Fótbolti

Gaf tann­lækninum teinanna sína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lamine Yamal stoltur með teinana sína Barcelona fyrir leik á móti Real Madrid á síðasta tímabili.
Lamine Yamal stoltur með teinana sína Barcelona fyrir leik á móti Real Madrid á síðasta tímabili. Getty/David Ramos

Undrabarnið hjá Barcelona þakkaði tannlækni sínum fyrir þjónustuna á mjög svo sérstakan hátt.

Lamine Yamal átti magnað tímabil með Barcelona í fyrra, síðasta tímabilið áður en hann hélt upp á átján ára afmælið sitt.

Það fór þó ekkert framhjá neinum að hinn sautján ára gamli Yamal var með teina eins og margir á hans aldri.

Yamal lét sérhanna teinanna sem voru meðal annars skreyttir í litum Barcelona liðsins.

Strákurinn skoraði meðal annars með þessa teina í 4-0 sigri á Real Madrid í El Clásico þegar hann varð sá yngsti í sögunni til að skora í leikjum Barca og Real.

Nú er Yamal laus við teinanna en þeir fóru ekki í ruslið.

Strákurinn ákvað að gefa tannlækninum teinanna sína og þeir eru nú til sýnist á tannlæknastofunni í sérstöku glerboxi sem er áritað af Yamal sjálfum.

Tannlæknastofan Autrán mun eflaust fá mjög vegleg tilboð í teinanna haldi Yamal áfram að spila eins vel og undanfarið. Hann er á góðri leið í hóp bestu fótboltamanna heims ef hann er ekki bara kominn þangað í dag.

Með því að fletta hér fyrir neðan má sjá glerboxið með teinunum og tannlækninn sem fékk þá af gjöf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×