Innlent

Al­var­leg á­rás með hamri í Reykja­vík

Jón Þór Stefánsson skrifar
Árásin átti sér stað í Reykjavík. Myndin er úr safni.
Árásin átti sér stað í Reykjavík. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um alvarlega líkamsárás þar sem maður var sleginn í andlit með „einhverskonar áhaldi“, en rannsókn leiddi í ljós að áhaldið væri hamar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að grunaður árásarmaður hafi verið handtekinn á vettvangi og vistaður fyrir rannsókn málsins.

Atvikið átti sér stað í umdæmi lögreglustöðvar eitt, sem sér um löggæslu í Vesturbæ, Miðborg, Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og á Seltjarnarnesi.

Í umdæmi lögreglustöðvar þrjú, sem sér um löggæslu í Kópavogi og Breiðholti, var tilkynnt um einstakling með eggvopn við verslunarkjarna. Haft var upp á manninum og hann handtekinn. Eggvopnið fannst ásamt meintum vímuefnum.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um eignaspjöll og líkamsárás. Og í umdæmi lögreglustöðvar fjögur, sem sér um Árbæ, Grafarholt, Grafarvog, Norðlingaholt, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp og Kjalarnes, var sams konar mál þar sem tilkynnt var um eignaspjöll og líkamsárás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×