Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar 20. júlí 2025 08:00 Undanfarið hafa fulltrúar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins keppst við að mála upp mynd af Alþingi sem fórnarlambi minnihlutans. Því er haldið fram að mikilvæg „þjóðþrifamál“ hafi verið „fórnað á altari útgerðanna“ og annarra sérhagsmuna. Þessi málflutningur er í besta falli barnalegur og í versta falli óheiðarleg tilraun til að varpa ábyrgð eigin forgangsröðunar yfir á aðra. Staðreyndin er sú að það er alltaf ríkisstjórn hverju sinni sem ber ábyrgð á dagskrá þingsins. Þessi ríkisstjórn, sem kennir sig við frjálslyndi og framfarir, kaus að setja hefðbundnar vinstri-lausnir í forgang: skattahækkanir á almenning og atvinnulíf. Það er kaldhæðnislegt að einn af stjórnarflokkunum, sem gekk til kosninga undir slagorðinu „Fólkið fyrst, svo allt hitt“, skuli nú setja skattana í forgang á kostnað þeirra loforða sem gefin voru um að styrkja innviði og einfalda líf fólksins í landinu. Og hagræðingin sem gleymdist? Jú, ríkisstjórnin skipaði hóp sem skilaði ítarlegum tillögum. Hvað varð um þær? Þær söfnuðu ryki á meðan ríkisstjórnin einbeitti sér að umdeildum málum sem þjóna litlum tilgangi fyrir heildina. Á meðan er forgangsröðunin með ólíkindum. Ekkert gerist í að auka orkuframleiðslu til að tryggja samkeppnishæfni Íslands. Uppbygging húsnæðis, sem náði sögulegu hámarki í tíð síðustu ríkisstjórnar, er nú í frjálsu falli. Ríkisstjórnin lofaði hátíðlega að „berja niður“ vextina en gerir ekkert í húsnæðismálum, sem er þó eitt öflugasta vopnið gegn verðbólgu. Með þessu aðgerðaleysi er hún ekki aðeins að svíkja gefin loforð, heldur er hún að búa til gríðarlega „snjóhengju“ á húsnæðismarkaði. Þegar vextir loksins lækka mun þessi uppsafnaða þörf losna úr læðingi og húsnæðisverð rjúka upp með tilheyrandi verðbólguskoti. Þetta er ekki bara stefnuleysi, þetta er óábyrg efnahagsstjórn. Í óvissu heimi, þar sem efnahagslegur stöðugleiki er mikilvægari en nokkru sinni fyrr, er það grundvallarskylda stjórnvalda að tryggja stöðuna hér heima. Samt virðist þessi ríkisstjórn hafa ótakmarkaðan tíma og fjármuni í erlend gæluverkefni. Milljörðum er varið í stríðsrekstur í Úkraínu og ráðherrar ganga á milli funda í Brussel til að þóknast Evrópusambandinu, allt án umboðs frá Alþingi. Heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB er svo nýjasta dæmið um þessa röngu forgangsröðun. Á sama tíma og ríkisstjórnin þaggaði niður í lýðræðislegri umræðu heima fyrir með „fallöxi“ stjórnarskrárinnar, virðist hún hafa verið að kaupa sér frið til að undirbúa aðildarviðræður við ESB í kyrrþey. Þessi ríkisstjórn virðist hafa glatað áttum, týnd í dægurmálum og alþjóðlegri sviðsetningu á meðan kjarnamálin eru látin reka á reiðanum. Það er kominn tími til að stjórnvöld axli ábyrgð, snúi sér að raunverulegum vandamálum fólksins í landinu og hætti að kenna öðrum um eigin afglöp. Ábyrgðin er og verður alltaf þeirra sem fara með valdið. Höfundur er ráðgjafi í nýsköpun og gervigreind Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgmundur Örn Guðmundsson Mest lesið Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa fulltrúar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins keppst við að mála upp mynd af Alþingi sem fórnarlambi minnihlutans. Því er haldið fram að mikilvæg „þjóðþrifamál“ hafi verið „fórnað á altari útgerðanna“ og annarra sérhagsmuna. Þessi málflutningur er í besta falli barnalegur og í versta falli óheiðarleg tilraun til að varpa ábyrgð eigin forgangsröðunar yfir á aðra. Staðreyndin er sú að það er alltaf ríkisstjórn hverju sinni sem ber ábyrgð á dagskrá þingsins. Þessi ríkisstjórn, sem kennir sig við frjálslyndi og framfarir, kaus að setja hefðbundnar vinstri-lausnir í forgang: skattahækkanir á almenning og atvinnulíf. Það er kaldhæðnislegt að einn af stjórnarflokkunum, sem gekk til kosninga undir slagorðinu „Fólkið fyrst, svo allt hitt“, skuli nú setja skattana í forgang á kostnað þeirra loforða sem gefin voru um að styrkja innviði og einfalda líf fólksins í landinu. Og hagræðingin sem gleymdist? Jú, ríkisstjórnin skipaði hóp sem skilaði ítarlegum tillögum. Hvað varð um þær? Þær söfnuðu ryki á meðan ríkisstjórnin einbeitti sér að umdeildum málum sem þjóna litlum tilgangi fyrir heildina. Á meðan er forgangsröðunin með ólíkindum. Ekkert gerist í að auka orkuframleiðslu til að tryggja samkeppnishæfni Íslands. Uppbygging húsnæðis, sem náði sögulegu hámarki í tíð síðustu ríkisstjórnar, er nú í frjálsu falli. Ríkisstjórnin lofaði hátíðlega að „berja niður“ vextina en gerir ekkert í húsnæðismálum, sem er þó eitt öflugasta vopnið gegn verðbólgu. Með þessu aðgerðaleysi er hún ekki aðeins að svíkja gefin loforð, heldur er hún að búa til gríðarlega „snjóhengju“ á húsnæðismarkaði. Þegar vextir loksins lækka mun þessi uppsafnaða þörf losna úr læðingi og húsnæðisverð rjúka upp með tilheyrandi verðbólguskoti. Þetta er ekki bara stefnuleysi, þetta er óábyrg efnahagsstjórn. Í óvissu heimi, þar sem efnahagslegur stöðugleiki er mikilvægari en nokkru sinni fyrr, er það grundvallarskylda stjórnvalda að tryggja stöðuna hér heima. Samt virðist þessi ríkisstjórn hafa ótakmarkaðan tíma og fjármuni í erlend gæluverkefni. Milljörðum er varið í stríðsrekstur í Úkraínu og ráðherrar ganga á milli funda í Brussel til að þóknast Evrópusambandinu, allt án umboðs frá Alþingi. Heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB er svo nýjasta dæmið um þessa röngu forgangsröðun. Á sama tíma og ríkisstjórnin þaggaði niður í lýðræðislegri umræðu heima fyrir með „fallöxi“ stjórnarskrárinnar, virðist hún hafa verið að kaupa sér frið til að undirbúa aðildarviðræður við ESB í kyrrþey. Þessi ríkisstjórn virðist hafa glatað áttum, týnd í dægurmálum og alþjóðlegri sviðsetningu á meðan kjarnamálin eru látin reka á reiðanum. Það er kominn tími til að stjórnvöld axli ábyrgð, snúi sér að raunverulegum vandamálum fólksins í landinu og hætti að kenna öðrum um eigin afglöp. Ábyrgðin er og verður alltaf þeirra sem fara með valdið. Höfundur er ráðgjafi í nýsköpun og gervigreind
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun