Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 09:31 Ali Riley gat ekki haldið aftur af gleðitárunum þegar hún sagði frá sendingunni frá goðsögninni. Ali Riley Nýsjálenska knattspyrnukonan Ali Riley sagði frá góðhjörtuðum gömlum mótherja sínum á samfélagsmiðlum sínum en sú sem um ræðir er ein stærsta goðsögnin í sögu kvennafótboltans. Riley hefur leikið 163 landsleiki fyrir þjóð sína og tekið þátt í bæði Ólympíuleikum og heimsmeistarakeppni. Á þeim tíma hafði hún safnað mörgum keppnistreyjum með því að skipta um treyjur við mótherja sína í leikslok. Stór hluti safnsins hennar var geymdur hjá foreldrum hennar í Palisades í Los Angeles en það hús brann því miður í gróðureldunum miklu í byrjun ársins. Riley hélt sérstaklega mikið upp á treyjuna sem hún fékk frá kanadísku goðsögninni Christine Sinclair sem er markahæsta landsliðskona allra tíma með 190 mörk. Sú treyja brann í eldunum og Riley sá mikið eftir henni. Sinclair heyrði af þessu og var fljót til að árita og senda henni aðra treyju í staðinn. Riley sagði frá sendingunni sem hún fékk frá Kanada og táraðist við það að segja frá góðverki goðsagnarinnar. „Fótboltasamfélagið er svo sannarlega það besta í heimi. Ég átti treyjusafn sem ég geymdi í húsi foreldra minna. Þetta voru treyjur sem ég hafði skipts á við mótherja eftir leiki á HM og ÓL. Ég átti líka eina treyju af öllum gerðum sem ég spilaði í fyrir Nýja-Sjáland. Allar útgáfur frá 2006 til dagsins í dag,“ sagði Riley. „Sú treyja sem mér þótti einna mest vænt um var Christine Sinclair treyjan sem við skiptumst á eftir leik okkar á HM 2011. Og í dag fékk ég sendan þennan pakka,“ sagði Riley og sýndi áritaða treyju frá Sinclair. Tárin fóru að renna. Hún þurfti að taka sér smá hlé en kom svo aftur. Hér fyrir neðan má sjá Riley segja frá þessu. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) HM 2027 í Brasilíu Bandaríski fótboltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Riley hefur leikið 163 landsleiki fyrir þjóð sína og tekið þátt í bæði Ólympíuleikum og heimsmeistarakeppni. Á þeim tíma hafði hún safnað mörgum keppnistreyjum með því að skipta um treyjur við mótherja sína í leikslok. Stór hluti safnsins hennar var geymdur hjá foreldrum hennar í Palisades í Los Angeles en það hús brann því miður í gróðureldunum miklu í byrjun ársins. Riley hélt sérstaklega mikið upp á treyjuna sem hún fékk frá kanadísku goðsögninni Christine Sinclair sem er markahæsta landsliðskona allra tíma með 190 mörk. Sú treyja brann í eldunum og Riley sá mikið eftir henni. Sinclair heyrði af þessu og var fljót til að árita og senda henni aðra treyju í staðinn. Riley sagði frá sendingunni sem hún fékk frá Kanada og táraðist við það að segja frá góðverki goðsagnarinnar. „Fótboltasamfélagið er svo sannarlega það besta í heimi. Ég átti treyjusafn sem ég geymdi í húsi foreldra minna. Þetta voru treyjur sem ég hafði skipts á við mótherja eftir leiki á HM og ÓL. Ég átti líka eina treyju af öllum gerðum sem ég spilaði í fyrir Nýja-Sjáland. Allar útgáfur frá 2006 til dagsins í dag,“ sagði Riley. „Sú treyja sem mér þótti einna mest vænt um var Christine Sinclair treyjan sem við skiptumst á eftir leik okkar á HM 2011. Og í dag fékk ég sendan þennan pakka,“ sagði Riley og sýndi áritaða treyju frá Sinclair. Tárin fóru að renna. Hún þurfti að taka sér smá hlé en kom svo aftur. Hér fyrir neðan má sjá Riley segja frá þessu. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird)
HM 2027 í Brasilíu Bandaríski fótboltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn