Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 09:00 Elísabet Gunnarsdóttir vann leik sem þjálfari belgíska landsliðsins á EM í Sviss. Ólafur Kristjánsson hefur gert góða hluti með Þrótt í Bestu deild kvenna undanfarin ár. Getty/Alexander Hassenstein/Vísir/Anton Brink Framtíð landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar er á milli tannanna á fólki og margir vilja sjá nýjan þjálfara hjá íslenska kvennalandsliðinu. En hver gæti tekið við? Besta sætið fékk að vita skoðun tveggja sigursæla reynslubolta sem þekkja íslenska kvennaboltann vel. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss án þess að fá stig. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru Björgu Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða íslenska landsliðið og þá sérstaklega næstu framtíð þess. „Segjum að Þorsteinn verði ekki lengur þjálfari liðsins eftir að það er búið að funda í KSÍ á næstu dögum líkt og rætt hefur verið um að verði gert. Hvern eða hverja litist ykkur á til að taka við þessari ágætu skútu?“ spurði Valur Páll Eiríksson. Ég held að þetta hafi verið mistök „Ég held að það hafi verið mistök á sínum tíma að taka Betu ekki þegar hún var laus,“ sagði Þóra. „Hún talaði um það sjálf í viðtali við okkur á Sýn að þetta sé hennar draumur,“ sagði Valur Páll. „Ef hún heldur áfram með Belgíu þá ætti hún ekki að koma til Íslands. Ég held að þetta hafi verið mistök. Hún var hætt með Kristianstad og þarna var bara gullið tækifæri að gefa henni sjensinn,“ sagði Þóra. Talað um Óla Kristjáns „Er ekki talað hávært um Óla Kristjáns?“ spurði Þóra. „Jú alla vega er umræðan þannig. Hann er að gera flotta hluti með Þrótt. Ég eiginlega bara veit það ekki. Er núna tími að finna einhvern alveg utanaðkomandi? Fá einhver erlendan þjálfara,“ sagði Ásta. Virkaði fyrir strákana „Það virkaði fyrir strákana,“ skaut Þóra inn í. „Það virkaði aldeilis vel fyrir þá. Mér myndi alveg finnast það spennandi. Hver það er hef ég ekki hugmynd um,“ sagði Ásta og hló. „Við erum að sjá þetta út um allt. Það eru þjálfarar að taka við landsliðum út um allar trissur. Af hverju ekki að prófa þetta?“ spurði Ásta. Hér fyrir neðan má síðan finna allan þáttinn og þar með áframhald á umfjölluninni um mögulegan erlendan þjálfara Ásta svarar líka hvers vegna Nik Chamberlain, núverandi þjálfari Breiðabliks, yrði líklegast ekki spenntur fyrir svona starfi. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Fótbolti KSÍ Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss án þess að fá stig. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru Björgu Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða íslenska landsliðið og þá sérstaklega næstu framtíð þess. „Segjum að Þorsteinn verði ekki lengur þjálfari liðsins eftir að það er búið að funda í KSÍ á næstu dögum líkt og rætt hefur verið um að verði gert. Hvern eða hverja litist ykkur á til að taka við þessari ágætu skútu?“ spurði Valur Páll Eiríksson. Ég held að þetta hafi verið mistök „Ég held að það hafi verið mistök á sínum tíma að taka Betu ekki þegar hún var laus,“ sagði Þóra. „Hún talaði um það sjálf í viðtali við okkur á Sýn að þetta sé hennar draumur,“ sagði Valur Páll. „Ef hún heldur áfram með Belgíu þá ætti hún ekki að koma til Íslands. Ég held að þetta hafi verið mistök. Hún var hætt með Kristianstad og þarna var bara gullið tækifæri að gefa henni sjensinn,“ sagði Þóra. Talað um Óla Kristjáns „Er ekki talað hávært um Óla Kristjáns?“ spurði Þóra. „Jú alla vega er umræðan þannig. Hann er að gera flotta hluti með Þrótt. Ég eiginlega bara veit það ekki. Er núna tími að finna einhvern alveg utanaðkomandi? Fá einhver erlendan þjálfara,“ sagði Ásta. Virkaði fyrir strákana „Það virkaði fyrir strákana,“ skaut Þóra inn í. „Það virkaði aldeilis vel fyrir þá. Mér myndi alveg finnast það spennandi. Hver það er hef ég ekki hugmynd um,“ sagði Ásta og hló. „Við erum að sjá þetta út um allt. Það eru þjálfarar að taka við landsliðum út um allar trissur. Af hverju ekki að prófa þetta?“ spurði Ásta. Hér fyrir neðan má síðan finna allan þáttinn og þar með áframhald á umfjölluninni um mögulegan erlendan þjálfara Ásta svarar líka hvers vegna Nik Chamberlain, núverandi þjálfari Breiðabliks, yrði líklegast ekki spenntur fyrir svona starfi.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Besta sætið Fótbolti KSÍ Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira