Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 7. ágúst 2025 12:00 Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú hugsar um einmanaleika? Líklega skort á félagsskap eða of mikla einveru. En einmanaleiki snýst ekki alltaf um að vera einn, heldur einnig um það hvernig okkur líður, jafnvel í kringum annað fólk. Það er eðlilegt að finna fyrir tímabundnum einmanaleika, en þegar hann verður langvarandi getur hann haft alvarleg áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Rannsóknir sýna skýr tengsl milli langvarandi einmanaleika og ýmissa kvilla eins og kvíða, þunglyndis og jafnvel hjarta- og æðasjúkdóma. Góðu fréttirnar eru þær að það eru til ýmsar leiðir til að sporna við einmanaleika, til dæmis með því að taka þátt í félagsstarfi, áhugamálum, sjálfboðaliðastarfi eða jafnvel námskeiðum sem efla félagsfærni. Rannsóknir sýna að regluleg þátttaka í félagsstarfi getur aukið vellíðan og dregið úr einmanaleika. En hvað ef við upplifun einmanaleika þrátt fyrir að vera umkringd öðru fólki? Við getum til dæmis verið hluti af hópi og haft virkt félagslíf en samt upplifað ákveðna fjarlægð eða að tengslin séu yfirborðskennd. Ein ástæða fyrir því getur verið sú að við sýnum ekki okkar raunverulega hliðar, skoðanir eða langanir vegna hræðslu við höfnun. En þá er hættan sú að við myndum ekki raunveruleg og djúp tengsl við fólkið í kringum okkur, sem getur leitt til þess að við upplifum einmanaleika, jafnvel þegar við erum í félagsskap. Ef þú kannast við þetta getur þú byrjað á litlum, en áhrifaríkum skrefum, eins og að prófa að tjá skoðanir eða langanir í öruggum aðstæðum, við fólk sem þú treystir. Slík einlægni styrkir tengslin og stuðlar að losun oxytósíns, hormóns sem eykur vellíðan og bætir tengslamyndun. Önnur ástæða fyrir því að við getum upplifað einmanaleika þrátt fyrir nægan félagsskap er sú að við finnum ekki fyrir ró og öryggi í eigin nærveru. Það geta verið margar ástæður fyrir því en ein leiðin til þess að vinna með þetta er að gefa sér tíma fyrir sig sjálfan og læra smám saman að njóta eigin nærveru. Það má t.d. gera með því að stunda sjálfsumhyggju og núvitund, þar sem við æfum okkur að vera til staðar fyrir okkur sjálf, sýna okkur hlýju eða leyfa því sem við upplifum innra með okkur að vera eins og það er. Slík iðkun virkjar sefkerfi líkamans (parasympatíska taugakerfið), sem stuðlar að innri ró og öryggi og hefur fjölþætt jákvæð áhrif á heilsu og líðan. Höfundur er doktor í sálfræði sérhæfð í lífeðlislegri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Sigrún Þóra Sveinsdóttir Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú hugsar um einmanaleika? Líklega skort á félagsskap eða of mikla einveru. En einmanaleiki snýst ekki alltaf um að vera einn, heldur einnig um það hvernig okkur líður, jafnvel í kringum annað fólk. Það er eðlilegt að finna fyrir tímabundnum einmanaleika, en þegar hann verður langvarandi getur hann haft alvarleg áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Rannsóknir sýna skýr tengsl milli langvarandi einmanaleika og ýmissa kvilla eins og kvíða, þunglyndis og jafnvel hjarta- og æðasjúkdóma. Góðu fréttirnar eru þær að það eru til ýmsar leiðir til að sporna við einmanaleika, til dæmis með því að taka þátt í félagsstarfi, áhugamálum, sjálfboðaliðastarfi eða jafnvel námskeiðum sem efla félagsfærni. Rannsóknir sýna að regluleg þátttaka í félagsstarfi getur aukið vellíðan og dregið úr einmanaleika. En hvað ef við upplifun einmanaleika þrátt fyrir að vera umkringd öðru fólki? Við getum til dæmis verið hluti af hópi og haft virkt félagslíf en samt upplifað ákveðna fjarlægð eða að tengslin séu yfirborðskennd. Ein ástæða fyrir því getur verið sú að við sýnum ekki okkar raunverulega hliðar, skoðanir eða langanir vegna hræðslu við höfnun. En þá er hættan sú að við myndum ekki raunveruleg og djúp tengsl við fólkið í kringum okkur, sem getur leitt til þess að við upplifum einmanaleika, jafnvel þegar við erum í félagsskap. Ef þú kannast við þetta getur þú byrjað á litlum, en áhrifaríkum skrefum, eins og að prófa að tjá skoðanir eða langanir í öruggum aðstæðum, við fólk sem þú treystir. Slík einlægni styrkir tengslin og stuðlar að losun oxytósíns, hormóns sem eykur vellíðan og bætir tengslamyndun. Önnur ástæða fyrir því að við getum upplifað einmanaleika þrátt fyrir nægan félagsskap er sú að við finnum ekki fyrir ró og öryggi í eigin nærveru. Það geta verið margar ástæður fyrir því en ein leiðin til þess að vinna með þetta er að gefa sér tíma fyrir sig sjálfan og læra smám saman að njóta eigin nærveru. Það má t.d. gera með því að stunda sjálfsumhyggju og núvitund, þar sem við æfum okkur að vera til staðar fyrir okkur sjálf, sýna okkur hlýju eða leyfa því sem við upplifum innra með okkur að vera eins og það er. Slík iðkun virkjar sefkerfi líkamans (parasympatíska taugakerfið), sem stuðlar að innri ró og öryggi og hefur fjölþætt jákvæð áhrif á heilsu og líðan. Höfundur er doktor í sálfræði sérhæfð í lífeðlislegri sálfræði.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar