Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Agnar Már Másson skrifar 23. júlí 2025 13:58 Rustem Umerov, formaður sendinefndar Úkraínumanna til Istanbúl. Getty Sendinefnd Rússa er á leið til Istanbúl í Tyrklandi þar sem hún tekur þátt í nýrri umferð friðarviðræðna með fulltrúum Úkraínu. Væntingarnar eru litlar. Þetta staðfestir Dmítrí Peskov, talsmaður Kremlar, í samtali við Al Jazeera en hann bætir við að hann byggist við að samningaviðræðurnar yrðu „mjög erfiðar“. Úkraínsk sendinefnd kom til Ankara, höfuðborgar Tyrklands, í dag og mun sitja fund með tyrkneskum embættismönnum áður en viðræðurnar við Rússland hefjast í Istanbúl, að sögn úkraínsks erindreka við fréttastofu Reuters. Hann segir að stjórnvöld í Kænugarði séu reiðubúin að taka mikilvæg skref í átt að friði og fullu vopnahléi. Er þetta þriðja umferð í friðarviðræðum Rússa og Úkraínu á síðustu mánuðum. Fundurinn, sem Úkraína lagði til í síðustu viku vegna þrýstings Bandaríkjamanna um að semja um vopnahlé, verður sá fyrsti milli ríkjanna í meira en sjö vikur, en væntingar eru ekki miklar að sögn Rússa. „Enginn býst við auðveldri leið,“ sagði Peskov við blaðamenn. Fyrri umferðir viðræðna hafa leitt til nokkurra skipta á stríðsföngum og líkum fallinna hermanna. En ekki hefur tekist að koma á vopnahléi, þar sem rússneskir samningamenn neituðu að falla frá sínum kröfum sem voru óásættanlegar fyrir Úkraínumönnum, þar á meðal að afsala fjórum úkraínskum héruðum sem Rússland gerir tilkall til og að Úkraína hafni hernaðarstuðningi frá Vesturlöndum. Úkraína Rússland Tyrkland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. 21. júlí 2025 07:20 Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa spurt Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta að því á dögunum hvort Úkraínumenn gætu gert árás á Moskvu eða St. Pétursborg. 16. júlí 2025 07:56 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Sjá meira
Þetta staðfestir Dmítrí Peskov, talsmaður Kremlar, í samtali við Al Jazeera en hann bætir við að hann byggist við að samningaviðræðurnar yrðu „mjög erfiðar“. Úkraínsk sendinefnd kom til Ankara, höfuðborgar Tyrklands, í dag og mun sitja fund með tyrkneskum embættismönnum áður en viðræðurnar við Rússland hefjast í Istanbúl, að sögn úkraínsks erindreka við fréttastofu Reuters. Hann segir að stjórnvöld í Kænugarði séu reiðubúin að taka mikilvæg skref í átt að friði og fullu vopnahléi. Er þetta þriðja umferð í friðarviðræðum Rússa og Úkraínu á síðustu mánuðum. Fundurinn, sem Úkraína lagði til í síðustu viku vegna þrýstings Bandaríkjamanna um að semja um vopnahlé, verður sá fyrsti milli ríkjanna í meira en sjö vikur, en væntingar eru ekki miklar að sögn Rússa. „Enginn býst við auðveldri leið,“ sagði Peskov við blaðamenn. Fyrri umferðir viðræðna hafa leitt til nokkurra skipta á stríðsföngum og líkum fallinna hermanna. En ekki hefur tekist að koma á vopnahléi, þar sem rússneskir samningamenn neituðu að falla frá sínum kröfum sem voru óásættanlegar fyrir Úkraínumönnum, þar á meðal að afsala fjórum úkraínskum héruðum sem Rússland gerir tilkall til og að Úkraína hafni hernaðarstuðningi frá Vesturlöndum.
Úkraína Rússland Tyrkland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. 21. júlí 2025 07:20 Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa spurt Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta að því á dögunum hvort Úkraínumenn gætu gert árás á Moskvu eða St. Pétursborg. 16. júlí 2025 07:56 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Sjá meira
Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Stjórnvöld í Rússlandi segjast opin fyrir friðarviðræðum við Úkraínumenn en hyggjast hins vegar ekkert slá af kröfum sínum um yfirráð yfir hernumdum svæðum og tryggingu fyrir því að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið. 21. júlí 2025 07:20
Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa spurt Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta að því á dögunum hvort Úkraínumenn gætu gert árás á Moskvu eða St. Pétursborg. 16. júlí 2025 07:56