Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar 20. júlí 2025 08:00 Undanfarið hafa fulltrúar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins keppst við að mála upp mynd af Alþingi sem fórnarlambi minnihlutans. Því er haldið fram að mikilvæg „þjóðþrifamál“ hafi verið „fórnað á altari útgerðanna“ og annarra sérhagsmuna. Þessi málflutningur er í besta falli barnalegur og í versta falli óheiðarleg tilraun til að varpa ábyrgð eigin forgangsröðunar yfir á aðra. Staðreyndin er sú að það er alltaf ríkisstjórn hverju sinni sem ber ábyrgð á dagskrá þingsins. Þessi ríkisstjórn, sem kennir sig við frjálslyndi og framfarir, kaus að setja hefðbundnar vinstri-lausnir í forgang: skattahækkanir á almenning og atvinnulíf. Það er kaldhæðnislegt að einn af stjórnarflokkunum, sem gekk til kosninga undir slagorðinu „Fólkið fyrst, svo allt hitt“, skuli nú setja skattana í forgang á kostnað þeirra loforða sem gefin voru um að styrkja innviði og einfalda líf fólksins í landinu. Og hagræðingin sem gleymdist? Jú, ríkisstjórnin skipaði hóp sem skilaði ítarlegum tillögum. Hvað varð um þær? Þær söfnuðu ryki á meðan ríkisstjórnin einbeitti sér að umdeildum málum sem þjóna litlum tilgangi fyrir heildina. Á meðan er forgangsröðunin með ólíkindum. Ekkert gerist í að auka orkuframleiðslu til að tryggja samkeppnishæfni Íslands. Uppbygging húsnæðis, sem náði sögulegu hámarki í tíð síðustu ríkisstjórnar, er nú í frjálsu falli. Ríkisstjórnin lofaði hátíðlega að „berja niður“ vextina en gerir ekkert í húsnæðismálum, sem er þó eitt öflugasta vopnið gegn verðbólgu. Með þessu aðgerðaleysi er hún ekki aðeins að svíkja gefin loforð, heldur er hún að búa til gríðarlega „snjóhengju“ á húsnæðismarkaði. Þegar vextir loksins lækka mun þessi uppsafnaða þörf losna úr læðingi og húsnæðisverð rjúka upp með tilheyrandi verðbólguskoti. Þetta er ekki bara stefnuleysi, þetta er óábyrg efnahagsstjórn. Í óvissu heimi, þar sem efnahagslegur stöðugleiki er mikilvægari en nokkru sinni fyrr, er það grundvallarskylda stjórnvalda að tryggja stöðuna hér heima. Samt virðist þessi ríkisstjórn hafa ótakmarkaðan tíma og fjármuni í erlend gæluverkefni. Milljörðum er varið í stríðsrekstur í Úkraínu og ráðherrar ganga á milli funda í Brussel til að þóknast Evrópusambandinu, allt án umboðs frá Alþingi. Heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB er svo nýjasta dæmið um þessa röngu forgangsröðun. Á sama tíma og ríkisstjórnin þaggaði niður í lýðræðislegri umræðu heima fyrir með „fallöxi“ stjórnarskrárinnar, virðist hún hafa verið að kaupa sér frið til að undirbúa aðildarviðræður við ESB í kyrrþey. Þessi ríkisstjórn virðist hafa glatað áttum, týnd í dægurmálum og alþjóðlegri sviðsetningu á meðan kjarnamálin eru látin reka á reiðanum. Það er kominn tími til að stjórnvöld axli ábyrgð, snúi sér að raunverulegum vandamálum fólksins í landinu og hætti að kenna öðrum um eigin afglöp. Ábyrgðin er og verður alltaf þeirra sem fara með valdið. Höfundur er ráðgjafi í nýsköpun og gervigreind Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgmundur Örn Guðmundsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa fulltrúar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins keppst við að mála upp mynd af Alþingi sem fórnarlambi minnihlutans. Því er haldið fram að mikilvæg „þjóðþrifamál“ hafi verið „fórnað á altari útgerðanna“ og annarra sérhagsmuna. Þessi málflutningur er í besta falli barnalegur og í versta falli óheiðarleg tilraun til að varpa ábyrgð eigin forgangsröðunar yfir á aðra. Staðreyndin er sú að það er alltaf ríkisstjórn hverju sinni sem ber ábyrgð á dagskrá þingsins. Þessi ríkisstjórn, sem kennir sig við frjálslyndi og framfarir, kaus að setja hefðbundnar vinstri-lausnir í forgang: skattahækkanir á almenning og atvinnulíf. Það er kaldhæðnislegt að einn af stjórnarflokkunum, sem gekk til kosninga undir slagorðinu „Fólkið fyrst, svo allt hitt“, skuli nú setja skattana í forgang á kostnað þeirra loforða sem gefin voru um að styrkja innviði og einfalda líf fólksins í landinu. Og hagræðingin sem gleymdist? Jú, ríkisstjórnin skipaði hóp sem skilaði ítarlegum tillögum. Hvað varð um þær? Þær söfnuðu ryki á meðan ríkisstjórnin einbeitti sér að umdeildum málum sem þjóna litlum tilgangi fyrir heildina. Á meðan er forgangsröðunin með ólíkindum. Ekkert gerist í að auka orkuframleiðslu til að tryggja samkeppnishæfni Íslands. Uppbygging húsnæðis, sem náði sögulegu hámarki í tíð síðustu ríkisstjórnar, er nú í frjálsu falli. Ríkisstjórnin lofaði hátíðlega að „berja niður“ vextina en gerir ekkert í húsnæðismálum, sem er þó eitt öflugasta vopnið gegn verðbólgu. Með þessu aðgerðaleysi er hún ekki aðeins að svíkja gefin loforð, heldur er hún að búa til gríðarlega „snjóhengju“ á húsnæðismarkaði. Þegar vextir loksins lækka mun þessi uppsafnaða þörf losna úr læðingi og húsnæðisverð rjúka upp með tilheyrandi verðbólguskoti. Þetta er ekki bara stefnuleysi, þetta er óábyrg efnahagsstjórn. Í óvissu heimi, þar sem efnahagslegur stöðugleiki er mikilvægari en nokkru sinni fyrr, er það grundvallarskylda stjórnvalda að tryggja stöðuna hér heima. Samt virðist þessi ríkisstjórn hafa ótakmarkaðan tíma og fjármuni í erlend gæluverkefni. Milljörðum er varið í stríðsrekstur í Úkraínu og ráðherrar ganga á milli funda í Brussel til að þóknast Evrópusambandinu, allt án umboðs frá Alþingi. Heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB er svo nýjasta dæmið um þessa röngu forgangsröðun. Á sama tíma og ríkisstjórnin þaggaði niður í lýðræðislegri umræðu heima fyrir með „fallöxi“ stjórnarskrárinnar, virðist hún hafa verið að kaupa sér frið til að undirbúa aðildarviðræður við ESB í kyrrþey. Þessi ríkisstjórn virðist hafa glatað áttum, týnd í dægurmálum og alþjóðlegri sviðsetningu á meðan kjarnamálin eru látin reka á reiðanum. Það er kominn tími til að stjórnvöld axli ábyrgð, snúi sér að raunverulegum vandamálum fólksins í landinu og hætti að kenna öðrum um eigin afglöp. Ábyrgðin er og verður alltaf þeirra sem fara með valdið. Höfundur er ráðgjafi í nýsköpun og gervigreind
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun