Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. ágúst 2025 23:00 Lík al-Sharif var illa útleikið eftir sprenginguna. Getty Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði. Anas al-Sharif var á meðal þeirra sem drepnir voru í loftárásum á tjaldbúðir blaðamanna í dag. Auk hans var Mohammed Qreiqeh, annar fréttaritari Al Jazeera, drepinn og tökumennirnir Ibrahim Zaher, Mohammed Noufal og Moamen Aliwa. Miðillinn hefur eftir forstöðumanni sjúkrahússins að sjö manns hafi látist í árásinni en Ísraelsmenn hafa áður drepið nokkurn fjölda fréttamanna á vegum Al Jazeera og annarra miðla. Frá árás Hamasliða 7. október 2023 hafa Ísraelsmenn drepið 186 blaðamenn og fangelsað aðra 90. Samkvæmt Hamasliðum er það vanmat. قصف لا يتوقف…منذ ساعتين والعدوان الإسرائيلي يشتد على مدينة غزة. pic.twitter.com/yW8PesTkFT— أنس الشريف Anas Al-Sharif (@AnasAlSharif0) August 10, 2025 Tjaldbúðir fréttamannanna voru fyrir utan aðalinngang sjúkrahússins. Al-Sharif var 28 ára og flutti reglulega fréttir af átökunum á norðanverðu Gasasvæðinu. Talsmenn Ísraelsher staðhæfa þó að al-Sharif hafi farið fyrir hópi vígamanna og aðstoðað við eldflaugaárásir á ísraelska borgara og hermenn. Herinn segist jafnframt búa yfir ótvíræðum sönnunum um aðkomu hans að árásum Hamas. Skömmu áður en hann lést birti hann myndbandið hér fyrir ofan á samfélagsmiðlum. Hann segir að ísraelskum sprengjum hafi rignt yfir Gasaborg í fleiri samfleytta klukkutíma. Í yfirlýsingu gengst ísraelski herinn við því að hafa viljandi gert árás á tjaldbúðir blaðamanna í því skyni að drepa Anas al-Sharif. Þar segir að al-Sharif hafi verið hryðjuverkamaður og útsendari Hamsa í gervi fréttamanns. Ísraelsher kvaðst jafnframt hafa gert ráðstafanir til að valda ekki almennum borgurum óþarfa tjóni. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Anas al-Sharif var á meðal þeirra sem drepnir voru í loftárásum á tjaldbúðir blaðamanna í dag. Auk hans var Mohammed Qreiqeh, annar fréttaritari Al Jazeera, drepinn og tökumennirnir Ibrahim Zaher, Mohammed Noufal og Moamen Aliwa. Miðillinn hefur eftir forstöðumanni sjúkrahússins að sjö manns hafi látist í árásinni en Ísraelsmenn hafa áður drepið nokkurn fjölda fréttamanna á vegum Al Jazeera og annarra miðla. Frá árás Hamasliða 7. október 2023 hafa Ísraelsmenn drepið 186 blaðamenn og fangelsað aðra 90. Samkvæmt Hamasliðum er það vanmat. قصف لا يتوقف…منذ ساعتين والعدوان الإسرائيلي يشتد على مدينة غزة. pic.twitter.com/yW8PesTkFT— أنس الشريف Anas Al-Sharif (@AnasAlSharif0) August 10, 2025 Tjaldbúðir fréttamannanna voru fyrir utan aðalinngang sjúkrahússins. Al-Sharif var 28 ára og flutti reglulega fréttir af átökunum á norðanverðu Gasasvæðinu. Talsmenn Ísraelsher staðhæfa þó að al-Sharif hafi farið fyrir hópi vígamanna og aðstoðað við eldflaugaárásir á ísraelska borgara og hermenn. Herinn segist jafnframt búa yfir ótvíræðum sönnunum um aðkomu hans að árásum Hamas. Skömmu áður en hann lést birti hann myndbandið hér fyrir ofan á samfélagsmiðlum. Hann segir að ísraelskum sprengjum hafi rignt yfir Gasaborg í fleiri samfleytta klukkutíma. Í yfirlýsingu gengst ísraelski herinn við því að hafa viljandi gert árás á tjaldbúðir blaðamanna í því skyni að drepa Anas al-Sharif. Þar segir að al-Sharif hafi verið hryðjuverkamaður og útsendari Hamsa í gervi fréttamanns. Ísraelsher kvaðst jafnframt hafa gert ráðstafanir til að valda ekki almennum borgurum óþarfa tjóni.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira