóttamenn. Það er einnig ekki hægt að senda fólk til baka til Palestínu sem er búið að leggja gjörsamlega í rúst af Ísrael. Fækkun flóttamanna til Íslands og Evrópu almennt árið 2024 kemur til vegna loka borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Þar er ennþá fullt af vandamálum og það mun taka langan tíma þangað til að innviðir í Sýrlandi verða komnir í lag og friður næst að fullu í landinu en endalok borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi hefur fækkað flóttafólki til Evrópu og gerði það einhverju leiti strax. Margir Sýrlendingar munu flytja aftur til Sýrlands þegar aðstæður verða orðnar betri en þær eru í dag og friðurinn meiri. Það gæti hinsvegar tekið nokkur ár áður en flutningar til baka verða í þeim mæli að það fer að sjást í gögnum sem safnað er. Þegar gögn Eurostat eru skoðuð (heimild 3) yfir innflytjendur. Þá kemur í ljós að Ísland er ekki í neinum sérstökum flokki þar. Fjöldi innflytjenda til Ísland er álíka mikill og til Sviss, þó heldur minni ef eitthvað er. Gögn Hagstofu Íslands (heimild 4) sýna einnig að ef ekki væri fyrir flutnings fólks til Íslands. Þá væri íslendingum farið að fækka. Flest af þessu fólki sem flytur til Íslands gerir svo í skamman tíma. Þá til þess að vinna í ferðaþjónustu og önnur tilfallandi störf eins og ég nefndi fyrr í þessari grein. Gögn Eurostat sýna einnig að fjöldi fólks sem er með annað ríkisfang en Ísland er ekki nema 21% (heimild 5). Ísland er þar ekkert öðruvísi en önnur ríki í Evrópu að þessu leiti. Þessi tölfræði frá Eurostat er einnig með í nákvæmum atriðum fullt af öðrum hlutum sem ég ætla ekki að fjalla um hérna. Ísland er ekki í neinu stjórnleysi þegar það kemur að málefnum innflytjenda eða flóttamanna. Þegar gögnin eru skoðuð. Þá kemur í ljós að slíkar fullyrðingar eru ósannar. Vandamál með húsnæði á Íslandi á sér svo langa sögu að hægt er að fara í fréttablöð frá árinu 1970 og sjá að svipað vandamál var í gangi á Íslandi á þeim tíma og er núna í dag. Þar er ábyrgðin eingöngu íslenskra stjórnmálamanna og þessi ábyrgð hefur alltaf verið þar. Ábyrgðin er ekki fólksins sem flytur til Íslands og gerir sitt besta að lifa í ónýtu kerfi sem íslendingar hafa búið til. Þessi málflutningur Dómsmálaráðherra er til skammar, án nokkura staðreynda og er eingöngu til þess að afla stuðnings við lagabreytingar sem einangra Ísland ennþá meira frá fólki sem býr í ríkjum sem eru fyrir utan EES/ESB/EFTA og er sérstaklega beint gegn flóttafólki sem kemur til Íslands. Staðreyndin er sú að án flutnings þessa fólks til Íslands. Þá væri viðvarandi fólksfækkun á Íslandi. Þessa stundina, þá er fólks fjölgun á Íslandi en það eru bara 10 til 20 ár þangað til að það snýst varanlega við. Ef aðstæður í efnahag Íslands breytast, þá getur þetta gerist. Það þarf ekki annað að gerast en að ferðamenn hætti að koma til Íslands til þess að það verði varanleg fólksfækkun á Íslandi og það hröð og mikil. Þar sem flestir sem flytja til Íslands gera það til þess að vinna í þjónustu við ferðamenn. Staðreyndir eiga að vera notaðar við lagasetningar. Það á ekki að nota hræðsluáróður og skáldskap til þess að réttlæta lagasetningar sem eru frá upphafi slæmar og munu hafa slæmar afleiðingar fyrir fjölda fólks. Höfundur er rithöfundur búsettur í Danmörku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðherra heldur áfram herferð sinni í upplýsinga óreiðu og rangfærslum þegar það kemur að málefnum útlendinga. Helsta aðferðin sem er notuð er að hræra öllu saman í eitt og láta eins og það sé stóri sannleikurinn. Nýjasta skoðana grein frá Dómsmálaráðherra á Vísir er uppfull af rangfærslum og blekkingum. Ísland er fámennt land. Þannig að lágar tölur breyta miklu. Það er erfitt að taka í sundur þessa þvælu sem dómsmálaráðherra skrifar en það er alveg ljóst að sú lagabreyting sem er boðuð mun ekki hafa nein áhrif á flutninga fólks til Íslands frá ríkjum ESB, EES og EFTA til Íslands. Þar sem það fólk er með frjálsa för til Íslands. Boðuð hækkun á gjöldum er eingöngu til þess að halda fátæku fólki frá Íslandi. Flestir af þeim sem koma til Íslands frá ríkjum ESB gera það til þess að vinna við ferðaþjónustu á Íslandi, það er eitthvað um önnur störf en það er ekki mikið. Flestir af þessum einstaklingum sem koma til Íslands eru eingöngu til þess að vinna og fara eftir að þeir eru búnir að vinna það sem þeir ætla sér. Mjög fáir einstaklingar eru á Íslandi til frambúðar en það er alltaf eitthvað. Lög um útlendinga á hinum Norðurlöndunum voru sett að undirlagi öfgafullra hægri stjórnmálaflokka sem hafa verið að dreifa útlendingahatri síðustu áratugina til þess að afla sér atkvæða og valda. Enda voru og eru ríkisstjórnir á hinum Norðurlöndum oftast minnihlutastjórnir sem þurfa stuðning stjórnmálaflokka sem eru ekki í ríkisstjórn til að koma málum í gegn. Þessir öfgaflokkar og þeirra stefnur hafa reynst Noregi, Danmörku, Finnlandi og núna Svíþjóð dýr til lengri tíma. Helsta niðurstaðan hefur verið minni hagvöxtur. Liður í grein Dómsmálaráðherra, sem er merktur númer 6 er gjörsamlega án sönnunargagna og alls óvíst að þetta sé raunveruleikinn. Það er oft sem svindlarar stunda þetta til að afla sér peninga og hafa ekki neinar áætlanir um neitt annað. Það má einnig nefna að þetta er nákvæmlega sama aðferð sem Dómsmálaráðherra er að nota núna og var notuð gegn flóttafólki frá Venúsela og með nákvæmlega sömu fullyrðingum. Þegar á reyndi, þá voru þetta bara lygar frá þeim þingmönnum sem settu það fram (heimild 1). Ég sé enga ástæðu til þess að meðhöndla þessa fullyrðingu Dómsmálaráðherra í þessum lið neitt öðruvísi heldur en þær lygar sem voru settar fram um fólk sem er að flýja alræðisstjórnvöld í Venúsela til Íslands. Liður sjö í grein Dómsmálaráðherra er einnig undarlegur. Þar sem þar er verið að hræra saman mörgum óskyldum hlutum og verið að setja það fram sem einn heildar hlut. Staðreyndin er sú að frátöldu fólki frá Úkraínu og Venúsela. Þá er fjöldi flóttamanna sem kemur til Íslands mjög lítill. Gögn frá Eurostat sýna að fjöldi flóttamanna árið 2024 sem eru frá öðrum ríkjum var ekki nema 455 manns í heildina (heimild 2). Eurostat vinnur úr þeim gögnum sem þeir fá frá Íslandi. Það er alveg ljóst að ekki er hægt að senda fólk til baka til ríkja eins og Afganistan, þar sem þeirra bíður ekkert nema dauðinn. Íslensk stjórnvöld hafa síðan verið mjög dugleg við að misnota Dyflinarreglugerðina til þess að senda fólk frá Íslandi til annara ríkja í Evrópu. Oftast er það Ítalía eða Grikkland, þar sem bæði ríkin eru að fást við of marga flóttamenn. Það er einnig ekki hægt að senda fólk til baka til Palestínu sem er búið að leggja gjörsamlega í rúst af Ísrael. Fækkun flóttamanna til Íslands og Evrópu almennt árið 2024 kemur til vegna loka borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Þar er ennþá fullt af vandamálum og það mun taka langan tíma þangað til að innviðir í Sýrlandi verða komnir í lag og friður næst að fullu í landinu en endalok borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi hefur fækkað flóttafólki til Evrópu og gerði það einhverju leiti strax. Margir Sýrlendingar munu flytja aftur til Sýrlands þegar aðstæður verða orðnar betri en þær eru í dag og friðurinn meiri. Það gæti hinsvegar tekið nokkur ár áður en flutningar til baka verða í þeim mæli að það fer að sjást í gögnum sem safnað er. Þegar gögn Eurostat eru skoðuð (heimild 3) yfir innflytjendur. Þá kemur í ljós að Ísland er ekki í neinum sérstökum flokki þar. Fjöldi innflytjenda til Ísland er álíka mikill og til Sviss, þó heldur minni ef eitthvað er. Gögn Hagstofu Íslands (heimild 4) sýna einnig að ef ekki væri fyrir flutnings fólks til Íslands. Þá væri íslendingum farið að fækka. Flest af þessu fólki sem flytur til Íslands gerir svo í skamman tíma. Þá til þess að vinna í ferðaþjónustu og önnur tilfallandi störf eins og ég nefndi fyrr í þessari grein. Gögn Eurostat sýna einnig að fjöldi fólks sem er með annað ríkisfang en Ísland er ekki nema 21% (heimild 5). Ísland er þar ekkert öðruvísi en önnur ríki í Evrópu að þessu leiti. Þessi tölfræði frá Eurostat er einnig með í nákvæmum atriðum fullt af öðrum hlutum sem ég ætla ekki að fjalla um hérna. Ísland er ekki í neinu stjórnleysi þegar það kemur að málefnum innflytjenda eða flóttamanna. Þegar gögnin eru skoðuð. Þá kemur í ljós að slíkar fullyrðingar eru ósannar. Vandamál með húsnæði á Íslandi á sér svo langa sögu að hægt er að fara í fréttablöð frá árinu 1970 og sjá að svipað vandamál var í gangi á Íslandi á þeim tíma og er núna í dag. Þar er ábyrgðin eingöngu íslenskra stjórnmálamanna og þessi ábyrgð hefur alltaf verið þar. Ábyrgðin er ekki fólksins sem flytur til Íslands og gerir sitt besta að lifa í ónýtu kerfi sem íslendingar hafa búið til. Þessi málflutningur Dómsmálaráðherra er til skammar, án nokkura staðreynda og er eingöngu til þess að afla stuðnings við lagabreytingar sem einangra Ísland ennþá meira frá fólki sem býr í ríkjum sem eru fyrir utan EES/ESB/EFTA og er sérstaklega beint gegn flóttafólki sem kemur til Íslands. Staðreyndin er sú að án flutnings þessa fólks til Íslands. Þá væri viðvarandi fólksfækkun á Íslandi. Þessa stundina, þá er fólks fjölgun á Íslandi en það eru bara 10 til 20 ár þangað til að það snýst varanlega við. Ef aðstæður í efnahag Íslands breytast, þá getur þetta gerist. Það þarf ekki annað að gerast en að ferðamenn hætti að koma til Íslands til þess að það verði varanleg fólksfækkun á Íslandi og það hröð og mikil. Þar sem flestir sem flytja til Íslands gera það til þess að vinna í þjónustu við ferðamenn. Staðreyndir eiga að vera notaðar við lagasetningar. Það á ekki að nota hræðsluáróður og skáldskap til þess að réttlæta lagasetningar sem eru frá upphafi slæmar og munu hafa slæmar afleiðingar fyrir fjölda fólks. Höfundur er rithöfundur búsettur í Danmörku.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun