„Sleikjum sárin í kvöld“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2025 21:39 Túfa í leik kvöldsins. Vísir/Diego Túfa þjálfari Vals var ánægður með sína menn sem máttu þola 1-2 tap á heimavelli gegn Kauno Zalgiris í Sambandsdeildinni. Með úrslitunum í kvöld lauk þátttöku Vals í keppninni og evrópuævintýri Valsara búið í bili. Kauno Zalgiris var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru heimamenn heppnir að hafa fengið aðeins eitt mark á sig. Lukkulega náðu heimamenn að koma boltanum í netið í uppbótatíma fyrri hálfleiks og fóru inn í hálfleik í stöðunni 1-1. Valsmenn komu sterkir út í seinni hálfleik en fengu annað mark á sig á 51. mínútu. Þrátt fyrir að hafa fengið ágætis færi tókst þeim ekki að koma boltanum í netið og tryggja sér í það minnsta framlengingu. „Leikurinn í dag var leikur tveggja hálfleika, þeir voru betri í fyrri hálfleik og kannski ekki sanngjarnt að fara inn í hálfleik í stöðunni 1-1. Aftur á móti í seinni hálfleik var seinna mark þeirra algjörlega á móti gangi leiksins. Það var mikill karakter hjá okkur, við hættum aldrei, við reyndum og reyndum og fengum nokkur hálffæri þar sem við hefðum geta jafnað og komið okkur í framlengingu. Margt sem við tökum úr þessum leik og við höldum áfram.“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals eftir leikinn. Þrátt fyrir tapið sá hann ýmislegt jákvætt í leik sinna manna. „Við erum búnir að setja allt púður í alla leiki hingað til, þetta lið kom ferskt inn í leikinn og hafði fengið hvíld í deildinni hjá sér. Það hefur verið þannig að við þurfum smá tíma til þess að koma okkur í gang. Við þurfum að sleikja sárin í kvöld, við vorum með stór markmið í Evrópu.“ Það er nóg að gera hjá Val fram undan en þeir eru komnir í úrslit í Mjólkurbikarnum og spila við Vestra á laugardalsvelli þann 22. ágúst. Að auki hafa þeir átt gott gengi í síðustu leikjum og sitja á toppi Bestu deildar karla. „Ég er stoltur af liðinu og hvernig þeir stóðu sig í þessum leikjum. Við tökum lærdóm úr leikjunum með okkur en förum nú að undirbúa okkur fyrir næsta leik sem er uppi á Skaga.“ Fótbolti Valur Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Kauno Zalgiris var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru heimamenn heppnir að hafa fengið aðeins eitt mark á sig. Lukkulega náðu heimamenn að koma boltanum í netið í uppbótatíma fyrri hálfleiks og fóru inn í hálfleik í stöðunni 1-1. Valsmenn komu sterkir út í seinni hálfleik en fengu annað mark á sig á 51. mínútu. Þrátt fyrir að hafa fengið ágætis færi tókst þeim ekki að koma boltanum í netið og tryggja sér í það minnsta framlengingu. „Leikurinn í dag var leikur tveggja hálfleika, þeir voru betri í fyrri hálfleik og kannski ekki sanngjarnt að fara inn í hálfleik í stöðunni 1-1. Aftur á móti í seinni hálfleik var seinna mark þeirra algjörlega á móti gangi leiksins. Það var mikill karakter hjá okkur, við hættum aldrei, við reyndum og reyndum og fengum nokkur hálffæri þar sem við hefðum geta jafnað og komið okkur í framlengingu. Margt sem við tökum úr þessum leik og við höldum áfram.“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals eftir leikinn. Þrátt fyrir tapið sá hann ýmislegt jákvætt í leik sinna manna. „Við erum búnir að setja allt púður í alla leiki hingað til, þetta lið kom ferskt inn í leikinn og hafði fengið hvíld í deildinni hjá sér. Það hefur verið þannig að við þurfum smá tíma til þess að koma okkur í gang. Við þurfum að sleikja sárin í kvöld, við vorum með stór markmið í Evrópu.“ Það er nóg að gera hjá Val fram undan en þeir eru komnir í úrslit í Mjólkurbikarnum og spila við Vestra á laugardalsvelli þann 22. ágúst. Að auki hafa þeir átt gott gengi í síðustu leikjum og sitja á toppi Bestu deildar karla. „Ég er stoltur af liðinu og hvernig þeir stóðu sig í þessum leikjum. Við tökum lærdóm úr leikjunum með okkur en förum nú að undirbúa okkur fyrir næsta leik sem er uppi á Skaga.“
Fótbolti Valur Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira