„Mikið undir fyrir bæði lið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. júlí 2025 14:16 Lárus Orri hefur ekkert hugsað um 5-0 skellinn sem Skagamenn urðu fyrir fyrr í sumar. vísir Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, á von á hörkuleik í góðviðrinu á Skaganum í kvöld og segir ekki fleiri áherslubreytingar fylgja því að mæta KR en öðrum liðum Bestu deildarinnar. Skagamenn urðu fyrir slæmum skelli þegar þeir mættu KR í fyrri umferðinni, 5-0 tap varð niðurstaðan í Laugardalnum. „Ég hef ekkert verið að spá í það. Sá leikur er bara búinn og tilheyrir fortíðinni. Nú er bara hörkuleikur í kvöld, þrjú mikilvæg stig í boði og fókusinn er bara á þennan leik. Ekkert annað“ sagði þjálfarinn í samtali við Vísi. Lárus horfir fram veginn, ekki aftur, og var því spurður hverju hann ætti von á í kvöld. „Ég á bara von á algjörum hörkuleik, á góðum grasvelli í góðu veðri. Mikið undir fyrir bæði lið þannig að ég á bara von á mikilli ástríðu og baráttu, stórbrotnum leik.“ Ekki meiri áherslubreytingar en gegn öðrum KR spilar öðruvísi en öll önnur lið deildarinnar, þessum einstaka leikstíl fylgja einhverjar breytingar í áherslum Skagamanna, en ekkert meiri en fyrir leiki gegn öðrum liðum. „Það er nú þannig með þessa blessuðu deild núna, þetta eru allt mjög erfiðir leikir. Það eru mismunandi áskoranir í öllum þessum leikjum, þeirra á meðal á móti KR. Þetta er þriðji leikurinn sem ég þjálfa liðið, spiluðum á móti Vestra og Fram, svo er það KR núna. Í öllum þessum leikjum eru örlitlar áherslubreytingar. Þó við einbeitum okkur lang mest að okkar leik skoðum við líka hvernig andstæðingurinn spilar. Þannig að, jújú það eru einhverjar áherslubreytingar þegar við spilum á móti KR, en það er ekki einsdæmi“ sagði Lárus. Styrkir hópinn og fleiri á leiðinni Lárus hefur aðeins stýrt liðinu í tveimur leikjum, unnið Vestra og tapað gegn Fram, en er strax farinn að styrkja hópinn. Jonas Gemmer skrifaði undir samning um helgina. „Hann kom núna fyrir tveimur dögum síðan, er fluttur upp á Skaga og byrjaður að æfa með okkur. Mjög flottur leikmaður með yfir hundrað leiki í efstu deild Danmerkur og unglingalandsleiki. Varnarsinnaður miðjumaður sem við erum mjög spenntir að fá inn í leikmannahópinn“ sagði Lárus og hann leitar nú að fleiri leikmönnum. „Það er ýmislegt í gangi og ég á von því að það komi fleiri fréttir mjög fljótlega“ sagði Lárus að lokum. Besta deild karla ÍA KR Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Skagamenn urðu fyrir slæmum skelli þegar þeir mættu KR í fyrri umferðinni, 5-0 tap varð niðurstaðan í Laugardalnum. „Ég hef ekkert verið að spá í það. Sá leikur er bara búinn og tilheyrir fortíðinni. Nú er bara hörkuleikur í kvöld, þrjú mikilvæg stig í boði og fókusinn er bara á þennan leik. Ekkert annað“ sagði þjálfarinn í samtali við Vísi. Lárus horfir fram veginn, ekki aftur, og var því spurður hverju hann ætti von á í kvöld. „Ég á bara von á algjörum hörkuleik, á góðum grasvelli í góðu veðri. Mikið undir fyrir bæði lið þannig að ég á bara von á mikilli ástríðu og baráttu, stórbrotnum leik.“ Ekki meiri áherslubreytingar en gegn öðrum KR spilar öðruvísi en öll önnur lið deildarinnar, þessum einstaka leikstíl fylgja einhverjar breytingar í áherslum Skagamanna, en ekkert meiri en fyrir leiki gegn öðrum liðum. „Það er nú þannig með þessa blessuðu deild núna, þetta eru allt mjög erfiðir leikir. Það eru mismunandi áskoranir í öllum þessum leikjum, þeirra á meðal á móti KR. Þetta er þriðji leikurinn sem ég þjálfa liðið, spiluðum á móti Vestra og Fram, svo er það KR núna. Í öllum þessum leikjum eru örlitlar áherslubreytingar. Þó við einbeitum okkur lang mest að okkar leik skoðum við líka hvernig andstæðingurinn spilar. Þannig að, jújú það eru einhverjar áherslubreytingar þegar við spilum á móti KR, en það er ekki einsdæmi“ sagði Lárus. Styrkir hópinn og fleiri á leiðinni Lárus hefur aðeins stýrt liðinu í tveimur leikjum, unnið Vestra og tapað gegn Fram, en er strax farinn að styrkja hópinn. Jonas Gemmer skrifaði undir samning um helgina. „Hann kom núna fyrir tveimur dögum síðan, er fluttur upp á Skaga og byrjaður að æfa með okkur. Mjög flottur leikmaður með yfir hundrað leiki í efstu deild Danmerkur og unglingalandsleiki. Varnarsinnaður miðjumaður sem við erum mjög spenntir að fá inn í leikmannahópinn“ sagði Lárus og hann leitar nú að fleiri leikmönnum. „Það er ýmislegt í gangi og ég á von því að það komi fleiri fréttir mjög fljótlega“ sagði Lárus að lokum.
Besta deild karla ÍA KR Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira