Lífið

Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út

Jón Þór Stefánsson skrifar
Leikkonan Temi Otedola og tónlistarmaðurinn Oluwatosin Oluwole Ajibade eru nýbökuð hjón. Þau eru reyndar ekki að gifta sig í fyrsta skipti.
Leikkonan Temi Otedola og tónlistarmaðurinn Oluwatosin Oluwole Ajibade eru nýbökuð hjón. Þau eru reyndar ekki að gifta sig í fyrsta skipti. Vísir/Viktor

Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju hefur vakið mikla athygli í dag. Þar gifta sig leikkonan Temi Otedola og tónlistarmaðurinn Oluwatosin Oluwole Ajibade, sem er betur þekktur undir listamannanafninu Mr. Eazi.

Athöfninni í Hallgrímskirkju lauk um fimmleytið og ljósmyndari Vísis náði myndum af vettvangi. 

Á Skólavörðuholti voru margir svartir bílar.Vísir/Viktor

Umfang brúðkaupsins er ansi mikið. Stærðarinnar glerhýsi hefur verið reist í Kleif í Kjós, þar sem brúðkaupsveislan verður haldin að athöfninni lokinni. Búist er við hundruðum gesta og tökuteymi frá Netflix.

Lesa má nánar um allt umstangið hér.

Blómum var kastað yfir nýbökuðu hjónin.Vísir/Vilktor

Bílaflotinn sem veislugestirnir komu á var ekki af verri endanum. Svartar glæsikerrur vöktu athygli fyrr í dag fyrir utan tónlistarhúsið Hörpu, við hlið Edition-hótelsins þar sem veislugestirnir dvelja.

Á vettvangi mátti meðal annars sjá tröllatrukk og Rolls Royce-drossíu. Síðarnefndi bíllinn var á erlendum númerum og því líklega innfluttur.

Það er ekkert smotterí.Vísir/Viktor
Sumir láta sér enga smábíla nægja.Vísir/Vilktor
Það var glatt á hjalla.Vísir/Viktor Freyr
Það er ekki á hverjum degi sem nígerísk afróbítsstjarna heldur risaveislu í miðborginni.Vísir/Viktor Freyr
Veislan vakti mikla athygli ferðamanna á svæðinu.Vísir/Viktor Freyr





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.