Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. ágúst 2025 23:00 Lík al-Sharif var illa útleikið eftir sprenginguna. Getty Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði. Anas al-Sharif var á meðal þeirra sem drepnir voru í loftárásum á tjaldbúðir blaðamanna í dag. Auk hans var Mohammed Qreiqeh, annar fréttaritari Al Jazeera, drepinn og tökumennirnir Ibrahim Zaher, Mohammed Noufal og Moamen Aliwa. Miðillinn hefur eftir forstöðumanni sjúkrahússins að sjö manns hafi látist í árásinni en Ísraelsmenn hafa áður drepið nokkurn fjölda fréttamanna á vegum Al Jazeera og annarra miðla. Frá árás Hamasliða 7. október 2023 hafa Ísraelsmenn drepið 186 blaðamenn og fangelsað aðra 90. Samkvæmt Hamasliðum er það vanmat. قصف لا يتوقف…منذ ساعتين والعدوان الإسرائيلي يشتد على مدينة غزة. pic.twitter.com/yW8PesTkFT— أنس الشريف Anas Al-Sharif (@AnasAlSharif0) August 10, 2025 Tjaldbúðir fréttamannanna voru fyrir utan aðalinngang sjúkrahússins. Al-Sharif var 28 ára og flutti reglulega fréttir af átökunum á norðanverðu Gasasvæðinu. Talsmenn Ísraelsher staðhæfa þó að al-Sharif hafi farið fyrir hópi vígamanna og aðstoðað við eldflaugaárásir á ísraelska borgara og hermenn. Herinn segist jafnframt búa yfir ótvíræðum sönnunum um aðkomu hans að árásum Hamas. Skömmu áður en hann lést birti hann myndbandið hér fyrir ofan á samfélagsmiðlum. Hann segir að ísraelskum sprengjum hafi rignt yfir Gasaborg í fleiri samfleytta klukkutíma. Í yfirlýsingu gengst ísraelski herinn við því að hafa viljandi gert árás á tjaldbúðir blaðamanna í því skyni að drepa Anas al-Sharif. Þar segir að al-Sharif hafi verið hryðjuverkamaður og útsendari Hamsa í gervi fréttamanns. Ísraelsher kvaðst jafnframt hafa gert ráðstafanir til að valda ekki almennum borgurum óþarfa tjóni. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Anas al-Sharif var á meðal þeirra sem drepnir voru í loftárásum á tjaldbúðir blaðamanna í dag. Auk hans var Mohammed Qreiqeh, annar fréttaritari Al Jazeera, drepinn og tökumennirnir Ibrahim Zaher, Mohammed Noufal og Moamen Aliwa. Miðillinn hefur eftir forstöðumanni sjúkrahússins að sjö manns hafi látist í árásinni en Ísraelsmenn hafa áður drepið nokkurn fjölda fréttamanna á vegum Al Jazeera og annarra miðla. Frá árás Hamasliða 7. október 2023 hafa Ísraelsmenn drepið 186 blaðamenn og fangelsað aðra 90. Samkvæmt Hamasliðum er það vanmat. قصف لا يتوقف…منذ ساعتين والعدوان الإسرائيلي يشتد على مدينة غزة. pic.twitter.com/yW8PesTkFT— أنس الشريف Anas Al-Sharif (@AnasAlSharif0) August 10, 2025 Tjaldbúðir fréttamannanna voru fyrir utan aðalinngang sjúkrahússins. Al-Sharif var 28 ára og flutti reglulega fréttir af átökunum á norðanverðu Gasasvæðinu. Talsmenn Ísraelsher staðhæfa þó að al-Sharif hafi farið fyrir hópi vígamanna og aðstoðað við eldflaugaárásir á ísraelska borgara og hermenn. Herinn segist jafnframt búa yfir ótvíræðum sönnunum um aðkomu hans að árásum Hamas. Skömmu áður en hann lést birti hann myndbandið hér fyrir ofan á samfélagsmiðlum. Hann segir að ísraelskum sprengjum hafi rignt yfir Gasaborg í fleiri samfleytta klukkutíma. Í yfirlýsingu gengst ísraelski herinn við því að hafa viljandi gert árás á tjaldbúðir blaðamanna í því skyni að drepa Anas al-Sharif. Þar segir að al-Sharif hafi verið hryðjuverkamaður og útsendari Hamsa í gervi fréttamanns. Ísraelsher kvaðst jafnframt hafa gert ráðstafanir til að valda ekki almennum borgurum óþarfa tjóni.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira