Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 07:01 Síðustu ár hafa útlendingamálin verið eftirlátin jöðrunum í umræðunni og snúist annaðhvort um stjórnleysi eða lokuð landamæri. Svarið liggur hins vegar ekki á jöðrunum heldur á miðjunni: í stefnu sem byggir á að tryggja velferð íbúa til skemmri tíma en ekki síður til framtíðar. Aðfluttir auðga íslenskt mannlíf og gegna mikilvægu hlutverki í ýmsum starfsstéttum. Okkur ber að taka vel á móti því fólki sem hér sest að þannig að fólk njóti raunverulegra tækifæra. Með því að ná stjórn getum við sinnt því hlutverki betur. Við eigum að gera kröfur til þeirra sem setjast hér að og við eigum að gera kröfur til okkar sjálfra. Ég vildi fá yfirsýn yfir stöðuna eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra og lét gera greiningu á dvalarleyfiskerfinu. Fyrstu niðurstöður liggja fyrir en vinna stendur enn yfir. 1. Fimmtánföld fólksfjölgun á við Evrópu Á árunum 2017-2024 fjölgaði íbúum Íslands fimmtánfalt á við Evrópumeðaltal og næstum fjórfalt á við hin Norðurlöndin. Framlag erlendra ríkisborgara til íbúafjölgunar árin 2017-2024 er um 2/3 (68%). Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands. 2. Hlutfall erlendra ríkisborgara miklu hærra á Íslandi en öðrum Norðurlöndum Hlutfall erlendra ríkisborgara var svipað á Íslandi og á öðrum Norðurlöndum árið 2017. Sjö árum síðar var það orðið langtum hærra. Hlutfall erlendra ríkisborgara er nú um 17% samanborið við 9% á öðrum Norðurlöndum. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands. 3. 2021-2023: Allt að 64% fleiri dvalarleyfi gefin út á Íslandi Flestir innflytjendur sem hér setjast að koma vegna frjálsra fólksflutninga innan EES. Aðrir setjast hér að gegnum dvalarleyfakerfið og verndarkerfið. Á árunum 2021-2023 voru útgefin allt að 64% fleiri dvalarleyfi á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum í hlutfalli við íbúafjölda hvers lands. Mestur er munurinn á Íslandi samanborið við Noreg. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands.*Eingöngu fyrstu leyfi. 4. Gjöld fyrir dvalarleyfi langsamlega lægst á Íslandi Gjöld fyrir dvalarleyfi á grundvelli atvinnu eru að meðaltali um 80% lægri á Íslandi en hinum Norðurlöndunum. Algengt verð fyrir dvalarleyfi á Íslandi er 16.000 krónur en allt upp í 170.000 krónur á öðrum Norðurlöndum. Gjaldskrá fyrir dvalarleyfi á Íslandi er sú lægsta í samanburði Norðurlanda í nær öllum flokkum. 5. 388% fleiri útgefin dvalarleyfi til náms samanborið við Noreg Heildarfjöldi dvalarleyfa á Íslandi í lok árs 2024 voru 62% fleiri en í Noregi, í hlutfalli við íbúafjölda. Námsmannaleyfin vekja athygli en fjöldi námsmannaleyfa á Íslandi í lok árs 2024 var 388% hærri en í Noregi í hlutfalli við íbúafjölda. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands.*Nýjustu tölur Eurostat fyrir Noreg eru frá því í lok árs 2023, ekki er talið líklegt að myndin hafi breyst mikið fram á árið 2024. 6. Ísland auglýst í Nígeríu Hátt í fimm hundruð umsóknir um námsmannaleyfi frá Gana, Nígeríu og Pakistan hafa borist á árinu sem er næstum tvöföldun frá 2024. Hægt er að sækja um dvalarleyfi hér fyrir námsmenn og fjölskyldur þeirra. Við einfalda leit á netinu sést að Ísland er núna auglýst sem „auðvelt land“ þar sem lukkuriddarar bjóða fram ráðgjöf og selja aðstoð sína í þeim efnum. 7. Umsóknum um vernd fer fækkandi Umsóknir um vernd á Íslandi eru margar í hlutfalli við íbúafjölda landsins og mikill fjöldi hefur komið til landsins á fáum árum. Veruleg fækkun varð hins vegar milli áranna 2023 og 2024. Árið 2024 voru umsóknir um vernd á Íslandi um helmingur af umsóknarfjölda 2023. Á fyrri helmingi 2025 hefur Útlendingastofnun borist 629 umsóknir um vernd. Heimild. Verndarsvið Útlendingastofnunar. Margt framundan Á komandi þingvetri mun ég leggja fram tillögur um afnám íslenskra sérreglna í útlendingamálum. Frumvarp hefur verið lagt fram um afnám svokallaðrar 18 mánaða reglu, sem nú veitir sjálfkrafa dvalarleyfi við drátt í málsmeðferð. Frumvarp um afturköllun alþjóðlegrar verndar fyrir þá sem brjóta alvarlega gegn íslenskum lögum verður lagt fram. Frumvarp um brottfarar- og greiningarstöð sömuleiðis. Öllum flugfélögum sem fljúga hingað til lands er nú skylt að afhenda farþegalista skv. nýjum lögum. Ríkisstjórnin horfir til Norðurlanda hvað varðar breytingar í útlendingamálum. Okkar reglur eiga ekki að vera á skjön við reglur nágrannaríkja. Markmiðið um góðar móttökur er skýrt - á sama tíma og markmiðið um stjórn er skýrt. Stjórnleysi er ekki hagur neins Við blasir að það þarf að vinna eftir skýrri stefnu. Stjórnleysi í útlendingamálum er ekki hagur neins, hvorki Íslendinga né annarra. Það kemur einnig verst niður á þeim sem eru í viðkvæmri stöðu. Útlendingar á íslenskum vinnumarkaði eru margir í viðkvæmri stöðu nú þegar. Nýleg mansalsrannsókn er mikilvæg áminning um það. Ánægjulegt er að sjá að fyrstu viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar virðast almennt góð og stjórnarandstaðan boðar stuðning við afnám sérreglna. Við ætlum ekki að loka landinu – við ætlum hins vegar að opna augun og vinna eftir skýrri stefnu. Og við munum byggja aðgerðir okkar á gögnum og greiningum og taka skynsamleg og markviss skref til að ná stjórn á aðstæðum. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa útlendingamálin verið eftirlátin jöðrunum í umræðunni og snúist annaðhvort um stjórnleysi eða lokuð landamæri. Svarið liggur hins vegar ekki á jöðrunum heldur á miðjunni: í stefnu sem byggir á að tryggja velferð íbúa til skemmri tíma en ekki síður til framtíðar. Aðfluttir auðga íslenskt mannlíf og gegna mikilvægu hlutverki í ýmsum starfsstéttum. Okkur ber að taka vel á móti því fólki sem hér sest að þannig að fólk njóti raunverulegra tækifæra. Með því að ná stjórn getum við sinnt því hlutverki betur. Við eigum að gera kröfur til þeirra sem setjast hér að og við eigum að gera kröfur til okkar sjálfra. Ég vildi fá yfirsýn yfir stöðuna eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra og lét gera greiningu á dvalarleyfiskerfinu. Fyrstu niðurstöður liggja fyrir en vinna stendur enn yfir. 1. Fimmtánföld fólksfjölgun á við Evrópu Á árunum 2017-2024 fjölgaði íbúum Íslands fimmtánfalt á við Evrópumeðaltal og næstum fjórfalt á við hin Norðurlöndin. Framlag erlendra ríkisborgara til íbúafjölgunar árin 2017-2024 er um 2/3 (68%). Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands. 2. Hlutfall erlendra ríkisborgara miklu hærra á Íslandi en öðrum Norðurlöndum Hlutfall erlendra ríkisborgara var svipað á Íslandi og á öðrum Norðurlöndum árið 2017. Sjö árum síðar var það orðið langtum hærra. Hlutfall erlendra ríkisborgara er nú um 17% samanborið við 9% á öðrum Norðurlöndum. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands. 3. 2021-2023: Allt að 64% fleiri dvalarleyfi gefin út á Íslandi Flestir innflytjendur sem hér setjast að koma vegna frjálsra fólksflutninga innan EES. Aðrir setjast hér að gegnum dvalarleyfakerfið og verndarkerfið. Á árunum 2021-2023 voru útgefin allt að 64% fleiri dvalarleyfi á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum í hlutfalli við íbúafjölda hvers lands. Mestur er munurinn á Íslandi samanborið við Noreg. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands.*Eingöngu fyrstu leyfi. 4. Gjöld fyrir dvalarleyfi langsamlega lægst á Íslandi Gjöld fyrir dvalarleyfi á grundvelli atvinnu eru að meðaltali um 80% lægri á Íslandi en hinum Norðurlöndunum. Algengt verð fyrir dvalarleyfi á Íslandi er 16.000 krónur en allt upp í 170.000 krónur á öðrum Norðurlöndum. Gjaldskrá fyrir dvalarleyfi á Íslandi er sú lægsta í samanburði Norðurlanda í nær öllum flokkum. 5. 388% fleiri útgefin dvalarleyfi til náms samanborið við Noreg Heildarfjöldi dvalarleyfa á Íslandi í lok árs 2024 voru 62% fleiri en í Noregi, í hlutfalli við íbúafjölda. Námsmannaleyfin vekja athygli en fjöldi námsmannaleyfa á Íslandi í lok árs 2024 var 388% hærri en í Noregi í hlutfalli við íbúafjölda. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands.*Nýjustu tölur Eurostat fyrir Noreg eru frá því í lok árs 2023, ekki er talið líklegt að myndin hafi breyst mikið fram á árið 2024. 6. Ísland auglýst í Nígeríu Hátt í fimm hundruð umsóknir um námsmannaleyfi frá Gana, Nígeríu og Pakistan hafa borist á árinu sem er næstum tvöföldun frá 2024. Hægt er að sækja um dvalarleyfi hér fyrir námsmenn og fjölskyldur þeirra. Við einfalda leit á netinu sést að Ísland er núna auglýst sem „auðvelt land“ þar sem lukkuriddarar bjóða fram ráðgjöf og selja aðstoð sína í þeim efnum. 7. Umsóknum um vernd fer fækkandi Umsóknir um vernd á Íslandi eru margar í hlutfalli við íbúafjölda landsins og mikill fjöldi hefur komið til landsins á fáum árum. Veruleg fækkun varð hins vegar milli áranna 2023 og 2024. Árið 2024 voru umsóknir um vernd á Íslandi um helmingur af umsóknarfjölda 2023. Á fyrri helmingi 2025 hefur Útlendingastofnun borist 629 umsóknir um vernd. Heimild. Verndarsvið Útlendingastofnunar. Margt framundan Á komandi þingvetri mun ég leggja fram tillögur um afnám íslenskra sérreglna í útlendingamálum. Frumvarp hefur verið lagt fram um afnám svokallaðrar 18 mánaða reglu, sem nú veitir sjálfkrafa dvalarleyfi við drátt í málsmeðferð. Frumvarp um afturköllun alþjóðlegrar verndar fyrir þá sem brjóta alvarlega gegn íslenskum lögum verður lagt fram. Frumvarp um brottfarar- og greiningarstöð sömuleiðis. Öllum flugfélögum sem fljúga hingað til lands er nú skylt að afhenda farþegalista skv. nýjum lögum. Ríkisstjórnin horfir til Norðurlanda hvað varðar breytingar í útlendingamálum. Okkar reglur eiga ekki að vera á skjön við reglur nágrannaríkja. Markmiðið um góðar móttökur er skýrt - á sama tíma og markmiðið um stjórn er skýrt. Stjórnleysi er ekki hagur neins Við blasir að það þarf að vinna eftir skýrri stefnu. Stjórnleysi í útlendingamálum er ekki hagur neins, hvorki Íslendinga né annarra. Það kemur einnig verst niður á þeim sem eru í viðkvæmri stöðu. Útlendingar á íslenskum vinnumarkaði eru margir í viðkvæmri stöðu nú þegar. Nýleg mansalsrannsókn er mikilvæg áminning um það. Ánægjulegt er að sjá að fyrstu viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar virðast almennt góð og stjórnarandstaðan boðar stuðning við afnám sérreglna. Við ætlum ekki að loka landinu – við ætlum hins vegar að opna augun og vinna eftir skýrri stefnu. Og við munum byggja aðgerðir okkar á gögnum og greiningum og taka skynsamleg og markviss skref til að ná stjórn á aðstæðum. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun