Fótbolti

Totti í harði forræðis­deilu um fjögur Rolex úr

Siggeir Ævarsson skrifar
Francesco Totti og Ilary Blasi giftu sig sumarið 2005
Francesco Totti og Ilary Blasi giftu sig sumarið 2005 Vísir/Getty

Ítalska knattspyrnugoðsögnin Francesco Totti hefur staðið í löngum og flóknum skilnaðardeilum við fyrrum eiginkonu sína, Ilary Blasi, síðan 2022 en virðist nú hafa unnið ákveðinn áfangasigur.

Totti og Blasi eiga saman þrjú börn en deilan snýst þó ekki um forræði yfir þeim heldur um fjögur Rolex úr sem Totti sakar Blasi um að hafa stungið af með eftir að þau hættu að búa saman og hefur þessi undarlega deila því staðið í að verða þrjú ár.

Nú hefur ítalskur dómari staðfest það sem kollegi hans hafði þegar kveðið upp árið 2023, parið þarf að deila úrunum. Þau fá sem sagt sameiginlegt forræði yfir þessum dýru og væntanlega glæsilegum úrum en þurfa sjálf að koma sér saman um umgengnisrétt og hvort þeirra fær að hafa hvaða úr hverju sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×