Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 25. júlí 2025 08:49 Macron Frakklandsforseti lýsti því yfir í gær að Frakkar viðurkenni sjálfstæði Palestínu. Frakkland er fyrsta G7 ríkið sem tekur þá ákvörðun. AP Photo/Michel Euler Yfirvöld í Ísrael og Bandaríkjunum hafa fordæmt ákvörðun Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. Macron greindi frá þessari ákvörðun sinni í gærkvöldi og segist ætla að gera það formlega í september á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Yfirlýsing Macron markar tímamót í afstöðu Evrópuríkja gagnvart stríðsrekstri Ísraela á Gasa. Í umfjöllun France24 segir að Frakkland sé nú stærsta og valdamesta ríkið í Evrópu sem hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Frakkland er nú í hópi 142 ríkja sem hafa viðurkennt Palestínu sem ríki en bæði Ísrael og Bandaríkin eru andvíg slíkri viðurkenningu. Viðbrögðin frá þeim létu heldur ekki á sér standa og Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að Frakkar séu með þessu að verðlauna hryðjuverkastarfsemi Hamas. Marco Rubio gagnrýndi Macron einnig og sagði ákvörðunina einkennast af kæruleysi. Fulltrúar ríkjanna tveggja í friðarviðræðum í Katar sem nú eru í gangi yfirgáfu síðan fundinn í gærkvöldi að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Bandaríkjamenn segja ákvörðunina byggða á þeirri trúa að Hamas samtökin vilji ekki semja um frið og Ísraelar gáfu enga skýringu á brotthvarfi sínu. Breski forsætisráðherrann Keir Starmer ætlar að ræða við Macron og þýska kanslarann Friedrich Merz um næstu skref en þingmenn í breska þinginu hafa sett aukinn þrýsting á Starmer að hann fylgi fordæmi Macrons og viðurkenni Palestínu. Frakkland Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Bretland Tengdar fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Emmanuel Macron Frakklandsforseti greinir frá því í samfélagsmiðlafærslu að Frakkland viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki. 24. júlí 2025 20:09 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Macron greindi frá þessari ákvörðun sinni í gærkvöldi og segist ætla að gera það formlega í september á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Yfirlýsing Macron markar tímamót í afstöðu Evrópuríkja gagnvart stríðsrekstri Ísraela á Gasa. Í umfjöllun France24 segir að Frakkland sé nú stærsta og valdamesta ríkið í Evrópu sem hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Frakkland er nú í hópi 142 ríkja sem hafa viðurkennt Palestínu sem ríki en bæði Ísrael og Bandaríkin eru andvíg slíkri viðurkenningu. Viðbrögðin frá þeim létu heldur ekki á sér standa og Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að Frakkar séu með þessu að verðlauna hryðjuverkastarfsemi Hamas. Marco Rubio gagnrýndi Macron einnig og sagði ákvörðunina einkennast af kæruleysi. Fulltrúar ríkjanna tveggja í friðarviðræðum í Katar sem nú eru í gangi yfirgáfu síðan fundinn í gærkvöldi að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Bandaríkjamenn segja ákvörðunina byggða á þeirri trúa að Hamas samtökin vilji ekki semja um frið og Ísraelar gáfu enga skýringu á brotthvarfi sínu. Breski forsætisráðherrann Keir Starmer ætlar að ræða við Macron og þýska kanslarann Friedrich Merz um næstu skref en þingmenn í breska þinginu hafa sett aukinn þrýsting á Starmer að hann fylgi fordæmi Macrons og viðurkenni Palestínu.
Frakkland Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Bretland Tengdar fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Emmanuel Macron Frakklandsforseti greinir frá því í samfélagsmiðlafærslu að Frakkland viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki. 24. júlí 2025 20:09 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Emmanuel Macron Frakklandsforseti greinir frá því í samfélagsmiðlafærslu að Frakkland viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki. 24. júlí 2025 20:09