„Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. júlí 2025 21:10 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyja. Vísir/Ívar Fannar Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir sjávarútveginn hafa misst samtalið við íslensku þjóðina. Sveitarfélögin hafi viljað taka málið áfram í skrefum svo hægt væri að undirbúa þau betur vegna þeirra áhrifa sem hækkun veiðigjalda hefur. Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var samþykkt þann 14. júlí á Alþingi eftir metumræðu. Óhætt er að segja að málið hafi klofið þjóðina og umræðan um hækkun gjaldsins oft á tíðum verið hörð. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja telur alla þá sem tóku þátt í umræðunni hafa gert það af góðum hug en gaman hefði verið ef fleiri hefðu tekið þátt. „Ég held að sjávarútvegurinn hafi svolítið misst samtalið við þjóðina fyrir nokkuð mörgum árum. Bara til þess að það sé skilningur á því hverju sjávarútvegur skilar okkur öllum. Við tölum um þetta sem einhver stór fyrirtæki sem eru bara í tómarúmi en það er auðvitað ekki,“ sagði Íris í kvöldfréttum Sýnar. Vantar tugi milljarða í gjaldeyristekjur Hún deilir áhyggjum þeirra sem óttast að fjárfesting sjávarútvegsfyrirtækja gæti minnkað. Hún telur ekki skorta skilning almennings en hægt sé að taka betri umræðu um sjávarútveg og hverju hann skilar. „Af hverju hann er svona mikilvægur fyrir ekki bara sjávarútvegssveitarfélögin heldur þjóðhagslega mikilvægur. Loðnuvertíð er gott dæmi um það, það vantar tugi milljarða í gjaldeyristekjur vegna þess að hér ekki loðna og það hefur ekki verið alvöru loðnuvertíð í tvö ár.“ Vildu taka málið áfram í skrefum Íris er formaður stjórnar sjávarútvegssveitarfélaga. Hún segir sveitarfélögin hafa viljað taka upp samtal og taka málið áfram í skrefum, sjávarútvegurinn skipti Eyjarnar gríðarlega miklu máli en ekkert kerfi sé þannig að ekki megi endurskoða það. Hún segir að í útsvarsgrunni Vestmannaeyja komi rúmlega 30% teknanna frá sjávarútvegi. „Ríkisstjórnin vill hækka veiðigjöldin og það liggur fyrir. Við vorum ekki að mótmæla því þannig séð en við vildum að það yrði gert með þeim þætti að það yrði fyrirsjáanleiki og við gætum undirbúið okkur af því þetta hefur klárlega áhrif á útvarsgrunn sveitarfélaganna,“ sagði Íris að lokum. Leiðrétting: Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var haft eftir Írisi að hún vildi taka málið í skrefum með ríkisstjórninni. Rétt er að hún vildi að málið yrði unnið áfram í skrefum. Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var samþykkt þann 14. júlí á Alþingi eftir metumræðu. Óhætt er að segja að málið hafi klofið þjóðina og umræðan um hækkun gjaldsins oft á tíðum verið hörð. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja telur alla þá sem tóku þátt í umræðunni hafa gert það af góðum hug en gaman hefði verið ef fleiri hefðu tekið þátt. „Ég held að sjávarútvegurinn hafi svolítið misst samtalið við þjóðina fyrir nokkuð mörgum árum. Bara til þess að það sé skilningur á því hverju sjávarútvegur skilar okkur öllum. Við tölum um þetta sem einhver stór fyrirtæki sem eru bara í tómarúmi en það er auðvitað ekki,“ sagði Íris í kvöldfréttum Sýnar. Vantar tugi milljarða í gjaldeyristekjur Hún deilir áhyggjum þeirra sem óttast að fjárfesting sjávarútvegsfyrirtækja gæti minnkað. Hún telur ekki skorta skilning almennings en hægt sé að taka betri umræðu um sjávarútveg og hverju hann skilar. „Af hverju hann er svona mikilvægur fyrir ekki bara sjávarútvegssveitarfélögin heldur þjóðhagslega mikilvægur. Loðnuvertíð er gott dæmi um það, það vantar tugi milljarða í gjaldeyristekjur vegna þess að hér ekki loðna og það hefur ekki verið alvöru loðnuvertíð í tvö ár.“ Vildu taka málið áfram í skrefum Íris er formaður stjórnar sjávarútvegssveitarfélaga. Hún segir sveitarfélögin hafa viljað taka upp samtal og taka málið áfram í skrefum, sjávarútvegurinn skipti Eyjarnar gríðarlega miklu máli en ekkert kerfi sé þannig að ekki megi endurskoða það. Hún segir að í útsvarsgrunni Vestmannaeyja komi rúmlega 30% teknanna frá sjávarútvegi. „Ríkisstjórnin vill hækka veiðigjöldin og það liggur fyrir. Við vorum ekki að mótmæla því þannig séð en við vildum að það yrði gert með þeim þætti að það yrði fyrirsjáanleiki og við gætum undirbúið okkur af því þetta hefur klárlega áhrif á útvarsgrunn sveitarfélaganna,“ sagði Íris að lokum. Leiðrétting: Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var haft eftir Írisi að hún vildi taka málið í skrefum með ríkisstjórninni. Rétt er að hún vildi að málið yrði unnið áfram í skrefum.
Vestmannaeyjar Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira