Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 09:31 Ali Riley gat ekki haldið aftur af gleðitárunum þegar hún sagði frá sendingunni frá goðsögninni. Ali Riley Nýsjálenska knattspyrnukonan Ali Riley sagði frá góðhjörtuðum gömlum mótherja sínum á samfélagsmiðlum sínum en sú sem um ræðir er ein stærsta goðsögnin í sögu kvennafótboltans. Riley hefur leikið 163 landsleiki fyrir þjóð sína og tekið þátt í bæði Ólympíuleikum og heimsmeistarakeppni. Á þeim tíma hafði hún safnað mörgum keppnistreyjum með því að skipta um treyjur við mótherja sína í leikslok. Stór hluti safnsins hennar var geymdur hjá foreldrum hennar í Palisades í Los Angeles en það hús brann því miður í gróðureldunum miklu í byrjun ársins. Riley hélt sérstaklega mikið upp á treyjuna sem hún fékk frá kanadísku goðsögninni Christine Sinclair sem er markahæsta landsliðskona allra tíma með 190 mörk. Sú treyja brann í eldunum og Riley sá mikið eftir henni. Sinclair heyrði af þessu og var fljót til að árita og senda henni aðra treyju í staðinn. Riley sagði frá sendingunni sem hún fékk frá Kanada og táraðist við það að segja frá góðverki goðsagnarinnar. „Fótboltasamfélagið er svo sannarlega það besta í heimi. Ég átti treyjusafn sem ég geymdi í húsi foreldra minna. Þetta voru treyjur sem ég hafði skipts á við mótherja eftir leiki á HM og ÓL. Ég átti líka eina treyju af öllum gerðum sem ég spilaði í fyrir Nýja-Sjáland. Allar útgáfur frá 2006 til dagsins í dag,“ sagði Riley. „Sú treyja sem mér þótti einna mest vænt um var Christine Sinclair treyjan sem við skiptumst á eftir leik okkar á HM 2011. Og í dag fékk ég sendan þennan pakka,“ sagði Riley og sýndi áritaða treyju frá Sinclair. Tárin fóru að renna. Hún þurfti að taka sér smá hlé en kom svo aftur. Hér fyrir neðan má sjá Riley segja frá þessu. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) HM 2027 í Brasilíu Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Riley hefur leikið 163 landsleiki fyrir þjóð sína og tekið þátt í bæði Ólympíuleikum og heimsmeistarakeppni. Á þeim tíma hafði hún safnað mörgum keppnistreyjum með því að skipta um treyjur við mótherja sína í leikslok. Stór hluti safnsins hennar var geymdur hjá foreldrum hennar í Palisades í Los Angeles en það hús brann því miður í gróðureldunum miklu í byrjun ársins. Riley hélt sérstaklega mikið upp á treyjuna sem hún fékk frá kanadísku goðsögninni Christine Sinclair sem er markahæsta landsliðskona allra tíma með 190 mörk. Sú treyja brann í eldunum og Riley sá mikið eftir henni. Sinclair heyrði af þessu og var fljót til að árita og senda henni aðra treyju í staðinn. Riley sagði frá sendingunni sem hún fékk frá Kanada og táraðist við það að segja frá góðverki goðsagnarinnar. „Fótboltasamfélagið er svo sannarlega það besta í heimi. Ég átti treyjusafn sem ég geymdi í húsi foreldra minna. Þetta voru treyjur sem ég hafði skipts á við mótherja eftir leiki á HM og ÓL. Ég átti líka eina treyju af öllum gerðum sem ég spilaði í fyrir Nýja-Sjáland. Allar útgáfur frá 2006 til dagsins í dag,“ sagði Riley. „Sú treyja sem mér þótti einna mest vænt um var Christine Sinclair treyjan sem við skiptumst á eftir leik okkar á HM 2011. Og í dag fékk ég sendan þennan pakka,“ sagði Riley og sýndi áritaða treyju frá Sinclair. Tárin fóru að renna. Hún þurfti að taka sér smá hlé en kom svo aftur. Hér fyrir neðan má sjá Riley segja frá þessu. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird)
HM 2027 í Brasilíu Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira